Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Side 58
248
Stjórnarfarið.
[iStafnir
svæsna grein um það í Tímanum,
og fella nokkurskonar bráða-
birgðardóm í því. Mál Jóhannes-
ar bæjarfógeta var líka rætt al-
veg ósæmilega í sama blaði með-
an á því stóð. Og svona er oftar.
Yfirleitt er það einn af stóru
og svörtu blettunum á stjórnar-
farinu, hvernig stjórnin notar að-
stöðu sína til þess, að láta ýms
mál þessum lík, verða til fram-
dráttar sér og flokki sínum. Æf-
ir.lega á það að vera andstæð-
ingaflokkurinn, sem stendur bak
við hvað eina, sem Tíminn telur
svívirðilegt. Ef grunur fellur á
einhvern um atkvæðafölsun, er
það Sjálfstæðisflokkurinn, sem
því veldur. Þegar dr. Helgi Tóm-
asson fór heim til dómsmálaráð-
herra með sjúkdómstilkynningu
sína, átti það að vera pólitísk
morðtilraun af hendi Sjálfstæð-
ismanna, og það eins þótt vitan-
legt væri, að dr. Helgi hefði ekki
verið þeim flokki fylgjandi. Og
svona mætti lengi telja.
Mest er freistingin eðlilega til
allskonar óheiðarlegrar bardaga-
aðferðar, þegar kosningar eru í
aðsigi. Er því rétt í þessari rann-
sókn á drengskap stjórnarinnar
að athuga, hvernig hún hefir
staðizt þessa raun. Auðvitað ætti
það að vera óþarft eftir því, sem
á undan er farið, því að sá, sem
ekki stenzt litla raun, verður
varla að hetju, þegar meira reyn-
ir á. En til þess að fá myndina
af stjórnarfarinu sem gleggsta,
má þó líta á þetta með fáeinum
dæmum.
Kosningarnar, er fleyttu Fram-
sóknarflokknum upp 1 valdasess-
inn, gefa nóg dæmi. Áður hefir
verið minnst á loforðin. Þau eru
glöggt dæmi upp á stjómmála-
siðgæðið og vandfýsnina að með-
ulum. Góður drengur lofar ekki
nema því, sem hann að minnsta
kosti ætlar að efna, og sá, sem
vandur er að virðing sinni, spar-
ar helzt loforðin þangað til hann
hefir von og helzt vissa von um
að geta staðið við þau. En það
er nú eitthvað annað, en að nú-
verandi valdhafar láti þess hátt-
ar hugrenningar halda fyrir sér
vöku. Loforðunum var stráð á
báða bóga, hverjum lofað því,
sem vænta mátti, að gæti teygt
hann til fylgis, og allt þetta gert
án nokkurrar hugsunar um efnd-
ir, eins og hin langa skrá hér
að framan, yfir brigðmælgi
stjórnarinnar, sýnir svo glögg-
lega, að engin andmæli geta
komizt að.
En auk þessa almenna sið-