Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 103
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
87
almennu dómstóla, dómur
gengið í héraði hinn 18. júlí
1989, en áfrýjað tii Hæstaréttar
8. september sama ár og beið
þar til flutnings. Meðal ágrein-
ingsefna var hvort einn hinna
fastskipuðu dómenda gerðar-
dómsins uppfyllti skilyrði 3.
mgr. III. kafla siðareglna til
setu í dóminum. Par sem þess
hafði verið vænst, að dómur
Hæstaréttar gengi síðari hluta
árs 1990, ákvað gerðardómur-
innn að fresta afgreiðslu áður-
nefndra fimm mála þar til úr-
láusn Hæstaréttar um ágrein-
ingsefnið lægi fyrir. Dómur
Hæstaréttar gekk hinn 31. mars
1992. Að honum gengnum þótti
rétt að breyta ákvæðum reglna
dómsins unt skipan hans, til
þess að taka af öll tvímæli. Var
það síðan gert á aðalfundi
Læknafélags íslands á 28.-29.
ágúst 1992. Dráttur á fyrirtöku
framangreindra mála frá því
dóminum bárust lög Læknafé-
lags íslands með áorðnum
breytingum stafaði öðrum
þræði af önnum og fjarveru
dómenda, en einnig af hinu, að
dómendur töldu sig hafa nokkra
ástæðu til að ætla, að sættir næð-
ust með aðilum og vildu veita
svigrúm og tækifæri til þess að
þeirra kosta væri neytt.
Á fundi sínum hinn 4. desem-
ber 1993 fól dómurinn fram-
kvæmdastjóra læknafélagsins
að kalla eftir tilnefningu gerðar-
manna af hálfu þeirra aðila er
ekki höfðu þegar tilnefnt.
I fjórum áðurgreindra mála
urðu sættir með aðilum, fallið
var frá áfrýjun þeirra og þau
felld niður.
Sóknaraðili hafði þegar við
málskot sitt tilnefnt af sinni
hálfu til setu í dóminum, en
varnaraðili tilnefndi hinn 24.10.
1993 af sinni hálfu Samúel Sam-
úelsson lækni. Sóknaraðili mót-
mælti þeirri tilnefningu og Sam-
úel Samúelsson lýsti sig vanhæf-
an, með bréfi 21. janúar 1994.
Með bréfi dagsettu 16. mars
1994 tilnefndi varnaraðili Guð-
nýju Daníelsdóttur lækni til setu
í dóminum.
Aðilum var gefinn kostur á að
skila greinargerðum í málinu og
bárust þær 12. og 14. apríl 1994.
Sumarleyfi dómenda og
fjarvistir hafa valdið drætti á að
dómendur gætu allir hist fyrr en
hinn 29. október sl. þegar dóm-
urinn kom saman og fór yfir
málið.
Vegna búsetu sóknaraðila er-
lendis og þess dráttar, sem
þegar hefur orðið á málinu,
þykir dómendum ekki ástæða til
að fresta meðferð málsins frek-
ar, enda hafa aðilar málsins
ekki óskað eftir því að tjá sig
munnlega fyrir dóminurh, en
kröfur og málsástæður virðast
liggja ljóst fyrir.
Dómsorð:
Hinn áfrýjaði úrskurður á
að vera óraskaður.
Námssjóður lækna
Á sameiginlegum fundi stjórna LÍ og LR þann 12. desember síðastliðinn var
ákveðið að fráog með 1. janúar 1995 skuli hætt að draga af fastakaupi læknaá
Ríkisspítölum framlag til Námssjóðs lækna.
Framlag sjálfstætt starfandi sérfræðinga til sjóðsins er bundið í samningi milli
LR og TR, þannig að stjórnir félaganna hafa ekki óskoraða heimild til breytinga
á því.
Nánar verður fjallað um Námssjóðinn í febrúarhefti Læknablaðsins.
PÞ