Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Blaðsíða 91
Stefnir]
Fjármálin.
vegina, sem nú þurftu að fá að
njóta góðærisins til þess að
styrkja sjálfa sig, eftir hina
þungu en óhjákvæmilegu skött-
un 1924—25, og eftir krepputím-
ann 1926—27. Og nú var hátekj-
unum ekki varið til skulda-
greiðslu eins og 1924—25, held-
ur í ýmsa eyðslu og í aukningu
opinberra framkvæmda. Jafn-
framt hefir svo erlendu lánsfé
verið veitt inn í landið í hátekju-
árunum, og á þessari eyðslu á
opinberu fé og ofvexti opinberra
framkvæmda í samkeppni við at-
vinnuvegina, hefir hlaupið óeðli-
leg háspenna í atvinnulífið. Um
leið og háspennutímabilið endar,
er allt uppétið. Atvinnuvegirnir
lamaðir af sköttum og samkeppni
hins opinbera um vinnukraftinn.
Í'í'amkvæmdir ríkissjóðs stöðvást
á sama tíma og atvinnuvegirnir
verða að draga inn seglin, minnka
framkvæmdir og fækka fólki
Vegna hins lága verðs á afurðun-
Urn- Þá blasir við atvinnuleysið,
versta þjóðarböl nútímans.
Góð fjármálastjórn notar rík-
^sbúskapinn til þess að jafna
sveiflur atvinnulífsins. Hún fer
feldur hægar í opinberar fram-
kvsenujir í góðærinu, til þess að
hlaupa ekki um of í kapp við at-
281'
vinnuvegina um vinnukraftimv
þegar framleiðslan er arðvænleg-
og mikil eftirspurn eftir verka-
fólki til framleiðslustarfa. Hún.
safnar þá kröftum handa ríkis-
sjóði til erfiðu áranna, með því
að létta skuldabyrðina eða leggja
fé til hliðar. Þegar svo kreppir
að fyrir atvinnuvegunum, og þeir-
vilja fækka við sig fólkinu, þá
eykur hún verklegar framkvæmd-
ir hins opinbera og afstýrir þar-
með atvinnuleysi. Með þessu móti
notast vinnukraftur þjóðarinnar-
jafnast og bezt.
111 fjármálastjórn fer alveg-
öfugt að. Hún kann sér ekki hóf
um framkvæmdirnar í góðærinu,.
eyðir þá öllu því, sem ríkissjóði
aflast, og jafnvel þar fram yfir-
með lántökum. Svo stendur hún.
uppi úrræðalaus, þegar að krepp-
ir, stöðvar allar verklegar fram-
kvæmdir hins opinbera, einmitt
þegar hentugasti tíminn til þeirra
kemur. Eykur sveiflur atvinnu-
lífsins, í stað þess að jafna þær..
Framsóknarstjórninni hefir far-
ist 1 fjármálunum líkt og skip-
stjóra, sem siglir af sér allan reiða.
í hraðbyri, og lætur svo rekast.
úrræðalaust, þegar andstreyma
ber að.