Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2001, Side 7

Læknablaðið - 15.02.2001, Side 7
FRÁ RITSTJÓRN Heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu í vanda Uppbyggingu heilsugæsl- m unnar á höfuðborgarsvæð- W inu miðar hægt. Löng bið er r ■' eftir tímum hjá heimilis- Y 'J-Sg læknum. Þessi undirstöðu- þáttur heilbrigðisþjónust- unnar er vel skilgreindur í Emil L. lögum um heilbrigðisþjón- Sigurðsson ustu °g þar er tíundað hvaða þjónustu á að veita. Hins vegar hefur láðst að búa svo um hnútana að heilsugæslan geti sinnt sínu hlut- verki og er fjöldi fólks á Stór-Reykjavíkursvæðinu án heimilislæknis. Almennt viðmið er að einn heimilislæknir sinni um 1.500 skjólstæðingum. Þannig ættu að vera um 120 heimilislæknar starfandi á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. I dag eru þeir rúmlega 90. Fjöldi fólks þarf að bíða óeðlilega lengi eftir þjónustu og er eðlilega ósáttur við þessa bið. Ymsar sögur tengdar kvörtunum vegna þessarar biðar komast á kreik. Þannig barst sú saga inn á fund ritstjórnar Læknablaðsins að á einni ákveðinni heilsugæslustöð á Reykjavíkursvæðinu væru þeir sem ekki fengju tíma hjá heimilislækni settir í einn pott og síðan væru nokkur nöfn dregin úr þessum potti og þeir heppnu fengju viðtal hjá lækni. Þannig heimilislæknalóttó kannast þó enginn við sem starfar innan heilsugæslunnar. Óánægja sjúklinga beinist oft á tíðum gegn starfsfólki heilsugæslunnar sem reynir þó af fremsta megni að sinna sem flestum og veita góða þjónustu. Eðli heimilislækninga felst í samfelldri, heildrænni þjónustu þar sem sjúklingar hitta alla jafnan sinn heimilislækni. Heimilislækningar á ekki að stunda með biðlistum. Bið eftir tíma hjá heimilislækni ætti ekki að vera lengri en tveir til þrír dagar og heimilislæknirinn ætti að geta sinnt bráðatilfellum sem upp koma meðal skjólstæðing- anna samdægurs. Hver er þá vandi heilsugæslunnar á Stór- Reykjavíkursvæðinu? í grundvallaratriðum er um hróplega undirmönnun og skort á húsnæði að ræða. Heilbrigðisyfirvöld hafa ekki sinnt iippbyggmgiinni sem skyldi á þessu fjölmennnasta svæði landsins. Fólksfjölgun á höfuðborgar- svæðinu hefur einnig verið mikil síðastliðin ár og aukið enn á vanda heilsugæslunnar. Þá hafa Höfundur er sérfræðingur í heimilislækningum. væntingar og kröfur fólks til þjónustunnar breyst. Afleyðing þessa er meðal annars sú að sjúklingar sækjast meira eftir þjónustu utan dagvinnutíma. Þannig eru fleiri og fleiri farnir að nýta sér kvöld- og helgarþjónustu sem bæði heimilislæknar og aðrir læknar veita. Meðal þessara sjúklinga er ákveðinn hópur sem einfaldlega hefur ekki í önnur hús að venda. Hefur ekki neinn ákveðinn heimilislækni og fær þau svör þegar hringt er á heilsugæslustöðvar að bið eftir tíma hjá heimilis- lækni sé löng og ekki sé unnt að skrá sig hjá heimilislækni þar sem þeir séu allir þegar með of marga sjúklinga skráða. Fyrir þremur árum sagði þorri heimilislækna störfum sínum lausum. Tilgangurinn var tvíþættur: annars vegar að knýja á um ýmsar breytingar varðandi heilsugæsluna almennt og hins vegar að fá leiðréttingu á kjörum sínum. Niðurstaða þessara deilna lauk með því að samkomulag varð milli heimilislækna og stjórnvalda um að Kjaranefnd úrskurðaði um launakjör heimilislækna. Úr- skurður Kjaranefndar um laun heimilislækna fól í sér þá grundvallarbreytingu að stærsti hluti launanna varð föst laun en hlutfall greiðslna fyrir ýmis læknisverk minnkaði til muna. Ég held að flestir heimilislæknar hafi fagnað þannig breytingu á uppbyggingu launanna. Samfara þessu virðist sem fjöldi sjúklinga, sem heimilislæknar sinna á hverjum degi, hafi minnkað. Ekki er þó þar með sagt að afköstin hafi minnkað þar eð fjöldi sjúklinga, sem sinnt er, er ekki einhlítur mæli- kvarði á afköst. Sjúklingar fá nú í flestum tilvikum lengri tíma hjá heimilislækni og unnt er að taka á fleiri heilsufarsvandamálum. Gæði þeirrar læknis- þjónustu sem veitt er hafa því mjög sennilega batnað. Hins vegar eru heimilislæknar bundnir á klafa sem láglaunahópur meðal lækna með sér- menntun. Til að bíta höfuðið af skömminni hefur Kjaranefnd einnig ákveðið að úthluta þeim læknum, sem starfa á svæði sem er undirmannað, svokölluðum einingagreiðslum eða bónus. Fjölgi læknum hins vegar á svæðinu lækka þessar greiðslur og hverfa þegar mönnunin verður eðlileg. I þessu felst mikil mótsögn og meiri uppbygging og fjölgun lækna á höfuðborgarsvæðinu yrði þannig í raun kostuð af læknunum sjálfum, því laun þeirra lækka við það að læknum fjölgar. Áfram er heimilislæknum, einum sérfræðilækna, óheimilt að starfa sjálfstætt og fá samning við Trygginga- stofnun ríkisins (TR). Nýliðun meðal heimilislækna er einnig verulegt Frágangur fræðilegra greina Höfundar sendi tvær gerðir handrita til ritstjórnar Læknablaðsins, Hlíðasmára 8,200 Kópavogi. Annað án nafna höfunda, stofnana og án þakka sé um þær að ræða. Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis að allir höfundar séu lokaformi greinar samþykkir og þeir afsali sér birtingarrétti lil blaðsins. Handriti skal skilað með tvöföldu línubili á A-4 blöðum. Hver hluti skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtalinni röð: • Titilsíða, höfundar, stofnanir, lykilorð • Ágrip og heiti greinar á ensku • Ágrip á íslensku • Meginmál • Þakkir • Heimildir Töflur og inyndir skulu vera á ensku eða íslensku, að vali höfunda. Tölvuunnar inyndir og gröf komi á rafrænu formi ásamt útprenti. Tölvugögn (data) að baki gröfum fylgi með. Sérstaklega þarf að semja um birtingu litniynda. Eftir lokafrágang berist allar greinar á tölvutæku formi með útprenti. Taka skal fram vinnsluumhverfi. Sjá upplýsingar um frágang fræðilegra greina: http://www.icemed.is/ laeknabladid Umræðuhluti Skilafrestur efnis er 20. hvers mánaðar nema annað sé tekið fram Læknablaðið 2001/87 103

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.