Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
27
Klínískar efnamælingar
og bakteríurannsóknir
á íslandi árið 1990
Vigfús Þorsteinsson1’, Elín Ólafsdóttir2’, Leifur Franzson31, Matthías Halldórsson4’,
Ólafur Steingrímsson5), Þorvaldur Veigar Guömundsson21
Þorsteinsson V, Ólafsdóttir E, Franzson L, Halldórs-
son M, Steingrímsson Ó, Guömundsson ÞV
Clinical chemistry and bacteriological testing in Icc-
land 1990
Læknablaðið 1995; 81; 27-33
In this article we present the number and composi-
tion of clinical laboratory testing, both haematolog-
ical, biochemical and bacteriological, performed at
hospitals, primary care centers and private clinics in
Iceland, in the year 1990. Inquiries were sent to 85
institutions, 52 (61%) responded. The number of
assays performed at the laboratories/institutions not
responding was estimated. The total number of as-
says performed in 1990 at these Icelandic institutions
was 1.7 million which equals to 6.7 tests per person.
Comparison to a similar investigation of assays done
in 1982 showed that for those institutions which par-
ticipated both years the number of tests other than
bacteriological tests had increased by 23.2%. Tests
done at larger hospitals had increased by 30%, at
intermediate sized hospitals they had increased by
14.5%, and testing at primary care centers had de-
creased by 10% between 1982 and 1990. Bacteriolog-
ical and clinical chemistry tests increased significant-
ly or by 53% and 49% respectively. On the other
hand hematological tests increased only by 1% and
tests on urine decreased by 25%. By far the most
common assay performed was blood count, ESR
came second both years.
Frá11 Rannsóknadeild F.S.A.,21 Rannsóknastofu Landspít-
alans í meinefnafræði,31 Rannsóknadeild Borgarspítalans,
landlæknisembættinu og 5) Rannsóknastofu Landspítal-
ans í sýklafræði. Fyrirspurnir, bréfaskriftir: Vigfús Þorsteins-
son, Rannsóknadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri,
600 Akureyri.
Lykilorð: Rannsóknafjöldi, kliniskarefnamælingar, bakter-
íurannsóknir.
Ágrip
Könnun var gerð á fjölda og tegundum
meinefnafræði-, blóðmeinafræði- og bakter-
íurannsókna á íslandi árið 1990. Spurningalist-
ar voru sendir til allra aðila á landinu sem taldir
voru gera slíkar rannsóknir, alls 85 stofnana.
Spurt var um fjölda og tegundir rannsókna á
viðkomandi ári. Svör bárust frá 52 eða 61%.
Rannsóknafjöldi þeirra stofnana sem ekki
svöruðu var áætlaður. Alls reyndust um 1,7
milljónir rannsókna gerðar á landinu þetta ár
sem svarar til 6,7 rannsókna á einstakling.
Samanburður við fyrri könnun fyrir árið 1982
leiddi í ljós 28,5% fjölgun rannsókna á tímabil-
inu eða 3,0% aukningu á ári. Mest var aukn-
ingin í bakteríuræktunum eða 53%, 49% í
meinefnafræðirannsóknum, 1% í blóðmeina-
fræðirannsóknum en þvagrannsóknum fækk-
aði um 25%. Aðrar rannsóknir jukust um
26%. Rannsóknum við heilsugæslustöðvar
fækkaði um 10% en rannsóknum fjölgaði við
sjúkrahús; 30% við stór sjúkrahús og 14,5%
við önnur sjúkrahús. Upplýsingar um breyting-
ar á rannsóknafjölda við einkareknar rann-
sóknastofur liggja ekki fyrir. Blóðhagur og
sökkmæling voru algengustu rannsóknirnar.
Öll stór sjúkrahús, um fimmti hluti annarra
sjúkrahúsa en engin heilsugæslustöð tóku þátt í
ytra gæðaeftirliti.
Inngangur
Árið 1991 ákváðu Meinefna-, blóðmeina- og
meinalífeðlisfræðifélag íslands (MBM félagið)
og landlæknisembættið að kanna í sameiningu
fjölda og tegundir klínískra efnantælinga sent
gerðar voru á Islandi árið 1990, en hliðstæð
könnun hafði verið gerð fyrir árið 1982 (1).
Upplýsingar um fjölda rannsókna eru áhuga-