Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1978, Blaðsíða 41
Rangt.
N.B. Hryggurinn er ekki jafnsterkur og bóma á krana.
Rétt.
LyftiS með hnébeygju AVALLT.
Mynd 2 .
Sjúklingar þessir haía vafalaust verki,
sem versna vegna psychiskrar spennu.
Hvernig þetta má vera er óráðin gáta. Með-
ferðin við þessum vanda er gjarnan fólgin f
miklum æfingum og sundi svo og intensiv
psychotherapi, mjög oft framkvæmd af
endurhæfingarlækni fremur en af geðlækn-
um eða sálfræðingum. Samt er aðferðin
breytileg eftir stöðum. Árangur er nánast
ótrúlegur en verður ekki véfengdur (11).
(Eftir höfðinu dansa limirnir)
Lokaorð.
Höfundur hefur gert grein fyrir helztu
orsökum bakverkja og tiðni bakverkjavanda-
mála, miðað við sjúkdómsgreiningu Land-
spitalans og Landakotsspftala, árin 1972-
1976. Hædd var skoðun og greining og
meðferð bakverks við ýmsar aðstæður.
Trauma, gigtarsjúkdómar og hryggskekkja,
sem orsök bakverkja, voru ekki tekin til
athugunar f grein þessari.
Tfðni örorku vegna bakverkja virðist
svipuð og á öðrum Norðurlöndum. Hins
vegar er ekki vitað, hvort tíðni bakverkja
og spftalavistar eða aðgerða vegna þeirra
er frábrugðin frá hinum Norðurlöndunum.
Heimildir:
1) Stefán Guðnason: Disability in Iceland.
Prentsmiðja Jóns Helgasonar, Reykja-
vík, 1969.
2) Páll Sigurðsson: Hryggjarslys og
tryggingar. Félagsmál bls. 6-11.
3) Turek, Samuel L.: Orthopaedics,
Principles and Their Application;
Second ed., Láppincott 1967.
4) Caillet, René: Neck and Arm Pain,
F.A. Davis, Philadelphia 1964.
5) Harrison's: Principles of Internal
Medicine. Seventh Ed. , Mc. Graw-
Hill Book Company, 1974.
6) Clarke, A.K.; Beavis, J.; Irving,
J.D., and Mace, B.E.W.: Ascending
Lumbar Venography in the Diagnosis
of Lumbar Disc Lesions, Rheumatology
and Rehabilitation, May 1977, 16:83-87.
7) Bjarni Hannesson, Borgarspftalanum:
Persónulegar upplýsingar.
8) Sussman, Bernard J.; Howard
University College of Medicine:
Persónulegar upplýsingar.
9) Williams, Paul C.: Low Back and
Neck Pain; C.C. Thomas, Springfield
Illinois, Second Printing 1974.
10) Þórarinn ólafsson, Landspftalanum:
Persónulegar upplýsingar.
11) Sarno, John E.: Chronie Back Pain
and Psychic Conflict. Scand. J.
Rehab. Med. 8:143-153, 1976.
39