Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Qupperneq 93
Stefnir]
Þingrofið.
283
En hún hlaut auðvitað að leiða
til þingrofs hvort sem er, sam-
iv. 76. gr. stj.skr.
Nei, stjórnin lýsir því yfir, að
hún rjúfi þing út af því einu, að
hún búist við að fá vantraust
þingsins og verði að fara frá!
Þessi ástæða er vitanlega full-
iomið þings- og þjóðar-hneyksli.
í fyrra vann stjórnin það sér
"til lífs, að eta ofan í sig allt,
hún hafði sagt og lagt til í
stærsta máli þingsins, fslands-
bankamálinu.
En nú hefir hún gert betur,
tví að eins og sýnt mun verða,
^výtur hún stjórnarskrána, geng-
Ur í berhögg við þingræðið,
hendir frá sér öllu starfi þings-
lns o. s. frv. til þess eins, að
lafa við völd eitthvað ofurlítið
lengur.
2. Þingrof — þingslit. Menn
^annast nú orðið vafalaust svo
vel við ákvæði 18. gr. stjórnar-
■^kr., um, að þingi megi ekki slíta
%r en fjárlög eru samþykkt, og
SVu 20. greinar um rétt konungs
^ bess að rjúfa þing, að hér
er engin þörf á að taka þau upp
er>n einu sinni.
f þingrofi felst það, að um-
°ð þingmanna falla niður frá
^eim degi, er þingrofið kemur til
ramkvæmda. Eftir það er ekkert
þing til, fyr en kosið hefir verið
að nýju, hvað sem við liggur.
Nú er svo ákveðið í 1. gr. stj.-
skr., að hér skuli vera þingbund-
ijn konungsstjórn, og því óleyfi-
legt, að hafa hér þinglausa kon-
ungsstjórn, þ. e. einveldi kon-
ungs og ráðherra. Þess vegna
tetti það að vera algerlega ófrá-
víkjanleg regla, að rjúfa þing
frá nsesta degi fyrir kosningar.
Að þetta hefir ekki verið gert
hér á landi, ber vott um þroska-
leysi, sem enginn hefir veitt
eftirtekt, af því, að engri stjórn
hefir áður dottið það í hug að
hindra með því þingstörf, og
engin neyð hefir steðjað að þess-
ar stundir, sem þinglaust hefir
verið.
En nú hefir þingrof verið not-
að til þess að reka þingmenn frá
öllum störfum. Og sú ráðstöfun
rekst alveg á 18. gr. stj.skr., sem
kveður skilyrðislaust svo að
orði, að þingi megi ekki slíta
fyr en fjárlög hafa verið af-
greidd.
Þingið má rjúfa hvenær sem
vill, þ. e. birta konungsboðskap
um þingrof, en sé það látið koma
til framkvæmda, og umboð þing-
knanna því af þeim tekin áður
én fjárlög eru samþykkt, er þp
skýlaust brot á stjórnarskránni.