Læknablaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
41
Table V. Results ofserum measurements for TSH, T4 and FT4 in three groups of,3,I treated patients witli Graves' disease.
Hypothyroid on T4 treatment but
Euthyroid (n=28) Hypothyroid on T4 treatment (n=55) without it for 12 days (n=20)
Reference values: Reference values: Reference values:
Under Within Over Under Within Over Under Within Over
TSH % 7.1 39.3 53.6 50.9 43.6 5.5 5 40 55
T4 % 3.6 89.3 7.1 1.8 25.5 72.7 40 60 0
FT4 % 35.7 64.3 0 3.6 69.1 27.3 85 15 0
Some interesting results are shaded.
höfðu fengið einn geislaskammt og svöruðu í
könnuninni var einn kominn á T4 meðferð eft-
ir allt tímabilið.
Umræða
Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna
snemmkominn og algengan skjaldvakabrest
meðal sjúklinga með Graves sjúkdóm eftir eina
geislajoðmeðferð. Prátt fyrir að stefnt hefði
verið að 70 Gy geislun reyndust 70% sjúkling-
anna vera komin með skjaldvakabrest ári eftir
geislagjöf og þremur árum síðar var tíðnin orð-
in 80%.
Samanburður rannsókna á árangri geislajoð-
meðferðar getur verið erfiður vegna mismun-
andi skammtaútreikninga og aðferða við að
sýna nýgengi og/eða algengi skjaldvakabrests
en einnig vegna tilkomu nákvæmari greining-
arprófa (13). í erlendum rannsóknum, þar sem
notaðir hafa verið svipaðir geislaskammtar og
hér, má sjá bæði hærri og lægri tíðni skjald-
vakabrests. Bandarísk rannsókn sýndi 91%
tíðni ári eftir meðferð án mikillar aukningar
eftir það (14), en tvær skandinavískar rann-
sóknir sýndu annarsvegar 10% og hinsvegar
20% tíðni ári eftir meðferð og í þeirri seinni var
árleg tíðni 2-3% á næstu árum á eftir (15,16).
Við völdum að sýna niðurstöður okkar sem
algengi á hverju ári til að sjá hvort einhverjar
breytingar hefðu orðið á tíðni yfir tímabilið
frekar en að sýna uppsafnað (cumulative) ný-
gengi eins og flestir höfundar gera.
Frá sjöunda áratugnum hafa ýmsir tekið eftir
aukinni tíðni skjaldvakabrests eftir geislajoð-
meðferð þrátt fyrir sambærilega geisla-
skammta (4,13,17). Reynt hefur verið að skýra
þetta út frá aukinni joðneyslu sem talin er auka
næmi kirtilsins fyrir geislajoði og/eða minnk-
aðri notkun skjaldhamlandi lyfja fyrir geisla-
joðmeðferð, en lyfin virðast hafa verndandi
áhrif á kirtilinn gagnvart geislaáhrifum. Lík-
legast er þó að mestur hluti aukningarinnar
tengist bættari greiningargetu á skjaldvaka-
bresti (18). Síðasta atriðið gæti skýrt að
minnsta kosti þrefalda aukningu á tíðni skjald-
vakabrests sem sést milli þessarar rannsóknar
og eldri hérlendrar rannsóknar frá 1960-1968
(9). í þeirri rannsókn voru allir sjúklingar látn-
ir hætta T4 meðferð og skoðaðir klínískt auk
þess sem stuðst var við PBI mælingar (protein
bound iodine) og geislajoðupptöku (9). Ekki
er þó útilokað að einhver raunveruleg aukning
hafi orðið á tíðni skjaldvakabrests milli rann-
sóknanna. Meðferð með skjaldhamlandi lyfj-
um fyrir geislajoðmeðferð er nú sjaldnar reynd
hér en áður var og rannsóknir á joðbúskap
íslendinga hafa bent til hárrar joðinntöku þó
svo að ekki liggi fyrir út frá þessum athugunum
hvort inntakan hafi aukist eða minnkað síðustu
áratugi (19,20).
Bent hefur verið á að eftir því sem skjaldkirt-
ill sjúklings með Graves sjúkdóm er stærri
þurfi stærri geislaskammt á hvert gramm kirt-
ils. Hefur því sums staðar verið miðað að stig-
hækkandi skammti á hvert gramm kirtils eftir
því sem kirtill er stærri (4,17,21). Hérlendis
hefur þetta ekki verið gert en þess í stað miðað
að sömu geislun á hvert gramm kirtils hjá öll-
um sjúklingum með Graves sjúkdóm. Við at-
hugun okkar á því hve stór geislaskammtur var
tekinn upp í hvert gramm skjaldkirtils við með-
ferð (tafla IV), kom í ljós að skammturinn var
minni eftir því sem kirtillinn var stærri, öfugt
við það sem stefna ætti að. Gæti þetta skýrt háa
tíðni skjaldvakabrests meðal minni kirtla í
rannsókninni, sem virðast fá of stóra skammta
og tíða þörf á endurtekningum á meðferð með-
al stærri kirtla, sem bendir til að þeir fái of litla
skammta. I töflu IV sést einnig vaxandi um-
setningarhraði joðs í kirtlum eftir því sem þeir
eru stærri (4t upptaka) og minni aukning joð-
upptöku heldur en nemur stærðaraukningu
kirtilsins og hvort tveggja styður það að stefna
eigi að stærri meðaltalsskammti á hvert gramm
í stærri kirtlum en þeim minni. í stað þess að
nota stigvaxandi skammta eftir því sem kirtil-