Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Síða 14

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Síða 14
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 201414 Við erUm fámenn þjóð Sameining Kennaraháskólans og Háskóla Íslands Við sameiningu Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands var ákveðið að gerð yrði úttekt á því hvernig til hefði tekist að ákveðnum tíma liðnum og í janúar 2014 samþykkti háskólaráð að farið yrði í þá vinnu. Úttektin var með sérstaka áherslu á kennaramenntunina. Það var nokkuð gagnrýnt innan sviðsins þar sem kennara- menntunin er einungis hluti af þeirri menntun sem fram fer á Menntavísindasviði. Ég fagna þessari úttekt og tel að hún geti orðið okkur mikilvægur leiðarvísir næstu fjögur árin. Ég stýrði sjálfsmatsþætti þessarar úttektar og það gaf mér góða innsýn í þau viðhorf sem eru ríkjandi á öðrum sviðum Háskólans gagnvart Menntavísindasviði og þær væntingar sem fólk hafði til sameiningarinnar. Stofnanir hafa mismunandi menningu og hefðir og það er þekkt frá sameiningu stofnana erlendis að slíkt ferli getur tekið mörg ár. Skortur á skilningi á menningu, sjónarmiðum og vinnubrögðum getur tafið ferlið. Þegar stofnanir eru misstórar gætir þeirrar tilhneigingar að menning stærri stofnunarinnar nái yfirhöndinni og hætta er á að sú minni tapi sérkennum sínum. Árangursrík sameining stofnana felur í sér að sérkenni og styrkleikar beggja nái að halda sér og þannig verði til sterkari eining en áður. Þetta var einmitt eitt af meginmarkmiðum sameiningar Kennaraháskólans og Háskóla Íslands, þ.e. að efla háskólamenntun á Íslandi og skapa sterkari heild sem er byggð á sérstöðu og samhæfingu beggja stofnana. Sameiningin við Háskóla Íslands er ekki eina sameiningin sem ég hef tekið þátt í. Ég hef áður minnst á sameiningu Fósturskólans, Íþróttakennaraskólans, Þroska- þjálfaskólans og Kennaraháskólans. Kennaraháskólinn var stærsta einingin. Viðhorfin gagnvart minni skólunum voru sumpart áþekk þeim sem ég finn nú gagnvart Mennta- vísindasviði. Við sem komum úr minni skólunum áttum að ganga inn í það sem fyrir var í gamla Kennaraháskólanum og það var ekki alltaf mikil virðing borin fyrir því sem við höfðum fram að færa. Af fenginni reynslu tveggja sameininga hef ég séð að mannlegi þátturinn er gífur- lega þýðingarmikill. Breytingar hafa í för með sér óöryggi og fólk bregst misjafnlega við. Sumir leggja þannig kapp á að verja sitt og sýna fram á mikilvægi þess sem þeir standa fyrir en hafa minni áhuga á að kynna sér það sem aðrir eru að fást við og læra af því. Því má gera ráð fyrir að samstarf og virðing í nýrri sameinaðri stofnun þurfi tíma til að þróast. Menntavísindasvið er nýtt svið innan Háskóla Íslands og við erum ekki staðsett á háskólasvæðinu. Á Menntavísindasviði erum við auk þess með starfs- menntun sem gjarnan nýtur minni virðingar í háskólasamfélaginu en önnur menntun. Við þurfum því að vera ötul við að halda á lofti sérfræðiþekkingu okkar og kynna það sem við stöndum fyrir.Við getum ekki ætlast til þess að þeir sem starfa á öðrum svið- um viti af því ef við komum því ekki á framfæri. Sérstaða Menntavísindasviðs Meginstyrkur Menntavísindasviðs hefur verið afbragðs kennsla. Þann styrkleika kemur sviðið með inn í Háskóla Íslands. Kennarar hafa lagt metnað í að þróa fjöl- breytta kennsluhætti og fjarnám og sveigjanlegt nám af ýmsu tagi hefur verið lengi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.