Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Síða 41

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Síða 41
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 41 Helga rUt gUðmUndsdÓttir Í grein um útbreiðslu tónmenntakennslu í íslenskum skólum var stuttlega gerð grein fyrir spurningalistakönnun sem nítján tónmenntakennarar svöruðu, en þar komu aðeins fram staðreyndaupplýsingar er lutu að starfsaðstæðum og starfsaldri. Ekki voru tekin viðtöl við tónmenntakennarana eða þeir heimsóttir (Helga Rut Guð- mundsdóttir, 2008). Í viðtalsrannsókn Kristínar Valsdóttur, með níu tónmenntakenn- urum sem höfðu reynst farsælir í starfi, kom fram að þeir fóru ólíkar leiðir til þess að ná markmiðum aðalnámskrár í tónmennt (Kristín Valsdóttir, 2009). Þessum tón- menntakennurum hafði tekist að nálgast viðfangsefni sitt með sínum eigin hætti og í raun mótað stefnu og aðferðir sem hentuðu bæði þeim sjálfum og umhverfinu þar sem þeir störfuðu. En hvernig skyldu venjulegir íslenskir tónmenntakennarar vera, þeir sem ekki hafa endilega orð á sér fyrir að vera farsælir eða framúrskarandi? Afar fáar rannsóknir hafa verið gerðar á námsgreininni tónmennt á Íslandi og því er brýnt að afla meiri upplýsinga um fyrirkomulag og kennsluhætti. Tilgangurinn með þeirri rannsókn sem nú verður greint frá var að finna þversnið íslenskra tónmenntakennara og grennslast fyrir um dæmigerðar aðstæður og venjur í tónmenntakennslu. aÐfErÐ Þátttakendur Menntunarlegum bakgrunni tónmenntakennaranna tólf má lýsa þannig að fjórir voru með tónmenntakennarapróf frá KHÍ1, þrír með tónmenntakennarapróf frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík2, tveir með tónlistarnám auk kennararéttinda og þrír með sér- hæft tónlistarnám án kennararéttinda. Kennslureynsla þeirra var á bilinu 1−33 ár og meðalkennslureynsla hópsins rúm fimmtán ár. Meirihlutinn, eða átta talsins, hafði kennt tónmennt í tíu ár eða lengur. Kynjahlutfallið var sjö karlar á móti fimm konum. Gagnasöfnun Úrtakið fyrir þessa rannsókn var valið með því að draga sextán skóla af handahófi úr lista yfir alla starfandi grunnskóla á landinu. Af þeim höfðu tólf skólar tónmennta- kennara. Allir tónmenntakennararnir voru heimsóttir, fylgst með kennslu þeirra og tekin viðtöl. Grennslast var fyrir um starfssvið viðmælenda, viðhorf þeirra til fags- ins og áherslur í kennslu. Hér verður greint frá niðurstöðum þessara heimsókna og viðtala. Af tónmenntakennurunum tólf voru sex starfandi við hverfisgrunnskóla í Reykjavík, tveir við grunnskóla í þéttbýli á höfuðborgarsvæðinu, einn við grunnskóla í þéttbýli utan höfuðborgarsvæðisins, einn við lítinn skóla í dreifbýli, einn við einka- skóla á Reykjavíkursvæðinu og einn við skóla fyrir börn með sérþarfir. Af skólunum fjórum sem ekki kenndu tónmennt voru tveir í Reykjavík og tveir í dreifbýli. Til grundvallar viðtölunum var lagður fram blandaður spurningalisti með lokuðum og hálf-opnum spurningum. Lokuðu spurningarnar höfðu þann tilgang að fá fram sams konar upplýsingar um tiltekin atriði frá öllum viðmælendum. Hálfopnu spurningarnar gerðu viðmælendum kleift að koma á framfæri upplýsingum eða skoð- unum sem þeim fannst skipta máli í tengslum við efni spurninganna. Þetta var gert til þess að missa ekki af mikilvægum upplýsingum um efnið, sem ef til vill ættu einungis
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.