Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Qupperneq 92
ÞINGROFIÐ
Sá, sem lesið hefir greina-
ílokkinn hér að framan, sem kall-
.aður er einu nafni „Stjórnar-
farið“, og hefir rannsakað það,
,sem þar er sagt, svo að hann hef-
ir gengið úr skugga um, að þar
er ekkert of sagt, — hann hlýt-
ur að hugsa sem svo: „Þessi
;stjórn getur engu bætt hér við.
Hennar mælir er alveg fullur“.
En stjórnin hefir nú bætt við.
Og hún hefir bætt svo við, að
menn mega gæta að sér, að láta
ækki hitt gleymast, og reynslu
fjögurra ára verða ónýta.
Hún hefir bætt svo við, að
.jafnvel þjóðskipulag okkar rið-
.aði við undir átökum þeirra, sem
létu réttláta reiði sína í ljós. Og
.aldrei munu merki þessa tiltæk-
is mást, né brotalöm sú verða
Jieil, sem á kom.
Þetta verk var þingrof stjórn-
arinnar með öllu, sem því var
samfara.
Saga máls þessa hefir verið
sögð, og flest um það ritað, sem
þörf er á.
Stefnir vill aðeins minnast á
það, úr því að hann lætur kosn-
ingarnar til sín taka, og draga
fram nokkur atriði, er máli
skifta.
1. Orsökin. Þingrof verður að
hafa mjög gildar ástæður. T. d.
er svo fyrir mælt í 76. gr. stjórn-
arskrárinnar, að rjúfa skuli þing
og efna til nýrra kosninga, ef
gerðar sé breytingar á stjórnar-
skránni sjálfri. Stjórnin getur og
rofið þing ámælislaust, ef meiri
hluti þings samþykkir eitthvert
stórvægilegt atriði, sem stjórnin
er andstæð. Stjórnin getur þá á-
frýjað því til þjóðarinnar með
þingrofi og nýjum kosningum.
En hér var engu slíku til að
dreifa. Eina stórmálið, sem hér
virtist ætla að ganga móti stjórn-
inni, var stjórnarskrárbreytingin-