Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Page 46
236
Stjórnarfarið.
[Stefnir
stofnanir til meðferðar og rekstr-
ar, og það er því merkilegur
prófsteinn á stjórnarfarið, hvern-
ig farið er með þessi umboð þjóð-
arinnar.
5. Dugnaður og atorka. Hér
er mikill vandi úr að skera. Þjóð-
in verður að heimta dugnað ráð-
herra sinna, en sá dugnaður
verður að vera í réttar áttir, og
sérstaklega verður að greina
skýrt og ótvírætt milli dugnaðar
ráðherranna í þjóðar þarfir og
dugnaðar eða umbrota í þarfir
sjálfra sín eða ákveðins flokks,
sem þeir hafa von um, að haldi
þeim við völd áfram.
6. Framkoma stjórnarinnar
út á við, hvernig hún gætir sóma
landsins og sjálfstæðis.
7. Hyggindi, gœtni og ósveigj-
anleg festa í meðferð þjóðar-
fjármuna. Hér er um svo mikils-
varðandi málefni að ræða, að
aldrei má slaka á strangasta eft-
irliti og harðasta dómi, ef út af
bregður.
Eins og menn sjá, eru þessir
7 liðir að mestu almenns eðlis.
Enginn þeirra snertir fiokka-
skifting í landinu. öll þessi ein-
kenni eiga jafnt við, hver af
flokkunum, sem er við völd, og
stjórnir geta reynst góðar eða
illar, hvort sem þær fylgja stefnu
eins flokks eða annars, og hvort
sem þær hafa eina skoðun eða
aðra á sérstökum málum.
Þetta er það, sem kalla má
stjómarfarið.
Ugglaust má benda á fleira
en þetta, sem máli skiftir um
stjórnarfar landsins. En þó fela
þessir 7 liðir í sér svo mörg og
mikilvæg atriði, að sú stjórn,
sem stenzt þann mælikvarða, má
bera höfuðið hátt.
En geri hún það ekki, þá er
sómi og heill landsins í veði, ef
hún er ekki látin lúta lágt.
Verða nú málin sjálf látin tala
og bera vitni.
1. LOFORÐ ÖG EFNDIR.
Þá er fyrst að líta á það, eftií
órækum gögnum, hverju núver-
andi stjórnarflokkur lofaði fyrir
kosningarnar, og upp á hvað
hann var kosinn, og bera það
saman við efndir þeirra loforða-
Kemur hér bæði til greina
það, sem beinlínis var lofað að
gera, og engu síður hitt, sem Þa'
verandi stjórn og flokkur henn-
ar var atyrt fyrir, því að í að-
finnslunum fólst að sjálfsögða
fyrirheit um breytingu, ef vand-
lætararnir tækju við stjórnar-
taumunum.