Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Qupperneq 122

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Qupperneq 122
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014122 Um fagmennsKU í sKólastarfi að tala um og líta á sig sem fagmenn. Segja má að þeir hafi bókstaflega hrokkið í kút þegar fyrst var farið að tengja starf þeirra við fagmennsku. Ég tel að margir kennarar glími enn við það að skilgreina sig sem fagmenn og þá hvernig fagmenn þeir eru. Um- fjöllun Sigurðar er holl lesning fyrir þá og líka aðra sem eiga erfitt með að skilja hvað felst í fagmennsku kennarastarfsins. Honum tekst sérlega vel að útskýra hvað felst í hugtakinu fagmennska og hvernig það snýr að kennarastarfinu. Kaflinn tengist mjög vel skrifum Trausta um fagmennsku kennara tíu árum áður en þessi bók kom út og í raun er gengið út frá þeim. Nemendur Þrír kaflar í ritinu eru helgaðir nemendum sérstaklega. Guðmundur Heiðar Frímanns- son skrifar um raddir nemenda og lýðræði í skólastarfi. Hann skilgreinir í upphafi kaflans hvað átt er við þegar talað er um raddir nemenda og raunveruleg áhrif þeirra á skólastarf. Hann tekur fyrir nokkur hugtök tengd lýðræði sem tilheyra ekki, enn sem komið er, daglegri orðræðu í skólasamfélaginu, til dæmis ígrundað lýðræði, frjáls- lynt lýðræði, rökræðulýðræði og borgaramenntun (bls. 99–100). Í síðasta hluta kafl- ans setur hann fram tillögur um hvernig búa megi nemendur undir virka þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi þar sem leitast er við að þeir „læri til lýðræðis með því að læra um lýðræði í lýðræði“ (Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2012, bls. 19) og telur hann rökræðulýðræði heppilega leið til þess (bls. 107). Í kaflanum Maður er manns gaman fjallar Sigrún Sveinbjörnsdóttir um samvinnu nemenda út frá samvinnunámi og gildi þess í skólastarfi. Einnig fjallar hún um viðhorf foreldra og kennara til þessa kennsluforms eins og hún nefnir það. Ég tel umfjöllun um samvinnunám afar brýna í skólamálaumræðu og þróun skólastarfs í dag, til dæmis í ljósi félagslegrar áherslu þess og samvinnu nemenda. Í kaflanum eru rakin á greinar- góðan hátt tengsl samvinnunáms við fræði, sögu og þróun kennsluaðferðarinnar svo og sérlega athyglisverðar niðurstöður rannsókna á samvinnunámi og samanburði þess við aðrar kennsluaðferðir þar sem í ljós kom að það skilaði nemendum betri árangri en aðrar aðferðir (sjá bls. 220 og 230). Einnig er umfjöllunin um viðhorf kennara og foreldra mjög áhugaverð, en þar er komið inn á breyttar áherslur í skólastarfi í kjölfar laga um grunnskóla 1974 og aukin réttindi allra nemenda með tilkomu þeirra. Sigrún stillir skemmtilega upp muninum á samvinnunámi í skólum og aðferðum sem byggðust á einstaklingsvinnu og samkeppni (bls. 223). Þótt ekki komi fram gagnrýni á samvinnunám í kaflanum á hann sannarlega erindi í umræðu um samvinnu kennara og skólastjórnenda í lærdómssamfélagi nútíma skóla og skólaþróun með hagsmuni nemenda og árangur að leiðarljósi. Viðfangsefni Þóru Bjarkar Jónsdóttur og Rúnars Sigþórssonar er þátttaka og áhrif nemenda í skólastarfi. Þau ganga út frá hugtakinu rödd nemenda þar sem um raun- verulegt samstarf þeirra við fullorðna er að ræða hvað varðar ákvarðanir um skóla- starf. Kaflinn er vel upp byggður; hann hefst á fræðilegri umfjöllun um nemendaþátt- töku og greiningu á henni sem er holl lesning fyrir alla sem að námi og kennslu koma. Greint er frá nýrri íslenskri rannsókn á starfsháttum í grunnskólum þar sem meðal markmiða var að gefa mynd af námi nemenda og þátttöku þeirra í ákvörðunum um
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.