Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1995, Side 62

Læknablaðið - 15.01.1995, Side 62
50 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81: 50-4 Siðferðileg vandamál tengd ákvarðanatöku Ástríður Stefánsdóttir Inngangur Umfjöllunarefni mitt eru spurningar sem vakna þegar ákveðið er að breyta um markmið meðferðar á dauðvona sjúklingi. Hér á ég við það þegar ekki er lengur stefnt að því að „lækna“ sjúklinginn heldur verður markmið meðferðarinnar fremur að „líkna“ sjúklingn- um. Ganga má út frá því sem grundvallarreglu að leiki einhver vafi á því hvernig haga beri með- ferð dauðvona sjúklings, þá eigi fyrst og fremst að virða óskir og vilja sjúklingsins sjálfs. I þessu erindi ætla ég í fyrsta lagi að fjalla um þá stöðu sem upp kemur þegar vafi leikur á því hvort sjúklingurinn ráði við að taka þátt í ákvörðununt unt eigin meðferð. í öðru lagi ræði ég þann vanda sem við blasir eftir að orðið er ljóst að sjúklingurinn er óhæfur til að taka þátt í ákvörðun meðferðar. í slíkum tilvikum er nauðsynlegt að tilnefna staðgengil viðkom- andi. Við það vakna spurningar eins og hver eigi að tilnefna slíkan aðila, hvern eigi að til- nefna og hvað staðgengill sjúklingsins eigi að hafa að leiðarljósi við ákvarðanatöku. Að end- ingu mun ég svo víkja að áríðandi máli sem er mjög mikilvægt þegar verið er að leggja drög að meðferð við lok lífs, en það er mat á gagn- semi meðferðarinnar. Hæfni sjúklings til ákvarðanatöku Þegar skorið er úr um hvort sjúklingurinn sé hæfur til að taka þátt í ákvörðun um eigin meðferð er mikilvægt að standa vörð um tiltek- Höfundur er læknir. Fyrirspurnir, bréfaskriftir, Ástríöur Ste- fánsdóttir, Laugarásvegi 53, 104 Reykjavík. Byggt á erindi sem flutt var á ráöstefnu Siðfræöiráös Læknafélags (slands 18. mars 1994. in siðferðileg gildi. Annars vegar er brýnt að virða sjálfræði sjúklingsins og hins vegar verð- ur að taka mið af velferð hans (1). Ef sjúklingur er hæfur til að taka ákvörðun um eigin meðferð er mikilvægt að troða ekki á rétti hans til sjálfsákvörðunar. Á hinn bóginn er einnig áríð- andi að vernda þá sem ekki ráða við að taka slíka ákvörðun og forða þeitn frá niðurstöðum sem hugsanlega gætu skaðað þá. Til að geta virt þessi siðferðilegu gildi verður því að greina á milli þeirra sem eru hæfir til að taka ákvarð- anir af þessu tagi og hinna sent ekki eru hæfir. Yfirleitt er talað um þrjú grundvallarskilyrði fyrir því að einstaklingur geti tekið vel upplýsta ákvörðun (2). í fyrsta lagi þarf sjúklingurinn að skilja það sem við hann er sagt og hann þarf að geta tjáð vilja sinn. í öðru lagi þarf hann að geta vegið og metið þær upplýsingar sem hann hefur og dregið af þeim rökréttar ályktanir. I þriðja lagi þarf sjúklingurinn að hafa einhverj- ar hugmyndir um það hvað hann telur vera sér til góðs. Hann þarf með öðrum orðum að hafa ákveðið gildismat. Ef eitthverju þessara þriggja skilyrða er ábótavant, þá dregur það verulega úr hæfni sjúklingsins til þess að taka ákvarðanir. Fyrsti þátturinn sem var nefndur, það er skilningur og tjáning, leiðir hugann að mikilvægi þess að hafa nákvæm og góð samskipti við sjúklinginn svo ekki komi upp misskilningur. Ef hann talar ekki sama tungumál og þeir sem annast hann, er mjög brýnt að njóta aðstoðar góðra túlka. Sama má segja ef viðkomandi þjáist af til dæm- is tauga- eða vöðvasjúkdómi sem hefur áhrif á talfæri. Þá er nauðsynlegt að gefa sér góðan tíma í öll tjáskipti. Rétt er að taka fram að dæntin sem ég hef hér dregið fram lýsa ekki sjúklingum þar sem hæfni þeirra til að taka sjálfa ákvörðunina er ábótavant. Á hinn bóg- inn er sjúkdómur þeirra þess eðlis að gera verður aukna kröfu til umhverfisins til að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.