Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Page 5
ENDURREISN ÞYZKA FLOTANS
Eftir friðarsamningana voru
öll herskip Þjóðverja af þeim
tekin, og þar með virtist hið
þýzka flotaveldi brotið á bak aft-
ur með öllu, en margt fer öðru-
vísi en ætlað er, og svo var það
hér. Þjóðverjar hafa komið sér
upp flota að nýju, sem að vísu
er smár, miðað við hinn fyrri, en
aftur á móti svo vel úr garði
gerður, að öllum tækjum, að öðr-
um stórþjóðum stendur stugg-
ur af.
Það hefir ekki verið auðhlaup-
ið að því, að koma upp þessum
uýja herskipastól, en þó hefir það
tekist, og er það einum manni
uiest að þakka, sem hafði það
verk með höndum, að þjálfa liðs-
íoringjaefnin^ og gera þá hæfa
til að gegna störfum sínum í
barfir fósturjarðarinnar. — Þessi
Uiaður var Luckner greifi, dr.
Þhil., 0g fer hér á eftir frásögn
hans á fyrstu erfiðleikunum, og
Pví, hvernig hann hlaut doktors-
^tilinn.
„Þegar hafist var handa að
endurreisn þýzka flotans, varþað
viðburður, er skifti máli allan
heiminn, þótt um hann væri eng-
inn hávaði ger. Skipin okkar
voru farin veg allrar veraldar,
og sjómennirnir okkar voru flest-
ir mótþróafullir byltingamenn.
Sjóliðsforingjarnir voru í ónáð
hjá ,,socialista“-stjórninni, og oft
voru þeir ofsóttir og nauðuglega
staddir sökum æðis rauðliðanna.
Samt sem áður hugsuðu þeir um
ókomna tímann, — um framtíð
þýzka flotans. Hugmynd þeirra
var þessi: „Við höfum hvorki
skip né sjómenn, en það, sem
verður að halda við, er sú þekk-
ing, sem við höfum öðlast eftir
50 ára reynslu“.
Það reið á öllu, að hafa æfða
foringja tilbúna, sem gætu aukið
skilyrði nýs flotaveldis, hvenær
sem tækifæri gæfist, og þeir áttu
að kunna allt það, sem reynslan
hafði kennt oss á umliðnum ár-
um, og vera tengiliður milli liðna
13*