Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Síða 121

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Síða 121
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 121 jóhanna Karlsdóttir hlutverks kennara gagnvart nemendum hvað aukna þátttöku þeirra og ábyrgð á eigin námi varðar. Kaflann Skólamenning og skólaþróun í ljósi nýrrar Aðalnámskrár grunnskóla eftir Ólaf H. Jóhannsson tengi ég líka forystu í skólaþróun þó svo að þar sé einnig fjallað um fagmennsku starfsmanna almennt. Í kaflanum kemur vel fram hvernig standa má að breytingum og skólaþróun sem byggist á menningu hvers skóla. Athyglisvert er hve ríkjandi viðhorf og gildi eru mikilvæg þegar skólamenning er skoðuð og henni lýst (bls. 155–156). Hið sama gildir um skoðun Ólafs á áherslum Aðalnámskrár sem kveða á um mótun og þróun skólamenningar sem styður skólaþróun og er því í anda sam- vinnu og samvirkrar fagmennsku sem Trausti Þorsteinsson (2003) fjallar um (sjá bls. 167). Kafli Rúnars Sigþórssonar um sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla er settur hér undir umfjöllun um forystu. Í honum fjallar Rúnar um rannsókn sína á opinber- um stefnuskjölum um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla, eftir að hún var færð yfir til sveitarfélaga fyrir 15 árum. Umfjöllun Rúnars er ýtarleg og upplýsandi þar sem hann gerir meðal annars grein fyrir mikilvægum forsendum sér- fræðiþjónustu skóla. Áhugavert er að lesa um það sem Rúnar kallar menntandi skóla- starf og um sérfræðiþjónustu sem stuðning við starf. Niðurstöður rannsóknarinnar eru sérlega athyglisverðar fyrir alla aðila skólasamfélagsins, ekki síður þá sem marka stefnuna en þá sem eiga að fylgja henni. Fagmennska Tveir kaflar fjalla beint um fagmennsku kennara. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar um hlutverk og fagmennsku kennara í stefnu sveitarfélaga út frá rannsókn sem hann gerði á stefnuskjölum þeirra á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ingólf- ur Ásgeir greindi orðræðu þessara skjala um kröfur til kennara í leik-, grunn-, og framhaldsskólum. Ingólfur Ásgeir er eini höfundurinn sem skrifar út frá samstarfi við Trausta, en það var í námskeiði við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hann mátar niðurstöður sínar við viðfangsefni stúdenta og skrif Trausta um fagmennsku kennara. Niðurstöður þeirrar vinnu eru mjög áhugaverðar, meðal annars í ljósi þró- unar kennarastarfsins frá einyrkjastarfi til samstarfs og samvirkni við aðra starfsmenn skóla (sjá bls. 143–145). Að verðskulda traust. Um siðferðilegan grunn fagmennsku og starf kennara er heiti kafla sem Sigurður Kristinsson skrifar. Hann útskýrir nákvæmlega og með skýrum og góð- um dæmum hvað átt er við með hugtakinu fagmennska, bæði í víðum og þröngum skilningi (bls. 238–243). Einnig skilgreinir hann hugtakið fagmennska ýtarlega út frá þríþættri skuldbindingu, sem er kunnátta, færni og alúð. Áhugaverð er umfjöllun um fagmennsku kennara þar sem gengið er út frá þremur þróunarstigum Hargreaves sem Trausti fjallaði um í títtnefndum kafla árið 2003. Þar geta kennarar mátað sig við þrenns konar fagmennsku og skoðað hvað á best við um þá, til dæmis við mótun og þróun eigin fagmennsku og starfskenningar. Kafli Sigurðar er einnig gott viðfangsefni fyrir lærdómssamfélag skóla við skólaþróun og mótun skólamenningar og stefnu skóla. Þetta er afar mikilvægt umfjöllunarefni þar sem stutt er síðan kennarar fóru
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.