Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Page 64
234
Stjórnarfarið.
[fitefnir
hefnast ó óvinum BÍnum, og noti
því þjóðina sjálfa fyrir böðul í
einkaviðskiftum BÍnum?
l>á er afsetningarvald ráðherr-
anna. Þetta vald er náttúrlega að
því leyti meinlausara en ákæru-
valdið, sem það er meinlausara
að elta mann úr embætti en frá
æru og mannorði. En það er h. u.
b. jafn góður mælikvarði á rétt-
læti og samvizkusemi 'ráðherr-
anna, og því ágætur prófsteinn
ó stjórnarfarið. Afsetning Stein-
dórs Gunnlaugssonar fyrir það, að
hann hafi lánað nafngreindum
manni peninga, afsetning síra
ólafs Stephensens fyrir það að
slá þrætublett (ekki fyrir það að
hirða heyið, því að til þess kom
ekki), afsetning dr. Helga Tóm-
assonar fyrir það, að koma heim
til ráðherra, og segja honum, að
hann væri hræddur um, að hann
væri lasinn, afsetning ráðskonu
og yfirhjúkrunarkonu á Vífils-
stöðum og ráðskonu á Laugar-
nesi, án nokkurra sannprófaðra
saka, og gegn skýlausum um-
mælum spítalalæknanna, o. s.
frv. Allt er þetta eða virðast vera
meiri og minni geðþóttaverk og
kenjauppátæki, sem ekki mega
eiga sér stað. Það, að segja upp
starfsmönnum, til þess eins, að
því er virðist, að koma flokks-
mönnum sínum að, eins og gert
var við áfengisútsölumar, er og
góður leiðarvísir um stjómarfar-
ið, og óþolandi, hvar sem menn
eru siðferðilega vakandi og á
verði um sómasamlegt stjórnar-
far. —
Dæmi þessi verða að nægja þó
að betur mætti til safna. Er þó
ónefnd með öllu ýmiskonar of-
sóknarkennd áreitni við ýmsa
menn, eins og t. d. lækninn á
Vífilsstöðum, sem ekki má láta
bömin sín sitja í bifreið hælis-
ins eða fá mjólk úr Vífilsstaða-
búinu, og allt þetta, að því er
virðist, fyrir það eitt, að hann
er bróðir Jóns heitins Magnús-
sonar.
Allt er þetta, sem betur fer,
mjög óvanalegt í voru frjálsa,
góða landi. Það er eins og mar-
tröð, sem vonandi er, að fólkið
forðist framvegis, eins og brennt
barn forðast eldinn.
3. Lang bezti prófsteinninn,
almennt talað, á næmleik stjóm-
ar fyrir réttlæti, sanngimi og ó-
hlutdrægni í athöfnum, er at-
hugun á því, hvemig hún beitur
veitingarvaldi SÍnu.
Þetta vald er stjórninni fengið
óskorað, og venjulega valda ew-
bættaveitingar ekki meiri óróa