Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1995, Qupperneq 16

Læknablaðið - 15.01.1995, Qupperneq 16
8 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81: 8-10 Ritstjórnargrein Af rannsóknum og siðfræði Hvað vegur þyngst þegar hæfni góðs starfs- manns í heilbrigðisþjónustu, læknis, hjúkrun- arfræðings eða annars, ber á góma? Hann þarf að hafa til bera góða faglega þekkingu byggða á vísindalegum grunni, góða faglega þjálfun, hafa rétt viðbrögð við hvers kyns vanda á hrað- bergi. Hann þarf líka og ekki síður að geta sýnt samhygð og samúð, geta talað við fólk án yfir- lætis, geta tjáð sig um tilfinningar þess og sínar eigin og geta tekið ákvarðanir sem byggja á siðrænum grunni. Hann þarf að sameina raun- vísindi og húmanisma. Siðrænar ákvarðanir á heilbrigðisstofnunum eru oft að nokkru byggðar á tilfinningum og vissulega þarf að taka tillit til tilfinninga fólks þegar siðrænar ákvarðanir eru teknar. Eigi að síður verður að hafa hemil á tilfinningunum. Ef tilfinningar réðu ferðinni, eða væru nægjan- legar til að taka ákvarðanir sem ekki lytu tæknilegum lögmálum, væri engin þ)örf á sið- fræði eða siðfræðilegri rökræðu. Akvarðanir væru teknar án umhugsunar, við brygðumst við aðstæðum í samræmi við líðan okkar hverju sinni. Siðferðilegar grundvallarreglur eru nauðsynlegt leiðarljós í þessum efnum. Siðfræði, ef ég skil hana rétt, er fræðigrein þar sem að minnsta kosti hluti af rökhyggju greinarinnar er sá að rökræða sé undanfari ákvarðana. Siðareglur eru hvorki kreddu- bundnar kennisetningar, né lausleg smekks- atriði, heldur þarf ætíð rökræðu og samráðs við fólk þegar leysa þarf siðræn álitamál. Þess vegna er mikill fengur að greinaflokki um siðfræði á borð við þann sem birtist í þessu tölublaði Læknablaðsins. Greinarnar eru byggðar á erindum sem haldin voru á ráðstefnu í mars 1994 á vegum Siðfræðiráðs Læknafélags íslands um siðfræði í heilbrigðisþjónustu. Um- fjöllun um þessi efni meðal starfsfólks í heil- brigðisþjónustu hefur farið mjög vaxandi hér- lendis undanfarin ár. Það má að miklu leyti þakka mikilvirkri forgöngu fyrrverandi aðal- ritsjóra Læknablaðsins, Arnar Bjarnasonar. Tveir íslenskir læknar hafa nýlega lokið námi í læknisfræðilegri siðfræði. Veruleg umfjöllun um þessi mál hefur lengi átt sér stað í guðfræði- deild Háskóla íslands og ennfremur má mikils vænta af tiltölulega nýstofnaðri Siðfræðistofn- un Háskólans. í þessu samhengi er ástæða til að vekja at- hygli á tveimur atriðum sem lúta einkum að siðfræði og vísindarannsóknum, en þau eru annars vegar öflun upplýsts samþykkis (infor- med consent) þátttakenda í rannsóknum áður en þær eru framkvæmdar og hins vegar starfs- vettvangur vísindasiðanefnda. Við erum öll sammála um að þekking og vinnulag á sviði heilbrigðisvísinda væri lítils virði ef ekki væri byggt á vísindarannsóknum, sem meðal annars er óhjákvæmilegt að gera á mönnum. Mögulegur ávinningur rannsóknar verður þó ávallt að vega þyngra en áhættan. Hagsmunir einstaklings verða alltaf að ríkja yfir þörfum vísinda og samfélags. Reynist áhætta rannsóknar of mikil ber að stöðva hana. Rannsóknir verða að vera í samræmi við viður- kenndar vísindalegar vinnureglur. Rannsókn- irnar verða að byggja á ýtarlegri þekkingu á fyrri vitneskju um efnið og á stundum á tilraun- um á rannsóknarstofu eða á dýratilraunum. í því skyni að vernda rétt og hagsmuni þátt- takenda í rannsóknum hafa verið settar ýtar- legar siðareglur sem byggja að nokkru leyti á siðareglum sem samþykktar voru í Nurnberg í Þýskalandi árið 1947 eftir að vitneskja barst um pyntingar og morð undir yfirskini vísindarann- sókna sem læknar stunduðu á föngum í fanga- búðum nasista á styrjaldarárunum. Vafalítið ber þar hæst Helsinkiyfirlýsingu Alþjóðafélags lækna, sem gerð var á 18. heimsþingi lækna í Helsinki 1964 og breytt nokkrum sinnum síð- an, síðast á 41. þinginu í Hong Kong 1989.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.