Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 45

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 45
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 45 Helga rUt gUðmUndsdÓttir hefðbundinn hátt með borðum og stólum en hinn helmingurinn hafði autt pláss á gólfinu sem gaf möguleika á hreyfingu. Í þeim aðstæðum þar sem borð og stólar fylltu upp í gólfplássið sögðust kennarar stundum ýta borðum til hliðar eða fara á nærliggj- andi auð svæði ef þörf krefði. Hins vegar benda borð og stólar í tónmenntastofu til þess að hreyfing og vinna án borða og stóla sé undantekning fremur en regla. Þeir tón- menntakennarar sem höfðu autt gólf í tónmenntastofunni litu á það sem nauðsynleg kennsluskilyrði. Þessir kennarar voru þeir sömu og notuðu oftar orð eins og virkni, þátttaka, upplifun, hreyfing, hljóðfæravinna og samspil þegar þeir lýstu áherslum sínum í kennslu. Sum þessara orða komu einnig fyrir hjá hinum kennurunum en í minna mæli. Hins vegar komu orðin verkefni, hlustun og söngur/söngvar oftar fyrir hjá kennurum sem voru með borð og stóla í stofunum þegar þeir ræddu um kennslu sína. Samþætting Nokkuð var um það að viðmælendurnir tækju þátt í samþættingu tónmennta við aðrar námsgreinar, en það er þó ekki algengt vinnulag eftir því sem komist verður næst. Flestir sögðust jákvæðir gagnvart hugmyndum um samþættingu og nokkrir höfðu reynt að eiga frumkvæði að slíkri samvinnu við aðra kennara, en án árang- urs. Fimm viðmælendur höfðu reynslu af samþættingu og má segja að þeir hafi lýst nokkrum ólíkum leiðum til samþættingar. Einn sagði að í litlum skóla, þar sem tón- menntakennarinn kennir margar námsgreinar, kæmist hann ekki hjá því að blanda námsgreinunum saman, t.d. með því að syngja í tengslum við tungumálakennslu og annað í þeim dúr. Tveir lýstu samstarfi við aðra kennara með þeim hætti að tónmenntakennarinn væri beðinn um aðstoð við ákveðið verkefni eða þemavinnu en þá væri hann aðeins kallaður til á seinni stigum en ekki boðið að vera með í undirbúningi frá upphafi. Aðrir tveir tónmenntakennarar, sem vinna mikið með söngleiki, sögðust eiga frumkvæði að því að fá bekkjakennara til aðstoðar og samstarfs við æfingar og uppsetningu söngleikjanna. Framkvæmd samþættingar var því með ýmsu sniði og hugmyndir tónmenntakennara um æskilegar leiðir voru ólíkar, þó flestir tækju vel í hugmyndir um samþættingu og segðust vilja láta reyna meira á slíka vinnu. En þó að einn tónmenntakennari væri sáttur við það að láta „hnippa í sig“ þegar átti að syngja, t.d. í tengslum við landafræðiþema, þá voru aðrir á því að slíkt væri ekki tilgangurinn með samþættingu tónmennta við aðrar námsgreinar. Einn viðmælandi lagði áherslu á mikilvægi þess að tónmennt og aðrar námsgreinar sem kenndar eru með samþætt- ingu haldi vægi sínu en ein grein verði ekki að „hækju“ fyrir aðrar námsgreinar. Þessar vangaveltur eru í samræmi við ábendingar fræðimanna um það að verk- og listgreinar − og ekki síst tónmennt − eigi á hættu að verða misnotaðar til stuðnings námi í öðrum námsgreinum, ef ekki er jafnframt gætt að markmiðum þessara námsgreina til jafns við aðrar greinar (Snyder, 2001).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.