Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1978, Page 123
Gigtsjúkdómafræðin er gömul og gróin
sérgrein læknisfræði sem hefur tekið marg-
víslegum framförum siðustu áratugi, ef
ekki f lækningaárangri þá f stórbættu starfs-
fyrirkomulagi. Endurhæfingarfræðin er
hins vegar nýleg sérgrein sem sinnir verk-
efnum á ýmsan hátt tengdum öðrum sér-
greinum, e.t.v. einkum gigtsjúkdómafræði.
Verkefni þessara sérgreina eru þvi mjög
hliðlæg þegar til kastanna kemur um með-
ferð. Engin vandkvæði eru þó sjáanleg f
þeim samskiptum og vinnur hvor greinin
þar að sínu hlutverki. Gigtarsjúkdómar
eru \ raun gott dæmi um viðfangsefni 1
læknisfræði þar sem fleiri en eitt og fleiri
en tvö sérsvið mætast f meðferðaraðgerð-
um og bæta gjarnan upp annmarka hvers
annars.
Vissulega hefur endurhæfingu vaxið flsk-
ur um hrygg á sfðasta áratug eða svo og
kannski hefur þessi vöxtur borið nokkurn
keim tfsku og endurhæfing komist á hvers
manns varir af þeim sökum. Það er af
og frá að hugsanleg tfskumyndun um endur-
hæflngu eigi rætur að rekja til þeirra sem
að endurhæfingu starfa. Starfslið endur-
hæfingar veit best hvar takmörkin á gagn-
semi endurhæfingar liggja, veit hverju er
hægt að þoka áleiðis, sjúkflngum f hag,
og hverju ekki, þekkir velflest hin bráð-
nauðsynlegu raunsæismörk. Fremur kann
að vera að almenningur og ýmist starfslið
heilbrigðisþjónustu annað en endurhæfingar
stuðfl að tfsku- og óraunsasisorðspori.
Orsökin er vafalaust fólgin f hvötinni til
að leita fanga sem vfðast "ut aliquid fiat",
þegar önnur gagnvirk meðferð er ekki á
boðstólum. Þetta þekkist vfða f læknis-
fræðinni og ber þó að varast eins og óvin-
inn sjálfan.
Hvað sem þessu líður hefur læknisfræði-
leg endurhæfing ótvfrætt raungildi f lækn-
ingum. Gildið kann að vera breytilegt og
verða áfram breytilegt f samræmi við
gagnvirkni lækninga á hverjum tfma, þ. e.
möguleikann til að lækna sjúkflng fullkom-
lega, og tækni sem endurhæfingarmeðferð
ávinnur sér til að sinna hlutverkum á þeim
breytilega vettvangi sem lækningagagnvirkn-
in skapar. Sem dæmi um breytileikann
má nefna berklaveiki. Skipulögð endurhæf-
ing þekkist hér á landi fyrst meðal berkla-
sjúklinga en nú þarfnast þeir óverulegrar
þjónustu f þeim efnum, a.m.k. þar sem
nútfma berklalækningar eru stundaðar.
Einnig má nefna þann þátt gigtlækninga
sem fólginn er f þvf að skipta um mjaðm-
arflð. Slík skipti kröfðust umfangsmikill-
ar endurhæfingar eftir aðgerð til að ár-
angur fengist, þar til fyrir fáum árum að
ný tækni dró svo úr þeirri þörf að endur-
hæfingareftirspurn eftir aðgerð er nú sára-
lftil miðað við það sem áður var. Dæmi
um breytileika endurhæfingarþarfar f gagn-
stæða átt eru mörg og má benda á endur-
hæfingu hjarta-, æða- og lungnasjúklinga,
geðsjúklinga og krabbameinssjúklinga.
Vfst er það að endurhæfing fæst meir
við tiltekna sjúklingahópa en aðra og bein-
ist eðlilega að þeim sem ekki læknast að
fullu eðá búa við varanlega líkamlega eða
andlega afmörkun og skerðingu eða hvoru-
tveggja.
Til viðbótar þessum aðfararorðum skal
áréttað að óvfða f læknisfræði er meiri
þörf á skýrum meðferðarmarkmiðum en
f endurhæfingu. Margt veldur þvf, m.a.
mikilvægi hagnýtingar á tfma og starfs-
kröftum. Endurhæfing er dýr þjónusta,
tfmafrek, rýmisfrek, starfsflðsfrek og
krefst nákvæmrar samhæfingar þessara
þátta. Einnig ber að árétta að endurhæf-
ing nær til fleiri starfshópa heilbrigðis-
þjónustu en almennt gerist f læknisfræði:
laekna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara,
iðjuþjálfa, félagsráðgjafa, sálfræðinga,
atvinnuráðgjafa, kennarao.fi. og til
aðstoðarmanna þessara starfshópa.
Ekki er laust við að jafnt leikir sem
lærðir gerist á köflum sekir um ýmsan
121