Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1978, Side 49
slitgigtarmyndunar; langvarandi eSa alvar-
legt tímabundið misræmi milli álags og
álagshæfni liðbrjósksins og að liðurinn sé
burðarliður, sem þurfi að vera á nánast
stöðugri hreyfingu.
Eins og ég minntist á áðan eru álags-
og slitgigtarbreytingar aðlægt liðum hjá
mannskepnunni þróunarfræðilega nokkuð
eðlilegur kvilli, þar eð liðirnir hafa ekki
náð að aðlaga sig hinu, þróunarlega séð,
"nýja" álagi. Þetta kemur einmitt greini-
lega fram f mjaðmaliðnum, þar sem við
getum túlkað ýmsa slfka álagssjúkdóma,
allt frá coxa vara congenita og Perthes
sjúkdómi og síðan epiphyseolysis capitis
femori og loks, hjá eldra fólki,
protrusio acetabuli. Allir þessir kvillar
valda, sem kunnugt er, formbreytingum og
álagsbreytingum f og aðlægt mjaðmaliðnum.
Fyrstu einkenni álagsgigtar má sjá á
fyrstu mynd, sem sýnir hina þrjá
algengustu álagsþrengingarstaði, a: f
acetabularþakinu, og þá oft á tilsvarandi
álagsfleti á caput, b: lengra medialt f
acetabularþakinu, oft rétt lateralt við
foveola capitis, c: lengst medialt f caput,
einkum ef um coxa vara er að ræða.
Þessar álagsbreytingar skýra sig að nokkru
sjálfar.
Hyperostosis eða arthrosuosteophytar
vaxa á þá beinfleti aðlægt liðum, sem
frekar verða fyrir tosi við stöðubreytingar
heldur en þrýstingi, og eru það
hyperostosurnar eða osteophytarnir, sem
l-.mynd. Byrjandi þrenging Subchondral
Sclerosis.
að lokum ákvarða hið deformerandi útlit
slitgigtarinnar. Þeir hefja og stýra form-
og álagsbreytingarbyggingu beinsins. f
mjaðmaliðnum sér maður oft fyrstu breyt-
ingarnar eins og sýnt er á 2 . mynd,
það er annarsvegar svolftill deformerandi
osteophyt rétt við fovea capitis og hinsveg-
ar byrjandi beinbjálkabreytingar f yfirborði
collum við capsulufestinguna dorsalt.
Áframhaldandi gangur arthrosunnar sést á
3. mynd. Hér má sjá mjókkun á lið-
bilinu craniolateralt, sclerosis subchondralt,
bæði f acetabularþakinu og f caput og
osteophytavarir eftir beinbrjóskmótunum á
caput. Engin deformering er ennþá komin
á sjálft caput, en á 4 . mynd er gengið
einu stigi lengra og þar má sjá holumynd-
anir, bæði f caput og f acetabulum, f
þessu tilfelli samlægar holur, en jafnframt
brjóskeyðingu. Þessi holumyndun táknar
nánast algjöra brjóskeyðingu á þessu svæði
ásamt örbrotum f corticalis, þar sem
synovial vökvi þrengir sér inn og veldur
vegna osmotiskra breytinga f þrýstings-
osteonecrosu. Þannig myndast einskonar
þenslucystur f beininu. Ennþá lengra
gengnar breytingar sjást á 5. mynd.
Þar má sjá þá tilhneigingu, sem alltaf er
f þessum brjóskeyðingarliðum til myndun-
ar nýs liðflatar, og á burðarliðum eins
og f mjöðminni leitar að öðru jöfnu þessi
liður lateralt og nokkuð upp á við. Hér
47