Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Síða 38

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Síða 38
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 201338 tÓnmenntakennsla í íslenskUm grUnnskÓlUm námsgreinarinnar í skólum og fyrir samhengi hennar við aðrar greinar. Tónmennt flokkast með list- og verkgreinum sem nú er fjallað um sem eina heild í nýrri Aðal- námskrá (Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2013) með stuttum kafla um hverja námsgrein. Innsýn í starf og kennsluhætti tónmenntakennara er mikilvæg fyrir stefnu- mótun á sviði listmenntunar í grunnskólum en þó sérstaklega hvað varðar þjálfun til- vonandi tónmenntakennara og símenntun þeirra. Tónmenntakennsla á Íslandi Fyrri rannsóknir sýna að þó tónmennt sé ekki kennd í öllum grunnskólum eru þeir skólar í meirihluta sem hafa tónmenntakennara og kenna einhverjum árgöngum tón- mennt. Mismunandi er þó hversu margir árgangar fá tónmenntakennslu í hverjum skóla (Helga Rut Guðmundsdóttir, 2008). Hér á landi er reglan yfirleitt sú að yngstu bekkirnir ganga fyrir en þeir elstu fá síður kennslu í tónmennt. Það er athyglisvert í ljósi þess að í nágrannalöndunum er þessu gjarnan öfugt farið. Í Bretlandi er algengt að yngstu árgangar grunnskólans fái kennslu í tónmennt hjá bekkjarkennara sínum (Mills, 2005) og það sama á við á Norðurlöndunum (sjá m.a. Olsen og Hovdenak, 2007). Það er þó ekki alls staðar þannig að einungis eldri börn á grunnskólaaldri hafi faglærðan kennara í tónmennt. Í Bandaríkjunum er þessu háttað með ýmsu móti eftir því hvaða skólar eiga í hlut, en þar sem tónmennt í skólum er með besta móti fá allir árgangar upp í 12. bekk tónmenntakennslu hjá sérfræðingi í tónmennt (Straub, 2000). Tónlistariðkun í formi söngs hefur lengi verið þáttur í almennri menntun barna hér á landi. Kennsla í tónmennt jókst jafnt og þétt eftir að námsgreinin var sett í Aðal- námskrá árið 1976 en á árunum 1981−2005 fór hlutfall skóla sem kenndu tónmennt úr tæpum 60% í rúm 80% (Helga Rut Guðmundsdóttir, 2008). Ætíð virðist þó ríkja óvissa um stöðu og framtíð þessarar námsgreinar í íslenskum skólum (Helga Rut Guðmunds- dóttir, 2008; Kristín Valsdóttir, 2009). Samkvæmt tónmenntakennurunum sjálfum eru helstu ógnir sem steðja að námsgreininni skortur á hæfum kennurum sem vilja starfa á þessum vettvangi en einnig ófullnægjandi kjör og vinnuaðstaða (Helga Rut Guð- mundsdóttir, 2008; Kristín Valsdóttir, 2009). Fátt bendir til þess að of fáir tónmennta- kennarar hafi verið útskrifaðir á undanförnum árum en margir virðast leita á önnur mið en í kennslu (Starfshópur um samhæft tónlistaruppeldi í grunnskólum, 2003). Álag á tónmenntakennara Samkvæmt tölum frá Bandaríkjunum hætta um 30−50% tónmenntakennara (fer eftir landsvæðum) kennslu á fyrstu þremur árunum eftir útskrift (Hill og Willie, 2003) en um 20−30% útskrifaðra fara ekki til starfa við kennslu (Madsen og Hancock, 2002). Sambærilegar upplýsingar eru ekki aðgengilegar hér á landi en það er þó ljóst að skortur á tónmenntakennurum er þekkt alþjóðlegt vandamál. Það veldur áhyggjum þegar reyndir tónmenntakennarar ljúka starfsævi sinni og ekki tekst að ráða nýja í þeirra stað. Reynslan hér á landi og annars staðar sýnir að þegar slíkt gerist er hætta á því að námsgreinin tónmennt víki fyrir öðrum námsgreinum í stundatöflu viðkom- andi skóla (Bergee og Demorest, 2003).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.