Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 85

Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 85
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 71 hefur sýnt fram á að lyfjagjöf í æð gefur mun hraðari þolmyndun en lyfjagjöf í gegnum munn, endaþarm eða undir húð. Algengustu aukaverkanirnar, hægðatregðu og ógleði, þarf að fyrirbyggja þegar frá upphafi. Skýringar á illviðráðanlegum aukaverkunum er oftast að finna í lélegrar þekkingu læknisins á eðli verkja og lífefnafræðilegri hegðun lyfsins. Fœrni í mannlegum samskiptum: Lipurð og næmni í mannlegum samskiptum er nauðsyn- leg þeim sem sinna dauðvona sjúklingum og aðstandendum þeirra. Flestir dauðvona sjúk- lingar með illkynja sjúkdóm halda sínu andlega atgervi þrátt fyrir líkamlega hrörnun. Hinn deyjandi er hins vegar merktur af sínum sjúk- dómi og hefur lítið úthald þannig að viðtölin þurfa að vera stutt hverju sinni. Það á aldrei að vera vafamál hvort ræða eigi við viðkomandi sjúkling, heldur miklu fremur hvenær það er gert og hvernig. Hvers væntir dauðvona sjúk- lingur af lækni? Einhvers sem lofar bata? Nei, mun sjaldar en menn halda, enda eru sjúkling- ar skynsamari en svo. Þeir hafa einfaldlega þörf fyrir lækni sem; * hlustar, skynjar og skilur * útskýrir á einföldu og skýru máli * leyfir spurningar * svarar af hreinskilni * þröngvar ekki „sannleikanum “ upp á neinn * upplýsir fjölskylduna * hjálpar sjúklingi að skipuleggja framtíðina * yfirgefur hann ekki * hefur tíma og gefur sér tíma Góð tjáskipti felast ekki í að tala mikið eða viturlega heldur fyrst og fremst í að hlusta á það sem sagt er, skynja það sem er ósagt, sýna með orðum og látbragði að maður skynji þann veruleika sem hinn deyjandi lifir í, þora að tala um erfið mál, vera hreinskilinn í öllu svörum þó án þess að þröngva öllum sannleikanum upp á sjúklinginn. Það er ekki alltaf þörf á að tala svo mikið um hið óumflýjanlega. Mikil- vægara er að vera reiðubúinn og færast ekki undan þegar sjúklingurinn óskar þess að tala. Samtal læknis og sjúklings er gagnkvæm sam- skipti sem byggjast á trúnaði og virðingu fyrir sjúklingnum sem einstaklingi. HELSTU HEIMILDIR: 1. Bolund C. Övergripande etisk och psykologisk analys. Cytostatikbehandling vid cancer. Stockhom: Konsensus- konferens 13 — 15 november 1990. 2. Arnason V. Líkn og dauði. Siðfræði lífs og dauða. Reykjavík: Rannsóknarstofa í siðfræði, 1993. 3. Slevin ML, Stubbs L. Plant HJ, et al. Attitudes to chemo- therapy: comparing views of patients with cancer with those of doctors, nurses and general public. Br Med J 1990; 300: 1458-60. 4. Owen C, Tennant C, Levis J, Jones M. Suicide and eu- thanesia: Patients attitudes in the context of cancer. Psy- cho Oncol 1992; 1: 79-88. 5. Bolund C. Cancer och sjhlvmord. Varken den starkes val eller den svages flykt. Lakartidningen 1986; 83: 1392-5. 6. The Canadian Palliative Care Curriculum. Neil MacDo- nald for The Canadian Committee on Palliative Care Education, 1991. 7. Arnason S. Um meðferð langvinnra verkja í kjölfar ill- kynja sjúkdóma. Læknaneminn 1994; 1: 33-68.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.