Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 115

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 115
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 115 gísli Þorsteinsson og BrynJar Ólafsson Áhrif skóla Salomons í Nääs voru einnig mikil á upphafsárum kennaramenntunar í uppeldismiðuðum handmenntum á Íslandi, þar sem Matthías Þórðarson var nemandi hans og nýtti námsskipulag Salomons í starfi sínu við Kennaraskólann. Má leiða líkur að því að aðferðir Salomons hafi verið notaðar í skólum á þessum tíma (Gísli Þor- steinsson og Brynjar Ólafsson, 2012). Þó að kennaramenntun í uppeldismiðuðum handmenntum hafi hafist með nám- skeiðum Jóns Þórarinssonar 1892 urðu þær ekki að skyldunámsgrein í íslenskum barnaskólum fyrr en með lögum um fræðslu barna árið 1936. Vekur það athygli höf- unda að kennaramenntun í þessum greinum skuli hafa farið fram í svo mörg ár fyrir þann tíma. Trúlegt er þó að yfirvöld og skólafólk hafi séð áhersluna sem mikilvægan þátt í alþýðumenntun, sem myndi þróast og verða hluti af skyldunámi. Ekki er þó víst að allir hafi einblínt á hin uppeldislegu gildi handmenntakennslunnar heldur viljað viðhalda íslensku handverki til að styðja við verkkunnáttu ungs fólks og atvinnu- sköpun, bæði á heimilum og í samfélaginu. Af upplýsingum í töflu má draga þá ályktun að menntun þeirra kennara er komu að kennaramenntun í uppeldismiðuðum handmenntum í upphafi hennar hafi litað inni- hald kennslunnar og áherslur hennar mótast af bakgrunni þeirra og hugsjónum. Til dæmis var munur á kennsluaðferðum Jóns Þórarinssonar og Matthíasar Þórðarsonar sem voru menntaðir í ólíkum slöjdskólum. Áherslur og viðfangsefni þeirra kennara sem byggðu kennslu sína á áherslum heimilisiðnaðarins voru einnig mismunandi. Ástæðu þessa má eflaust rekja til menntunarbakgrunns þeirra og þess tímabils er þeir kenndu greinina. Salomon og Mikkelsen lögðu báðir áherslu á að kenna báðum kynjum handmenntir. Því fordæmi fylgdu þeir Jón Þórarinsson og Matthías Þórðarson báðir. Kynjaskipting átti sér fyrst stað innan kennaramenntunar á Íslandi þegar Þorbjörg Friðriksdóttir hóf að kenna stúlkum handavinnu í Kennaraskólanum 1910 og Matthías kenndi eingöngu piltum (Kennaraskólinn í Reykjavík, 1909–1942). Þessi skipting var ráðandi í barna- skólum allt fram til þess að Aðalnámskrá grunnskóla var gefin út 1977 (Brynjar Ólafs- son, 2009). Vekur það hins vegar athygli að báðum kynjum var aftur kennt saman í Kennaraskólanum frá árinu 1922 allt til ársins 1939 þegar stofnuð var sérstök smíða- deild fyrir handmenntir pilta í Handíða- og myndlistaskóla Íslands og síðar sérstök deild fyrir handmenntir stúlkna í Kennaraskólanum (Freysteinn Gunnarsson, 1958). Árið 1922 kom Halldóra Bjarnadóttir að kennslunni í Kennaraskólanum sem fulltrúi heimilisiðnaðarstefnunnar. Áform hennar var að viðhalda íslenskum handmenntahefðum með þjóðlegri handavinnu og koma á fót iðnaði á íslenskum heimilum. Engu að síður lagði hún einnig áherslu á almenn uppeldisleg gildi í heimilis- iðnaðarkennslunni eins og fram kemur í grein hennar í Hlín (Halldóra Bjarnadóttir, 1919, bls. 29–30), en þar færir hún rök fyrir kennslu sinni: „Hún þroskar smekk barns- ins og fegurðartilfinningu, sem venur það á vandvirkni, hreinlæti og nýtni og síðast en ekki síst eru verklegu störfin, með því að vera tekin inn í skólana, hafin í hærra veldi í meðvitund barnsins.“ Halldóra lagði áherslu á að kenna báðum kynjum saman. Við- fangsefni nemenda í tíð hennar voru að hluta til íslensk handavinna þess tíma, svo sem saumur og prjón, en einnig innfluttar áherslur frá Noregi, eins og áður er getið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.