Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Qupperneq 126

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Qupperneq 126
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014126 fötlUn og menning Eríkur Þorláksson og Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir. Höfundar hafa orðræðu fötlunarfræða að leiðarljósi, hver á sinn hátt út frá sinni fræðigrein. Greinarnar spanna, auk fötlunarfræða, menntunarfræði, sagnfræði, bókmennta- fræði, safnafræði og listasögu. Í fyrri hluta bókarinnar er fjallað um það hvernig fötl- un birtist í munnmælum og sögnum frá fyrri öldum, allt frá goðsögnum, og af því dregnar ályktanir um viðhorf til fötlunar á þeim tímum. Gerð er grein fyrir ýmsum birtingarmyndum fötlunar, hvernig fatlað fólk var haft til sýnis, gert að furðuverum, og það ýkt sem greindi það frá því sem þótti eðlilegt. Tveir kaflar bókarinnar fjalla um barnabókmenntir og ævintýri ætluð börnum. Í flestum þeirra bókmennta sem teknar eru til umfjöllunar er litið á fötlun sem galla sem þarf að lækna eða laga, sem makleg málagjöld eða hún er tengd persónueinkennum sögupersóna, svo sem góðmennsku eða illsku, sem koma fötlun ekkert við. Með þessum hætti er viðhaldið gömlum hug- myndum um fötlun sem í raun gefa enga raunhæfa mynd af fötlun eða því hvernig það er að vera fatlaður. Í síðari hluta bókarinnar er fjallað um það hvernig fötlun birtist í menningu samtímans. Meðal annars er gerð grein fyrir listsköpun fatlaðs fólks bæði á Íslandi og erlendis. Ein birtingarmynd menningar er ljósmyndir, myndlist og listgjörningar þar sem myndefnið er fötlun í einhverri mynd eða listamennirnir eru fatlaðir. Hin svokallaða utangarðslist þar sem listamenn vinna að listsköpun sem gengur á skjön við hið akademíska form hefur vakið aukna athygli á síðustu árum. Höfundar þessara kafla lýsa því allir hvernig fatlað fólk hefur birst í listum sem vanmáttugt og aumkunarvert en benda jafnframt á hvernig umfjöllun um listsköpun fatlaðs fólks getur stuðlað að jafnrétti og virðingu fyrir margbreytileika í samfélaginu. Sagan í öðru ljósi Í umfjöllun bókarinnar um goðafræði, miðaldir, þjóðsögur og ævintýri, kemur fram að margir telja að miðaldamenn hafi litið á fötlun sem refsingu guða fyrir drýgðar syndir. Kristin trú og kirkja leit á skerðingar og sjúkdóma út frá hlutverki Krists sem kraftaverkalæknanda. Litið var svo á að fötlun og sjúkdómar væru tilefni til afreka og lækninga, mein sem þyrfti að laga. Hins vegar er bent á að guðir ásatrúarmanna hafi ekki endilega endurspeglað skoðanir manna. Margir þessara guða voru fatlaðir og litið var á það sem tákn um sérstakan mátt þeirra. Þannig hafi sérstaða þeirra og hlutverk orðið ljósara; hæfileikinn hafi skapast út frá þeim líkamshluta sem vant- aði. Þannig hafi orðið til tengsl milli skerðingar og ofurhæfileika. Fötlun varð þannig ásunum til framdráttar en háði þeim ekki. Enginn hörgull er á sjúkdómslýsingum í sögnum miðalda sem eiga við bæði um líkamlegar skerðingar og andlegar. Orð sem þykja mjög niðrandi nú á tímum voru títt notuð, svo sem afglapi og fífl. Gott dæmi um slíka orðanotkun er sögnin um Ingjalds- fíflið í Gísla sögu Súrsonar sem grunnskólabörn hafa lesið áratugum saman. Ingjalds- fíflinu er lýst sem hinum mesta afglapa, kallaður fífl og bundinn við raufarstein eins og segir í sögunni. En í sögum frá þessum tíma var einnig getið eftirsóknarverðra eiginleika sem fatlað fólk var talið hafa, eins og að blindir menn voru skáldmæltir og sagt er frá afrekum fornmanna sem þrátt fyrir líkamlegar skerðingar voru hreysti- menni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.