Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Blaðsíða 57
Stefnir]
Stjórnarfarið.
247
nú frá þessum leiðtogum anJ-
stöðuflokksins og að þeim, s^n
bara hafa orðið einhvern veginn
í vegi fyrir þessum mönnum.
Hvaða æra væri eftir á síra ólafi
prófasti Stephensen, ef Tíminn
réði? Jafnvel yfirsmiðurinn á
Þingvöllum, Einar Einarsson,
varð að gjalda þess, að hanr.
mun ekki vera fylgismaður
Eramsóknar. Hann átti að vera
drykkjuræfill og hafa verið að
þvælast dauðadrukkinn framan i
öllum á Alþingishátíðinni. Alveg
helber ósannindi og ómakleg um
mann, sem gekk næst heilsu
sinni til þess að hafa lokið öllu
á tilsettum tíma, þrátt fyrir
dæmalausa ótíð og erfiðleika. —
Að ekki sé nú minnst á dr.
Helga Tómasson. Safna mætti
ugglaust ærumeiðingum um hann
í dálaglegt kver. Ekki var nóg,
að öllum heimarökkum væri á
hann att, heldur voru allskonar
aðskota- og hlaupadýr, sem með
Penna kunnu að fara, spönuð
til þess að rífa af honum mann-
orðið. Hann var nú náttúrlega
gersamlegur heimskingi, þó að
orð færi af honum um öll Norð-
urlönd fyrir vísindamanns hæfi-
leika. Hann var „vitlausi lækn-
irinn á Kleppi“ o. s. frv. Og svo
var farið að gefa í skyn, að hann
væri beinlínis manndrápari, gæfi
sjúklingum inn ólyfjan og annað
þessu líkt.
Ef menn hefðu ekki þetta
avart á hvítu, myndi enginn trúa
því, að slík spilling væri til hér
á landi, sem lýsir sér í þessum
mannorðsþjófnaði æðstu manna
landsins og málgagns þeirra.
En ef vikið er frá þessum árás-
um á einstaka menn, er þá mála-
flutningurinn sómasamlegur?
Um það á náttúrlega ekki við
sama svarið jafnan. Minna má
þó á það, sem áður var sagt um
sannleiksástina, og þær glöggu
skýrslur, sem gefnar eru. En líta
mætti einnig á það, þegar tekið
er þegar í stað að ræða um stór-
mál og viðkvæm, meðan þau eru
1 rannsókn.
Ameríkumenn og líklega fleiri
þjóðir hafa ágæt ákvæði um það,
sem þeir kalla „Contempt of
Court“, lítilsvirðing á réttinum.
Samkvæmt þeim ákvæðum má
t. d. ekki ræða hvasst í blöðum
um mál, sem eru í rannsókn, eða
fyrir dómstólum.
En hvað gerir sjálf stjórnin í
þessu efni hér á landi? Hún læt-
ur t. d. sjálfan rannsóknardóm-
arann 1 Hnífsdalsmálinu birta