Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 72

Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 72
60 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 skráð seint í sjúkdómsferlinu, þegar sjúkling- urinn var orðinn það veikur að oftar var haft samráð við ættingja en sjúklinginn sjálfan( 4). Skilyrði fyrir starfsleyfi sjúkrahúsa í Banda- ríkjunum er að leiðbeiningar um takmörkun á meðferð séu til á sjúkrahúsinu. I Bandaríkjun- um eru leiðbeiningar af þessu tagi þó ekki skráðar í lög eða reglugerðir, sem stríðir gegn þeirri ímynd sem margir hafa af Bandaríkjun- um; að lögfræðingar séu rétt handan við horn sjúkrahússins. Mikilvægt er talið að leiðbein- ingarnar verði til innan viðkomandi sjúkra- húss, þannig að ákveðin umræða og umhugsun hafi farið fram. Leiðbeiningarnar þurfa að spretta upp úr grasrótinni fremur en að koma sem krafa að ofan. Varðandi ákvarðanir við lífslok er nú lögð megináhersla á sjálfræði einstaklingsins með virðingu fyrir viðhorfum og óskum hans. Ein- hver gæti spurt í anda gömlu forræðishyggjunn- ar: Já, en veit ekki fagfókið best? Er ástæða til þess að hafa samráð við sjúklinginn? Rann- sókn á forgangsröðun lækna og hjúkrunarfræð- inga á þáttum eftir mikilvægi við ákvarðana- töku við lífslok, bendir á það að hvorugur hóp- urinn setti óskir sjúklingsins efst (5). Röð læknanna var þessi: Lífsgæði, náttúrlegur gangur sjúkdómsins, aldur, óskir sjúklings, færni, líkur á lækningalegum árangri, óskir fjölskyldunnar, framleiðni einstaklingsins, aukaverkanir meðferðar, aðrar orsakir og kostnaður við veikindin. Hjúkrunarfræðingar röðuðu þáttunum á þennan hátt: Lífsgæði, ald- ur, náttúrulegur gangur sjúkdómsins, færni, líkur á lækningalegum árangri, framleiðni, óskir sjúklingsins, óskir fjölskyldunnar, auka- verkanir meðferðar, kostnaður við meðferðina og loks aðrar ástæður. Önnur rannsókn bað hóp krabbameinssjúk- linga og lækna þeirra að svara eftirfarandi tveimur spurningum: Hvað var það á síðustu 12 mánuðum sem jók lífsgæði þín (sjúklings þíns)? Hvað dró úr þeim? (6). Læknarnir töldu að lyf- og handlæknismeðferð hefði átt yfir- gnæfandi þátt í bættum lífsgæðum, en sjúkling- arnir gerðu mun minna úr þessum þætti og bentu þess í stað á aukna sjáfsvirðingu, gott samband við vini, tómstundir og vinnu, auk fjölskyldu. Sjúklingar og læknar voru hins veg- ar sammála um að versnandi heilsa væri mikil- vægasti þátturinn í versnandi lífsgæðum. Hins vegar gerðu læknarnir mun meira úr verkjum sem orsök slakra lífsgæða, en sjúklingarnir minntu á gildi færni til athafna í daglegu lífi og gildi fjölskyldunnar, þar sem fjölskyldusam- band hafði versnað. Sjónarhorn heilbrigðis- stétta virðist því til skamms tíma hafa verið þröngt og hafa einblínt á sjúkdóminn og þröng- ar afleiðingar hans, en sjúklingarnir lifa í mun víðara samhengi en sjúkdómurinn setur þeim. Enda er hugtakið lífsgæði flókið og tekur til líkamlegrar og andlegrar líðanar, færni, félags- legra og fjárhagslegra þátta, auk lífsfyllingar (7) . Þessar rannsóknir segja okkur blákalt að heilbrigðisstéttirnar vita ekki alltaf hvað sjúk- lingnum er fyrir bestu. Enn önnur rannsókn hefur sýnt að læknar hafa einungis helmingslíkur á því að giska rétt á óskir sjúklinga sinna varðandi endurlífgun (8) . Að öllu samanlögðu verður ljóst að það er styrkur læknisins að tala við sjúklinginn um viðhorf hans til lífs og dauða, meðferðarval- kosti og tengja þá óskum einstaklingsins. Sjúklingarnir vita best en læknarnir eru sér- fróðir faglegir ráðgjafar. Samtal við sjúkling- inn leysir siðfræðilega klemmu en hefur einnig meðferðarlegt gildi í sjálfu sér. Spyrja má annarrar mikilvægrar spurningar. Erum við alltaf sjálfum okkur samkvæm hvað varðar ákvarðanir við lífslok? Rannsókn sem gerð var varpar ljósi á þessa spurningu (9). Þar voru bornir saman fjórir hópar sjúklinga sem hafa sambærilega eins árs og fimm ára lifun. Um var að ræða sjúklinga með alnæmi, óskurðtækt stórfrumukrabbamein í lunga, skorpulifur með bláæðahnútum í vélinda og hjartabilun á háu stigi samfara kransæðasjúk- dómi. Áætluð eins árs lifun er á bilinu 30-50 af hundraði, en fimm ára lifun fimm til 10 af hundraði. Kannað var hversu margir úr þess- um fjórum greiningarhópum höfðu skráð fyrir- mæli gegn endurlífgun. Um helmingur sjúk- linganna með alnæmi og lungnakrabbamein hafði fyrirmæli skráð, en innan við fimm af hundraði sjúklinga með skorpulifur og hjarta- bilun á alvarlegu stigi. Hvers vegna eru ekki fleiri hinna tveggja fyrrnefndu hópa með fyrir- mæli skráð? Eru læknar ekki nægilega djarfir að takast á við þessar erfiðu ákvarðanir í sam- ráði við sjúklingana? Hins vegar virðist einnig ljóst af þessari rannsókn, að læknar virðast upplifa mjög sambærilega sjúkdóma með tilliti til lifunar á ólíkan hátt. Þannig virðast krabba- meinslæknar og læknar alnæmissjúklinga und- irbúa sjúklinga sína betur undir dauðann en meltingarlæknar og hjartasérfræðingar. Þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.