Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1978, Page 153
til samvinnu sem nauðsynlegt er til að
sem bestur árangur fáist meS meðferðinni
1 hverju sem hún er fólgin að öðru leyti.
Æfingar. Aktif hreyfing hefur góð
áhrif á spennta vöðva. Blóðstreymi gegn-
um vöðvann eykst, hann hitnar, efnaskipt-
in aukast og úrgangsefni skolast burt.
Með reglubundnum æflngum eykst háræða-
kerfi vöðvans og nutrationin batnar. Eftir
að verstu verkir og eymsli í vöðvum og
vöðvafestum minnka, með öðrum aðgerð-
um, ætti að byrja æfingar. Æfa skal
mjög varlega 1 byrjun en smá auka hlut
æflnganna 1 meðferðinni þar til æflngarnar
eru aðaluppistaðan og sjúkflngurinn getur
haldiö áfram sjálfur. Við val á æfingum
skal hafa f huga nauðsyn á jafnvægi 1
vöðvastyrk líkamans og ekki bara einblína
á þá vöðvahópa sem voru mest spenntir
og aumastir 1 byrjun. Fasiskir vöðva-
hópar hafa tilhneigingu til að slakna og
lengjast við of mikið álag á meðan
posturaflr vöðvar svara með spennu og
styttast. Báða vöðvahópana þarf að þjálfa
til að koma \ veg fyrir ofþreytu og vöðva-
bólgu.
Starfsstellingar . Að leiðbeina
fólki með starfsstellingar er nauðsynlegt.
Það er tilgangslítið að meðhöndla fólk
sem fer svo aftur til vinnu og vegna
kunnáttuleysis situr eða stendur spennt
og er að skömmum tíma flðnum komiö
aftur til meöferðar vegna vöðvabólgu.
Hér á landi hefur ekki verið mikið um
það að sjúkraþjálfarar færu á vinnustaði
og leiðbeindu fólki, en það á vonandi
eftir að breytast þegar fjölgar 1 stéttinni.
Ekkert að ofantöldu er fullnægjandi
meðhöndlun útaf fyrir sig, en sé það not-
að hvað með öðru eftir þvi sem þurfa
þykir hverju sinni næst oft góður árangur.
Heimildir:
Tidsskrift for fysioterapeuter 1969 jan. ,
1973 febr., 1974.
Læknaneminn 1966 sept.
Muskelfunktiondiagnostik, Vladimir Janda.
okt 1973.
Medisinsk treningsterapi, Oddbjörn Bihaug
í Fysioterapeuten 1975.
151