Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Síða 36
226
Skrautvasinn.
[Stefnir
byrjun, því að hvernig í ósköp-
unum ætti að fara að því, að fá
hann til að biðja stúlkunnar?“
„Þegar við munum það, að
ungfrú Moon er skáldkona og
„rómantísk“ að eðlisfari, þá
myndi það hafa mikil áhrif á
hana, ef henni bærist til eyrna,
að herra Sipperley hefði slasast,
og lægi og talaði um hana?“
„Þér meinið, lægi og kallaði á
hana í óráði?“
„Eg meina, ef hann kallaði á
hana, eins og þér segið, í óráði“.
Eg reis upp í rúmi mínu og
mundaði að honum teskeiðina
með töluverðri þykkju.
„Jeeves“, sagði eg, „allra
manna sízt vildi eg segja um yð-
ur, að þér væruð vitlaus, en
þessi uppástunga er ekki lík því,
sem hún kæmi frá yður. Þér eruð
eitthvað í ólagi, 'Jeeves. Þér
kunnið ekki jafngóð tök á hlut-
unum og áður. Það gætu liðið
fjölmörg ár þangað til Sipperley
slasaðist“.
„Það er nú einmitt það,
herra“.
„Eg get varla ímyndað mér,
að þér ætlið í fullri alvöru að
fresta öllum aðgjörðum og láta
örlögin ráða, þar til Sipperley
verður fyrir sporvagni eða ein-
hverju slíku tæki. Nei, við höfum
það eins og eg hefi ákveðið, og
að hádegisverðinum loknum, þá
gjörið þér svo vel og farið í búðir
og kaupið eitt og hálft pund af
hveiti, en hitt skal eg annast
sjálfur.“
„Jæja, herra“.----------
Það, sem nauðsynlegast er við
slíkt tækifæri sem þetta, er að
þekkja til staðhátta. Ef maður
þekkir ekki staðhættina, hvar er
maður þá staddur? Hvernig fór
fyrir Napóleon, sem varaði sig
ekki á díkinu við Waterloo. Það
var ljóta fíflið!
Eg þekkti alla staðháttu á
skrifstofum Sippys, og þeir voru
þannig. Eg ætla ekki að draga
upp mynd, því að það er reynsla
mín, að þegar maður les leyni-
lögreglusögur og kemur svo á þá
staði, sem höfundurinn hefir
dregið upp mynd af, — t.d. garð-
inum þar sem líkið fannst, og
stiganum, sem liggur fram í and-
dyrið, og svo öllu hinu —, þá
stekkur maður yfir það allt sam-
an, án þess að muna hætishót
eftir því. Þess vegna ætla eg að
lýsa staðháttunum með orðum
einum.
Skrifstofur ,Mayfair Gasettes
voru á fyrstu hæð í gamalli raka-
byggingu í Covent Garden. Geng'
ið er inn um götudyrnar í and-