Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1978, Page 55
liðum og einnig í epiphyses hjá fólki á
vaxtarskeiði. Mismunagreining verður enn
erfiðari en með pertechnetati, þar sem
aukin þéttni fæst hér einnig f ýmsum beina-
sjúkdómum eins og áður er vikið að.
2. Upptökumælingar.
f stað þess að skanna lið má mæla
geislavirknina 1 honum með geislateljara
svipuðum þeim sem notaður er til að mæla
upptöku skjaldkirtils á geislavirku joði.
Teljarinn tekur við geislum frá öllum liðn-
um 1 einu og fæst þannig tölulegt mat á
geislavirkninni. Til viðmiðunar er tekin
mæling utan liðsins t.d. yfir framhandlegg
eða kálfa. Reiknaður er út stuðull,
talning yfir lið__________
S_ talning yfir viðmiðunarstað .
Z. s, summuna af stuðlum hinna einstöku
liða má sfðan nota sem mat á virkni sjúk-
dómsins: því hærri £s, þvi meiri virkni.
Eingöngu mun hafa verið notað 99m'pC-
pertechnetat við þessa aðferð og henni þá
aðeins beitt á útlimaliði, en ekkert ætti
að vera þvi til fyrirstöðu að nota t.d.
99mTc_ethylene-diphosphonat og mætti þá
e.t.v. taka stóra liði með.
Þessi aðferð er tæplega eins næm og
skönnunin, og veldur þvf einkum eftirfar-
andi: Talið er yfir allstóru svæði f einu
(u.þ.b. 10 cm í þvermál). latil bólga á
litlum bletti gefur þvi ekki marktæka hækk-
un á talningu.
A hinn bóginn er þetta tiltölulega fljót-
leg aðferð til að fylgjast með gangi sjúk-
dóms.
A Landspftalanum hefur verið gerð at-
hugun á 20 sjúklingum og 13 heilbrigðum.
Allgóður aðskilnaður fékkst á Z. s milli
þessara hópa, þó voru 6 sjúklingar og 3
heilbrigðir með Zs-gildi á sama bili.
Lokaorð.
Athuganir á samsöfnun geislaefna f liði
er næm aðferð til að flnna liðbólgu. Þær
munu ekki geta komið f stað klfnfskrar
skoðunar, en eru mikilsverð viðbót við
hana, sérstaklega f vafaatriðum. Þegar
um liðverki er að ræða geta þær skorið
úr hvort þeir stafi af bólgu eða öðrum
orsökum. Með þessum athugunum má fá
hlutlægt mat á gangi sjúkdóms og árangri
meðferðar.
53