Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Blaðsíða 55
Stefnir]
Stjórnarfarið.
24
Það er varla neinn nýgræð-
ingur, sem fremur glæpinn með
svona ró og markvissu.
Við getum líka litið í annan
spegil, og það er Alþingistíð-
indin. Myndin af sannsögli á
æðstu stöðum er alveg sú sama
þar. Það er borið þar blákalt
fram í eldhúsdagsumræðum, að
fyrverandi stjórn hafi stungið
tugum þúsunda að Vestmanna-
eyingum sem gjöf, og þá helzt
þeim ríkustu þar og mestu and-
stæðingum stjórnarinnar. Ráð-
herrann vissi vel, að þetta fé var
ekkert annað en litlar skaðabæt-
ur til Vestmannaeyinga upp í
veiðarfæratap, er orsakaðist af
því, að varðskipið Þór var fengið
til þess að bregða sér í togara-
leit austur með söndum. Skipið
var þá eign Vestmannaeyinga
og réttur þeirra skýlaus, og á
hinn bóginn fékk ríkissjóður
stórgróða af ferðinni í sektarfé
togurum, sem Þór tók í för-
inni.
Eða ósannindin um það, að
Magnús Guðmundsson hafi gefið
Oddfellowreglunni (sem náttúr-
leffa á að vera skipuð voðalegum
uiönnum!) Thorkilliisjóðinn svo-
^efnda. Ráðherrann, sem var að
tala, hafði þó í höndum bréf,
bar sem sagt er, að Oddfellow-
ar fái leyfi til þess að gefa all-
mikið fé 1 sjóð þennan, gegn því,
að honum verði varið í ákveðnu
augnamiði og stjórn hans skip-
uð með ákveðnu móti, þó þann-
ig, að ríkisstjómin gat jafnan
haft tögl og hagldir.
Svona dæmi má halda áfram
að nefna, en staðar verður að
nema, því að fleira verður að
drepa á. Enda er í raun og veru
nóg, að benda á með órækum
vitnum slík ósannindi sem þessi,
nóg til þess að sýna, hve átakan-
lega lágt kröfumar em settar
hjá þeim, sem geta þolað æðstu
xnönnum þjóðarinnar að fara
með rangt mál gegn betri vit-
und, þó að ekki væri nema í fá
skifti og um fremur smá mál.
Það ber og vitni um rauna-
lega lágar kröfur til stjómar-
farsins, þegar villandi og loðið
er skýrt frá þeim málum, sem
mestu varða, eins og t. d. um
fjárhaginn. Það væri ekki ó-
merkilegt að safna saman í eina
heild öllum þeim sögum, sem
komið hafa fram frá stjómarinn-
ar hlið um ríkisskuldirnar. Þar
gildir svo að segja sín sagan
hvem daginn, og sín á hverjum
stað. Og þó er þetta það atriði,
sem minnstur vafi ætti að leika
á. Stundum hafa skuldirnar ekki