Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Side 69

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Side 69
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 69 Berglind rÓs magnÚsdÓttir sér fyrst og fremst að markaðsvænum þáttum (Sewall, 2005) og markaðsvænum náms- greinum (Shannon, 2007), eins og stærðfræði og móðurmáli; þáttum sem er prófað úr með samræmdum hætti, efni sem allir nemendur þurfa að læra, og sem er líklegt að kennarar og foreldrar hafi mestar áhyggjur af varðandi árangur og samkeppnishæfni. Þetta kristallast í námsbókaútgáfu hérlendis á framhaldsskólastiginu, sem hefur þurft að treysta á fyrirtæki og val þeirra á arðbærum verkefnum og svo útgáfur frá ein- stökum kennurum. Margar útgáfur er að finna af stærðfræði- og íslenskuefni. Mikill skortur er hins vegar á námsefni í fámennum greinum eins og myndlist eða gullsmíði (Erling Ragnar Erlingsson, 2012), íslensku sem erlendu máli og sérkennslu. Lítið er til af þverfaglegu efni. Skólavefurinn, sem er stærsti einkaaðilinn sem gefur út námsefni fyrir grunnskólastigið, hefur aðallega einbeitt sér að stærðfræði og íslensku. Erling Ragnar Erlingsson (2012) heldur því fram að þeir fjármunir sem fara í náms- efnisútgáfu á framhaldsskólastigi skili sér lítt til þeirra sem semja námsefnið eða gefa það út en fari í meiri mæli til verslunareigenda en áður. Þó að framhaldsskólanemum hafi fjölgað hefur sala námsefnis dregist saman frá árinu 2001. Bókakaup eru hins vegar eftir sem áður stór útgjaldaliður fyrir foreldra framhaldsskólanemenda. Lítil endurnýjun er á bókum og ef til endurnýjunar kemur er erfitt að fá nemendur til að kaupa þær vegna skiptibókamarkaða sem selja áfram gömlu bækurnar. Ætla má að svipað ástand væri á grunnskólastiginu ef ekki hefði verið lagarammi um ábyrgð og skyldur gagnvart öllum sviðum grunnskólans og fjármagn til að fylgja því eftir. Námsgagnageirinn fyrir framhaldsskólana, óháður ríki og „frumskógi regluveldis“, hefur samt sem áður ekki sjálfkrafa skilað af sér fjölbreytni í námsefni eða í öllum til- fellum vali fyrir neytendur eins og gert er ráð fyrir í orðræðu nýfrjálshyggjunnar. Sérstök ákvæði um skyldur útgefenda, stefnumótun, eftirlit og rannsóknir á náms- efni ná einungis til Námsgagnastofnunar en þau hafa þó rýrnað frá fyrri lögum þar sem sérákvæði um Námsgagnastofnun er varða fagmennsku og lýðræði í stefnumótun og námsefnisgerð eru rýrari en áður. Þegar rýnt er í stefnu Námsgagnastofnunar frá 2007 til 2011 virðist orðræða nýfrjálshyggjunnar ráðandi en pólitísk stefnumótun og rannsóknir jaðarsett. Þó að Námsgagnastofnun sé í eigu ríkisins þá markast orðræðan í stefnuplaggi stjórnar stofnunarinnar af stjórnunar- og neytendavæðingu þar sem pólitísk álitamál eru sett í tæknilegan farveg. Í stefnunni er orðræða um útkomumiðað árangursmat og neytendalýðræði ríkjandi. Í leiðum að markmiðum er fjallað um mikil- vægi þess að tryggja aðkomu „fagaðila skólakerfisins“ en val á þeim er ekki þáttur í pólitískri stefnumótun. Með nýjum námskrám sem eru opnari en þær eldri hvað inntak varðar er ljóst að námsgagnastofnanir og -fyrirtæki ráða enn meiru en áður um það hvaða þekking og hverra fær vægi í námsgögnum. Því má spyrja sig hvort opin, lýðræðisleg og mennta- pólitísk stefnumótun námsgagnastofnana og -fyrirtækja sé ekki enn mikilvægari en áður, ekki síst í menntakerfi þar sem námsefni mótar jafn mikið kennsluhætti og áherslur og hér á landi (Hafsteinn Karlsson, 2009; Rannsóknarhópur um starfshætti í grunnskólum, 2011; Rúnar Sigþórsson, 2013). Ljóst er að ýmis álitamál í starfsemi Námsgagnastofnunar eru ekki bundin við þær breytingar sem hafa orðið á lagaumhverfi hennar heldur stafa af smæð samfélags- ins, langvarandi fjárskorti (Eyrún María Rúnarsdóttir og Sigrún Aðalbjarnardóttir,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.