Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1978, Page 128
er um slík vandamál. Tengd atvinnuvanda-
málum eru fjárhags- og framfærsluvanda-
málin, tengd þeim eru húsnæðismálin og
tengd þeim fjölskyldumálin. Þannig mætti
lengi rekja. Ekki er einvörSungu spurn-
ing um þaS hvort gigtarsjúklingi tekst aS
vera fjárhagsleg fyrirvinna sín og annarra.
ÞaS hefur jafnan peningaleg afdrif í för
meS sér ef húsmóSir er ófær aS sinna
störfum sínum sakir sjúkdóms eSa afleiS-
ingar hans. VarSandi heimilisstörf skipta
hjálpartæki sköpum, eins og áSur er minnst
á, eSa breytingar á húsnæSi, einkum eld-
húsi, svo aS húsmóSir geti sinnt störfum
þar áfram. Hjálpartæki sem gera hús-
móSur kleift aS sinna störfum eru hins
vegar yfirleitt dýr og kostnaSur viS hús-
næSisbreytingar oft talsverSur svo aS máliS
strandar allt of oft vegna kostnaSarins.
Yfirleitt eru félagsleg úrlausnarmál af
þessu tagi verkefni félagsráSgjafa, stundum
í samvinnu viS iSjuþjálfa, stundum aSrar
heilbrigSisstéttir. FélagsráSgjafar sinna
auk þess almennum framfærslumálum sjúki-
inga, þar á meSal samskiptum viS Trygg-
ingastofnun ríkisins sem í sumum tilvikum
er flókin framvinda, og viS sveitarfélags-
stjórnir þar sem framvinda mála er jafn-
vel ennþá flóknari.
Af því sem hér hefur veriS drepiS á má
sjá aS endurhæfing gigtarsjúklinga er yfir-
gripsmikiS verkefni og viSamikil fram-
kvæmd. MeSferS þeirra nær langt út fyrir
hefSbundiS lækniseftirlit, lyfjagjöf og skurS-
aSgerSir. Þeir þarfnast endurhæfingar á
hinum breiSasta grundvelli til aS hægt sé
aS tryggja þeim jafnframt heilsunni and-
lega, atvinnulega og félagslega velferS.
HvaS er lækning ef hún stuSlar ekki jafn-
framt aS áframhaldandi lifsánægju og þvi
sem viS köllum hamingju?
126