Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1978, Side 6
Árni Björnsson
form. fræðslunefndar læknafélaganna
Avarp
flutt við setningu haustnámskeiðs Fræðslunefndar læknafélaganna 1977:
Góðir félagar:
f nafni Fræðslunefndar læknafélaganna, vil ég bjóða ykkur öll vel-
komin til þessa námskeiðs. Það er mér sérstök ánægja, að líta yfir
þennan stóra hóp. Ég man ekki hve lengi ég hefi átt sæti 1 Fræðslunefnd-
inni, en á fyrstu árunum þótti gott ef 10 læknar mættu til leiks, en þótt
veruleg fjölgun hafi orðið f stéttinni, leyfi ég mér að álykta, að starf
nefndarinnar hafi borið nokkurn árangur.
Að þessu sinni hefur \ nokkru verið brugðið hefðbundinni venju f
því", að nefndin hefur ekki sjálf séð um námskeiðið. Gigtsjúkdómafélag
íslenskra lækna bauðst til þess að sjá um það í tilefni hins Alþjóða
Gigtarárs. Mér sýnist að vel hafi verið að staðið, enda vaskur maður
valinn til framkvæmda, þar sem Arsæll Jónsson er og vonandi verður
þetta ekki siðasta verkefni hans fyrir fræðslustarfsemi læknafélaganna.
Það þarf víst ekki að taka fram, að námskeiðið fjallar um gigtsjúk-
dóma, sem munu, eftir því sem næst verður komist, hafa fylgt mannkyn-
inu frá upphafi vega.
Þið, sem komin eruð hingað til að læra, eigið vafalaust eftir að
heyra margt merkilegt um eðli og meðferð þessara sjúkdóma, frá munni
þeirra fyrirlesara, erlendra og innlendra, sem hingað eru komnir og ég
vil bjóða þá velkomna. Með fullri virðingu fyrir þeim hygg ég þó, að
gigtsjúkdómar eigi eftir að fylgja mannkyninu enn um skeið og að enn séu
nokkur gigtarár framundan.
Ég hef nú f hyggju að kveðja Fræðslunefndina, þó með nokkrum
söknuði þvi þetta er, að þvi er ég best man, eina trúnaðarstarf mitt inn-
an læknasamtakanna, sem ég hef ekki verið skammaður fyrir. Mig langar
til að þakka samstarfsmönnum minum 1 nefndinni fyrir samstarfið, svo og
starfsfólki skrifstofu læknafélaganna og þá sérstaklega frú Soffiu Markan,
fyrir veitta aðstoð bæði fyrr og nú. Öllum aðilum, svo sem lyfjafyrir-
tækjum, heilbrigðisráði og tryggingarstofnun, sem stutt hafa dyggilega við
bakið á fræðslustarfsemi læknafélaganna um langt skeið, vil ég einnig þakka.
Að gigtsjúkdómanámskeiðinu loknu, verða á fimmtudaginn haldin þrjú
erindi um læknisfræðilega siðfræði og á föstudeginum verður umræðufund-
ur um sama efni. Ég vil eindregið hvetja ykkur, sem hér eruð, til að
sækja þessa fundi og taka þátt 1 umræðum.
Námskeiðið er sett.
4