Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1978, Blaðsíða 11
Menn hafa vafalaust tekið snemma eftir
þvi að sumar ættir þjáðust meira af gigt
en aðrar. Enginn var hissa, því- fólk hér-
lendis er alltaf að tala um skyldleika og
ættarfylgjur.
Það er hinsvegar alveg nýverið, á sið-
ustu 10 árum, að náin fylgni finnst milli
ákveðinna erfðamarka og ýmissa tegunda
gigtar.
Það erfðakerfi, sem hér er efst á blaði
er HLA-kerfið (Human leucocyte antigen).
HLA mótefnavökum (antigens) má skipta 1
4 (5) hópa, A, B, C og D, og er hver
hópur ákvarðaður erfðalega á samsvarandi
setum á litningi Nr. 6 (Mynd 1). Af
þessu má ráða að HLA-setin (loci) erfast
venjulega í röð og er sú röð kölluð setröð
(haplotype). Mikill fjöldi samsætra gena
(alleles) er þekkt á hverju seti, en að
sjálfsögðu getur hver einstaklingur aðeins
haft tvær samsætur (aHeles), þar eð hann
hefur eitt Htningapar Nr. 6, þar sem ann-
ar litningurinn kom frá móður en hinn frá
föður (Tafla 1). HLA-setröð er taUn gefa
miklu meiri upplýsingar en einfaldar
tiðni rannsóknir HLA-mótefnavaka, þvi þá
má sjá í hvaða samhengi fylgnin er. Til
þess að átta sig á ákveðinni setröð þarf
að greina náin skyldmenni, helst foreldra
og afkomendur. Rannsóknir okkar á fylgni
gigtarsjúkdóma við HLA - Bf er tvenns-
konar:
a) Tiðnirannsóknir í völdum hópum
b) Fjölskyldurannsóknir
En til þess að átta sig á fylgni milfl
erfðamarka og sjúkdóma, þarf að vita
tíðnina hjá hinum heilbrigða hluta þjóðar-
innar. Þetta hefur verið framkvæmt eftir
bestu föngum (Mynd 2, Tafla 2), en þar
eð tiðni sumra HLA-mótefnavaka er lág
má gera ráð fyrir söfnunaráhrifum.
Viðmiðunarhópur:
Mynd 2 sýnir setröð mótefnavaka á
HLA - A, HLA - B og Bf meðal óskyldra
Islendinga. Aberandi er að mikil mis-
dreifing er á tiðni ákveðinna setraða,
þessi misdreifing hefur verið kölluð "mis-
væg tengsl” (Hnkage disequiHbrium).
Tafla 2 sýnir tiðni erfðagerða á properdin
B (Bf), sem er hluti af komplementkerf-
inu og hefur sitt erfðaset mjög nálægt
HLA-B (Mynd 1). Bf er blóðvökva prótfn
og er greint með agarósa rafdrætti og
ónæmisfellingu (immunofixation).
Hinn gigtsjúki hópur:
í töflu 3 getur að líta fylgni milH
ákveðinna gigtsjúkdóma og HLA-B27 og
HLA-Bwl5. Siðan þessi tafla var gerð
hafa nokkrir fleiri verið flokkaðir og nið-
urstaða verið sú sama.
Tafla 4 sýnir tiðni Bf gerða með tilUti
til áðurnefndra sjúkdóma.
Tafla 5 og 6 sýna samband milli
Heberdens noduli og HLA-Bwl7
og BfF. Tafla 7 gefur til kynna að mjög
sterkt samband sé milU HLA-B27 ,
Bf® ogAnkylosing spondylitis
(AS). r mynd 3 er reynt að skýra þetta.
Annaðhvort er sérstakt "heitt" gen
(X) fyrir AS staðsett milU B27 og Bf®
(Mynd 3,1) eða B27 er af fleiri en einni
gerð, þar sem "heitt" B27 X getur valdið
AS og sú gerð er nátengd Bf®, en "venju-
leg" B27 veldur ekki AS og getur fylgt
hvort heldur sem er Bf® eða BfF. Þetta
eru bara kenningar, sem skýrt gætu þetta
fyrirbrigði um hina sterku fylgni HLA-
B27 - AS-Bf®.
Fjölskyldurannsóknir:
Stór fjölskylda var rannsökuð, þar sem
meira ber á gigtarsjúkdómum heldur en
gerist meðal þjóðarinnar almennt (Mynd4).
AthygUsvert er að 40 af 59 rannsökuðum
hafa HLA-B27, annaðhvort sem setröð
HLA-A2; HLA-B27; eða HLA-A9; HLA-
9