Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1978, Side 132

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1978, Side 132
stólar til notkunar við standandi vinnu, stólar með fjaður-sæti fyrir sjúklinga, sem erfitt eiga með að rísa á fætur og fleira og fleira. A verkstæðum iðjuþjálfunardeilda höfum við möguleika á að prófa vinnugetu sjúklinga. Þá er reynt að velja verkefni, sem gera svipaðar kröfur og sú atvinna, sem sjúklingurinn hyggst stunda eftir út- skrift. í sumum tilfellum getur verið nauðsynlegt að gera heimsókn á vinnustað sjúklingsins og athuga, hvort einhverjar breytingar hér geti auðveldað viðkomandi að stunda þessa vinnu, t.d. nýr og betri stóll eða breytingar á borðhæð svo að eitthvað sé nefnt. Á flestum iðjuþjálfunardeildum er sér- stakt æfingareldhús til að prófa og þjálfa húsmæður f heimilisstörfum. Ég vil nú gera sérstaklega grein fyrir þeirri meðhöndlun, sem sjúklingar með liðagigt fá 1 iðjuþjálfun, en þar er liða- vernd stærsti þátturinn. Liðavernd er kennsla 1 fyrirbyggjandi aðferðum til þess að komast hjá hinum ýmsu hvimleiðu afleiðingum liðagigtarinnar. Æskilegt er að sjúklingurinn fái þessar leiðbeiningar sem fyrst, helzt strax og sjúkdómurinn gerir vart við sig. Það er þvi nauðsyn- legt að heimilislæknar séu vel inni 1 þessum málum, því til þeirra leita sjúkl- ingarnir fyrst allra. Meðan sjúkdómurinn er virkur, þarf sjúklingurinn að hlíía sér sem allra mest. En jafnvel þó að virkni sjúkdómsins virð- ist liðin hjá, bólgan horfin o.s.frv. þarf sjúklingurinn samt að gæta sin og beita þeim aðferðum sem liðaverndin felur f sér. Annars er hætt við að liðirnir taki að bólgna á ný. Sú kennsla sem fram fer 1 iðjuþjálfun er ekki eins fyrir alla, heldur miðast hún við þær aðstæður, sem sjúklingurinn lifir við og þá atvinnu, sem hann stundar. Við byrjum á að útskýra fyrir sjúklingn- um uppbyggingu liðs og hvaða breytingar verða 1 liðnum og umhverfis hann við liða- gigt. Við kennum aðferðir til að forðast liðakreppur þ.á m. ýmsar hentugar hvíld- arstöður. T.d. ber að forðast að leggja púða 1 hnésbæturnar, því að það stuðlar að kreppu 1 hnjám. Að liggja á maganum er gott til að hindra kreppu f mjöðmum og hnjám. Til að hindra adduktionskreppu 1 mjöðmum er gott að hafa púða á milli hnjánna sé legið á hliðinni. Sé nú þegar komin flexionskreppa f mjaðmir skal nota fleygmyndaðan púða undir fæturna, þegar legið er á bakinu, því” annars kemur einn- ig flexionskreppa í hnén. Þegar setið er skal hafa slcammel undir fótunum. Þá útskýrum við algengustu liðaskemmd- ir, sérstaklega í höndum, og orsakir þeirra. Kennum sjúklingnum aðferðir til að koma f veg fyrir þessar skemmdir og kynnum fyrir honum ýmis fyrirbyggjandi hjálpartæki. Sem dæmi má nefna að ein af orsökum úlnardeviationar og súbluxation- ar í grunnliðum fingranna er togið frá flexorsinunum, þegar gripið er utan um mjóan hlut. Þetta tog er skaðlaust fyrir heilbrigða liði, en þegar stöðugleiki lið- anna er orðinn minni er það mikill skað- valdur. Þetta má forðast með þvf að nota sver sköft á öll verkfæri, en það krefst margfalt minna vöðvaafls að handleika slik áhöld. Aðalatriðin f liðavernd eru þessi: 1) Rétt álag á liði. Reyna á liðina f stöðu sem næst hvíldarstöðu og sem gefur minnstan sársauka. 2) Dreifa álaginu á fleiri liði f senn og frekar á stóra liði e n 1 i 11 a . Notið báðar hendur f stað annarrar. Notið alla hendina og fram- handlegginn f staðinn fyrir aðeins fing- urna. 3) Temja sér starfshætti, sem krefjast sem minnst vöðvaafls. Það er léttara að vinna sitjandi en standandi. Það þarf kraftminna grip á áhöld með þykkum og mjúkum handföng- um en með mjóum og hörðum. Sem dæmi um fyrirbyggjandi hjálpartæki má nefna vatnskranalengingar eða stórt grip á útidyralykil, en f báðum þeim til- fellum notfærir maður sér vogarstangar- regluna til að spara vöðvaaflið. Einnig má nefna sérsmfðuð hnffapör með sverum sköftum og sérsmfðaðan brauðhnff, þar sem maður getur haldið úlnliðnum f rétt- stöðu, er maður sker. Næst er að prófa sjúklinginn verklega f þessum aðferðum. Stór hluti sjúklinga okkar er húsmæður, og við prófum þær f heimilisstörfum. þar sem þær þjálfa sig f réttum handtökum og læra að nota hin ýmsu hjálpartæki. Sfðan er að finna út f samráði við sjúklinginn hvaða hjálpartæki hann hefur þörf fyrir og útvega þau. Smfða sum og panta önnur og aðstoða 130
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.