Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Page 60
..250
Stjórnarfarið.
[iStefnir
Borgarstjóri höfðaði náttúrlega
mál móti Gísla Guðmundssyni
ritstjóra, o g voru ummælin
dæmd dauð og ómerk, og: Gísli í
háa sekt. En í vörn málsins legg-
ur Gísli fram yfirlýsing um }jað,
.að dómsmálaráðherrann hafi f yr-
irskipað rannsókn á borgarsljóra
út af þessum jfrun, og verði þvi
að fresta málinu. Rjetturinn
hafði þetta að engu, og ekki hef-
ir enn orðið neitt úr þessari
rannsókn. Ef til vill hefir stjórn-
in ætlað að láta þessa rannsókn
hefjast fyrir kosningarnar í vor,
:ef henni hefði enzt máttur til.
Svona eru kosningaaðferðir
Framsóknar.
Þá er það dálaglegur vottur
•um stjórnarfarið, að líta á allt
Vbitlingafarganið, alla þessa hjörð
keyptra leigudáta, sem myndar
•nokkurskonar lífvörð um stjórn-
ina. Andstæðingar ofsóttir, gæð-
ingum launað og ístöðulausir
keyptir. Svo er nú komið, að
«engum dettur í hug, að menn fái
stöður eða sé yfirleitt trúað fyrir
neinu, eftir verðleikum eða hæfi-
leikum. Aðeins er litið á það,
hvemig afstaða manna sé til
;stjómarinnar. Þrælsótti er alinn
rannarsvegar, smjaður og skrið-
(dýrslegt flaður hinsvegar.
Drengskaparmælikvarðinn hef-
ir nú verið lagður á stjórnar-
far Framsóknar.
Geta menn verið í vafa um
svarið ?
3. RÉTTSÝNI STJÓRNARINN-
AR OG ÓHLUTDRÆGNI.
Það skal játað, að mjög hlýt-
ur oft að reyna á réttsýni og ó-
hlutdrægni ráðherranna. En ein-
mitt þess vegna er það svo mikil
lífsnauðsyn, að í þessar stöður
komi ekki aðrir en þeir, sem vilja
gera rétt, og eru sterkir og
hreinir í þeim vilja.
Tækifæri þau, sem ráðherra
hefir til hlutdrægni, eru svo
mörg og mikil, að einmitt þess
vegna verður að taka sérstak-
lega hart á öllu þess háttar, eins
og refsað er harðar fyrir brot, sem
sérstaklega er hætt við að fram-
kvæmd verði.
Brot þessi, sem hér getur ver-
ið um að ræða, mætti draga í
þrjá dilka:
1. Bein lögbrot.
2. Misbeiting valds, svo sem
ákæruvaldsins, afsetningarvalds
o. s. frv.
3. Hlutdrægni ýmiskonar.
1. Fyrsti flokkurinn er þeSS