Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Síða 26
216
Skrautvasinn.
['Stefnir
„Er það satt, fannst þér það
gott?“
„Alveg afbragð, fyrsta flokks
vara“.
„Fullt af góðu efni? Fannst
þér það?“
„Útúrfullt“.
„Kvæðið — Einvera?“
„Hreinasta perla?“
„Hreinasta meistaraverk ? “
„Það held eg bara. Hver hafði
nú annars orkt það“.
„Nafnið stóð undir því“, sagði
Sippy kuldalega.
„Nöfnum gleymi eg strax,
eins og þú veist“.
„Það er kveðið“, sagði Sippy,
„af ungfrú Gwendolen Moon.
Hefir þú nokkurn tíma séð hana?
„Ekki það eg man; er hún lag-
leg?“
„Herra minn trúr!“
Eg leit fast á hann. Ef þú
spyr hana Agötu frænku mína,
þá mun hún segja þér, — það
gerir hún nú raunar, hvort sem
þú spyr hana eða ekki, — að eg
sé flögrandi og klaufskur í
kvennamálum, ónærgætinn og at-
hugunarlaus. Þannig lýsti hún
mér einu sinni, og eg þori ekki
að neita því, að hún muni að
mestu hafa haft rétt fyrir sér í
megindráttum. En á einu sviði er
eg athugull eins og hafnsögu-
maður. Eg sé strax, ef ástin
tendrast í hjörtum jafnaldra
minna úr jafnþyngdarflokki mín-
um í London. Svo margir vina
minna höfðu nú bitið á það ágn-
ið, að eg gat fundið þefinn af
því í svartaþoku, þótt fjarlægðin
væri töluverð“.
Sippy hallaði sér aftur á bak
í ritstjórastólnum, tuggði strok-
leður, og starði fram undan sér.
Eg stakk óðara á kýlinu. „Segðu
mér, hvað heitir hún?“ sagði eg.
„Það er hún, Bertie; það er
ungfrú Moon!“
„Vertu rólegur, heillakarlinn.
Hefir þú skýrt henni frá hug
þínum?“
„Hvernig á eg að geta það?“
„Hvernig? Hvernig fara aðr-
ir að því? Það dugar ekki að
hlaupa burtu og leggja niður róf-
una, þegar um slíkt er að ræða‘ •
Sippy stundi þungan.
„Veist þú, Bertie, hvað það er
að finna, að maður er eins og
vesæll máðkur?“
„Það held eg nú. Stundum
finn eg til slíkra tilfinninga, er
eg á í brösum við þjóninn miuu>
en í dag keyrði það út yfir a^'
an þjófabálk. Eg veit, að þú átt
bágt með að trúa því, að hanu
gerðist svo bíræfinn, að setja u
á skrautvasa, sem . . .“.