Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Page 44
**********&****&&&*&*&*&&&&&
STJÓRNARFARIÐ.
INNGANGUR.
Orðið stjórnarfar hefir ákaf-
'Jega víðtæka merking. Það get-
nr gripið yfir nálega allt, sem
-við kemur stjórn og meðferð
mála. Hvort stjórnarfar sé gott
-eða illt með einhverri þjóð fel-
■ur því í sér nokkurskonar alls-
herjár mat á málameðferðinni.
En það er í rauninni ofar sjálfri
meðferð einstakra mála, þannig,
.að flokkakritur og annað slíkt
er því óviðkomandi. Stjórnarfar
hér á landi var t. d. gott á þjóð-
veldistímunum, yfirleitt, með-
an þjóðskipulag feðra vorra
:fékk að njóta sín í höndum vit-
urra og góðgjarnra höfðingja, en
það var illt í höndum einvalds-
konunganna og umboðsmanna
þeirra á 17. og 18. öld. Stjórn-
arfarið er því það, sem úr sker
um hag þjóðarinnar og stefnir
henni annaðhvort til góðs geng-
is eða ógæfu, og það var því
•ekki með öllu rangt, er þjóð-
zimar kenndu kónga sína við ár-
ferði, gott eða illt, svo sem Eirík
eimuna og Ólaf hungur. Þess
vegna ber og jafnan að hafa
vakandi auga á stjórnarfarinu,
og hvika ekki frá því áformi, að
haga fylgi sínu eða andstöðu eft-
ir því, hvernig það er.
Þessi sjálfsagða og bráðnauð-
synlega skylda hvers borgara,
að meta stjómarfarið, verður
miklu erfiðari í þjóðskipulagi
eins og því, sem vér nú búum
við, þar sem umskifti valdhafa
eru tíð, og því erfitt að festa
augun á því, hvernig stjórnar-
farið mótast í höndum hvers
þess flokks og hverrar þeirrar
stjórnar, sem með völdin fer. En
skyldan er engu óbrýnni fyrir
þetta nema freklegar væri, því
að nú er ekki að eins að sjá
stjórnarfarið, heldur er það og á
valdi borgaranna um hverjar
kosningar, hvernig það verður á
næstu árum. Og það verður því
á ábyrgð þeirra, hvernig um
þetta fer. Þetta er megin kostur