Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 113

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 113
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 113 gísli Þorsteinsson og BrynJar Ólafsson hugmyndafræði uppeldismiðaðra handmennta og kennslufyrirkomulagi Mikkelsens. Við komuna til landsins kynnti Jón hugmyndafræði uppeldismiðaðra handmennta fyrir íslensku menntafólki. Hann fékk Hið íslenska kennarafélag til að beita sér fyrir því að uppeldismiðaðar handmenntir yrðu þáttur í íslenskri alþýðumenntun í þeirri trú að hinn menntandi kraftur þeirra yrði þjóðinni til gæfu (Jón Þórarinsson, 1891). Í fyrirlestri sínum um skólaiðnað (slöjd) sem Jón hélt á vegum félagsins haustið 1890 sagðist hann hafa „komizt til óbifanlegrar sannfæringar um það, að í slíkri handvinnu felist það menntunarafl fyrir unglinga, hvert svo sem leiðir þeirra liggja seinna meir í lífinu, sem skólarnir eigi ekki að láta ónotað“ (Jón Þórarinsson, 1891). Ötul barátta Jóns Þórarinssonar og stuðningsmanna hans á Alþingi, sem og utan þess, leiddi síðan til upphafs kennaramenntunar á Íslandi þegar hann hóf að kenna verðandi barnakennurum árið 1892. Óvíst er að kennsla í uppeldismiðuðum handmenntum hefði hafist á þessu skeiði íslenskrar alþýðumenntunar ef upphaf kennaramenntunar hefði verið í höndum annarra en Jóns Þórarinssonar og sam- starfsmanna hans. Á sama hátt var Cygnæus helsti áhrifavaldur við upphaf kennara- menntunar í Finnlandi og var það fyrir tilstuðlan hans að uppeldismiðaðar hand- menntir fengu veglegan sess í finnskri alþýðumenntun. Hliðstæð þróun átti sér stað í Svíþjóð og Danmörku þar sem menntun kennara var lykillinn að útbreiðslu hinna uppeldismiðuðu handmennta. Á þessum tíma var erfitt fyrir íslensku þjóðina og ráðamenn hennar að skilja gildi verklegrar vinnu fyrir uppeldi barna á forsendum hugmyndafræði hinna uppeldis- miðuðu handmennta. Kemur þetta meðal annars fram í umræðu þingmanna á Al- þingi um upphaf kennaramenntunar. Þar komu fram mismunandi skoðanir á megin- áherslum kennslunnar. Til dæmis fullyrti Benedikt Sveinsson, þingmaður á Alþingi 1891, að sameina mætti hugmyndir um skólaiðnað (uppeldismiðað handverk) og heimilisiðnað. Hann virtist álíta að uppeldismiðað handverk gæti allt eins átt við handverk eins og það hafði verið og var stundað í íslenska sveitasamfélaginu (Bene- dikt Sveinsson, 1891). Aðrir vildu nýta uppeldismiðað handverk til að lífga aftur við þjóðlega iðn með því að kenna handverk í skólum. Sumir fullyrtu að flest væri gagn- legra í skólamálum landsmanna en skólaiðnaður (Árni Jónsson, 1891; Ólafur Briem, 1891). Í umræðu um skólaiðnað á Alþingi lýsti Jón Þórarinsson furðu sinni á fáfræði og skilningsleysi þingmanna. Má þannig segja að hann hafi verið á undan sinni sam- tíð þar sem hann skildi uppeldislegt gildi verklegrar kennslu fyrir alþýðumenntun. Íslensk blöð gerðu skil mismunandi skoðunum á hugmyndastraumum er tengdust viðhorfum til handverks í samfélaginu og hlutverki þess. Þessi umfjöllun tengdist oftast hugmyndum um heimilisiðnað, handavinnukennslu barna í skólum og upp- byggingu iðnaðar. Í Skólablaðinu veturinn 1908 segir til dæmis að beinasti vegurinn til að endurreisa heimilisiðnaðinn sé að kenna hann öllum unglingum í barnaskólum (Heimilisiðnaður, 1908). Að upphafi kennaramenntunar á Íslandi í uppeldismiðuðum handmenntum komu einstaklingar með misjafnan menntunarbakgrunn, líkt og sjá má í töflu (bls. 114). Jón Þórarinsson var brautryðjandinn og studdist við hugmyndir danska skólaslöjdsins, bæði á kennaranámskeiðunum og í kennaradeildinni í Flensborg. Viðleitni hans til að koma á fót kennslu í uppeldismiðuðum handmenntum var að lokum studd af Alþingi þó að Alþingi hefði ekki samþykkt upphaflegar tillögur um stofnun skóla í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.