Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1978, Síða 145

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1978, Síða 145
Ingólfur S. Sveinsson VÖÐVAGIGT. HUGMYNDIR UM MEÐFERÐ FRA SJONAR- MIÐI GEÐLÆKNIS I. Inngangur Vöðvagigt, einnig nefnd "myosur" eða "fibrositis syndrome" hefur verið skil- greind og orsakaþáttum hennar lýst á öðr- um stað 1 þessu riti1). Þessari grein er ætlað að ræða nokkuð um einkenni, en aðallega um meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðir. Vöðvagigt, ásamt afkvæmi sínu spennu- höfuðverknum, er þýðingarmikið vandamál vegna þess, að hún er afar algeng, vegna óþæginda, og oft þjáninga, sem hún veld- ur, tapaðra vinnudaga og ekki síst vegna gifurlegs kostnaðar við sjúkdómsgreiningar þar sem hún þvælist fyrir þegar útiloka þarf aðra hættulegri sjúkdóma. Þá er vöðvagigt með algengari orsökum örorku. Þvi sætir undrum hve lítillar athygli og virðingar fyrirbærið nýtur meðal lækna, hve þekking á þvi er litil og greining þess reynist tafsöm. Greiningin er oft unnin þannig, að fyrst eru aðrir sjúkdóm- ar útilokaðir og siðan er greining byggð á þeim forsendum að aðrar skýringar á einkennum sjúklings finnist ekki. Þegar vöðvagigt hefur loks verið greind, er með- ferð oft takmörkuð eða ómarkviss, stund- um engin. Dæmi um þennan gang mála eru sjúklingar, sem lagðir eru inn á spítala til að "útiloka" sjúkdóma eins og heilaæxli eða kransæðaþrengsli. Þótt klinisk skoðun sýni vöðvagigt sem gæti, ef vel væri gáð, skýrt öll einkenni, þykir oft skylda að ganga veginn á enda 1 þá átt að útiloka hinn sjúkdóminn, sem er hættu- legri, oft með rannsóknum, sem eru dýr- ar, kvalafullar og hættulegar. Þegar þvi er lokið fær sjúklingur oft þá afgreiðslu eina, að hann hafi ekki heilaæxli eða kransæðaþrengsli. Illa haldinn sjúklingur á stundum erfitt með að taka þátt 1 gleði ladcnisins yfir þessu. Oft útskrifast hann með róandi pillur eða einfalt ráð um að "slappa af", stundum fær hann óljósa vfs- bendingu um að vandamál hans sé geðrænt. Slíka visbendingu túlka sjúklingar þvf mið- ur oft sem ásökun um geðveiki, ódugnað eða uppgerð. Hér leggjast á eitt almenn- ir fordómar og ótti við geðsjúkdóma, af- staða lækna, sem telja starfsvið sitt ein- göngu bundið við likamann og það slæma ástand sem ríkt hefur hérlendis, að erfitt er að finna geðlækna til aðstoðar.x) Ein aðalástæða þess, að vöðvagigtar- sjúklingum farnast svo illa hjá læknum og verst á spftölum virðist sú, að þetta sjmdrom passar ekki inn f sjúkdómshug- myndina eins og læknar vilja hafa hana. Það vantar nægilega skýr og stöðug ein- kenni, ákveðinn sjúkdómsgang, sýnilega pathologisk-anatomiska eða kemiska trufl- un. Fyrirbærið rennur úr greipunum,2) læknirinn ypptir öxlum og segir að hann sé búinn að útiloka alla ærlega sjúkdóma, truflunin hljóti að vera f höfðinu á sjúkl- ingnum, best að hann fari heim. Sjúkl- ingurinn, sem fer sfðan heim, segist enn hafa verki f líkamanum, er e.t.v. sár eða reiður, e.t.v. hræddari en áður um að hann sé kannski hálfgeðveikur, svör er hvergi að fá, best að kvarta sem minnst og éta sitt Valium þrisvar á dag. Hér kemur fram óheppileg tilhneiging lækna til að huga mest að þeim vanda- málum, sem eiga sýnilega eða áþreifan- lega orsök, en loka augum fyrir truflun- um á starfsemi af þvf að þeir eiga erfið- ara með að skilgreina og leysa slík vanda- x) Hér er ekki ætlunin að mæla með geð- læknum sérstaklega til að meðhöndla vöðvagigt, þar sem þeir hafa, að hætti sérfræðinga, tilhneigingu til að halda sig við sérsviðið, f þeirra tilfelli "hið geðræna", sem stundum er þröngt markað. Góð geðlæknisathugun og álit ætti þó f flestum tilfellum að hjálpa til við greiningu og meðferð. 143
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.