Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Page 69
Stefnir]
Stjórnarfarið.
259
við allar þessar verzlanir ríkis-
ins. —
t>á dettur engum manni leng-
ur í hug, að við ríkisstofnanir,
svo sem ríkisprentsmiðju, skipa-
útgerð ríkisins, útvarpið o. fl.,
fái nokkurir aðrir menn starfa
eða stöðu en þeir, sem stjórnin
telur sína fylgismenn. Má vel
vera, að einhverjir prentarar,
sem enga trúnaðarstöðu hafa,
hafi fengið að vera kyrrir í Gut-
enberg, án rannsóknar á póli-
tískum skoðunum, en sé svo við
þessa eða aðra ríkisstofnun, þá
er það að eins sú undantekning,
sem regluna staðfestir.
Svo virðist, sem almenningi sé
ekki nógu ljóst, hve ljót sú spill-
ing er, sem lýsir sér í þessu. Hér
eru stofnanir, sem reistar eru
eða keyptar og reknar að öllu
fyrir almennings fé, og til starfa
fyrir það opinbera, þ. e. fyrir
alla jafnt. Allir landsmenn eiga
því þessar stofnanir jafnt, og all-
ir eiga sama rétt til þeirra Stjórn
landsins er svo fengið valdið yf-
ir þessum stofnunum, sem full-
komið trúnaðarstarf. — Er þá
hægt að hugsa sér lélegri dreng-
akap í leik, lítilfjörlegri opin-
bera ráðvendni en þá, að mis-
nota þennan trúnað, til þess að
Pota sjálfum sér áfram, kaupa
sjálfum sér fylgi og launa per-
sónulegan greiða.
Slíkt ætti að hafa í för með
sér þungan áfellisdóm allra
þeirra kjósanda, sem fyrir utan
forarsvaðið standa, svo að stjórn-
ir landsins leyfi sér ekki að halda
þessu áfram. Þetta er að réttum
skilningi ekkert annað en það,
að fé landsins er látið fjúka í
flokksþarfir, og jafnvel þó að
um þann bezta flokk væri að
ræða, þá er það gersamlega ó-
hafandi, að nota svo óráðvendn-
isleg meðul honum til framdrátt-
ar. Þarf á sínum tíma að birta
opinberlega skrá um bitlinga-
austur Framsóknarstjórnarinnar,
og mun þá flestum blöskra.
Því miður hefir misbrúkun'
stjórnarinnar á eignum ríkis-
sjóðs verið svo margháttuð, að
æra mætti óstöðugan að eltast
við allt það illþýði. En nefna má
dæmi, stór og smá.
Eitt af smáu dæmunum er t.
d. það, þegar dómsmálaráðherr-
ann lætur ríkisprentsmiðjuna
prenta eldhúsdagsræður ráðherr-
ans fyr en nokkrar aðrar ræður,
og lánar Tímanum letrið. Skyldi
hver og einn hafa getað fengið
það sama gert? — Auðvitað á
stjórnin ekki meiri snefil í rík-
isprentsmiðjunni en hver annar,
17*