Læknablaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 37
FRÆÐIGREINAR / DOKTORSVÖRN
Nýr doktor í læknisfræði
Gunnar
Jónasson
Gunnar Jónasson barnalæknir varði hinn 20.
nóvember 2000 doktorsritgerð srna við læknadeild
Háskólans í Osló. Andmælendur voru Göran
Wennegren prófessor frá Háskólanum í Gautaborg,
Leif Bjermer prófessor frá Háskólanum í Þrándheimi
og Eirik Monn prófessor frá Háskólanum í Osló.
Aðaðleiðbeinandi var Kai-Hákon Carlsen
prófessor.
Ritgerðin byggir á sex birtum vísindagreinum
og er titill hennar: Childhood asthma; hospital
admissions and treatment. A 16 year study ofhospital
admissions in Oslo and the ejfect oflow dose inhaled
steroids in children with mild asthma.
Ritgerðin fjallar að hluta um breytingar sem
hafa orðið á innlögnum barna á sjúkrahús vegna
bráðaastma í Osló á árunum frá 1980-1995 og
byggir á upplýsingum úr sjúkraskrám allra barna
sem lögð voru inn vegna sjúkdómsins á tímabilinu.
Innlagningartíðni (rate) hvers árs var reiknuð út
miðað við fjólksfjölda í sambærilegum aldurs-
hópum og fór hún vaxandi fram til ársins 1990, en
eftir þetta dró nokkuð úr heildartíðninni. Tíðni
fyrstu innlagnar vegna astma fór þó vaxandi á öllu
tímabilinu, einkum vegna tíðra innlagna yngstu
barnanna (0-3 ára), sem getur endurspeglað aukna
tíðni sjúkdómsins í þessum aldurshópi. Endur-
innlögnum vegna sjúkdómsins fækkaði hins vegar
verulega á tímabilinu og að sama skapi var sýnt
fram á marktæka styttingu á tíma sjúkrahúsdvalar
innlagðra barna á seinni hluta tímabilsins. Líklegt
er talið að vaxandi notkun stera við meðferð
sjúkdómsins minnki líkur á sjúkrahúsinnlögn og
stytti dvalartíma þeirra sjúklinga sem á innlögn
þurftu að halda á sjúkrahúsi.
Ritgerðin greinir einnig frá niðurstöðum
annarrar tvíblindrar rannsóknar sem einkum
fjallar um áhrif lágskammtameðferðar (0,l-0,2mg
daglega) með búdesóníði gegn vægum astma. Eitt
hundrað sextíu og þrjú astmaveik börn á skólaaldri
tóku þátt í rannsókninni. Var þeim fylgt eftir í þrjá
mánuði með rannsóknum á lungnastarfsemi,
berkjuáreitisprófum og blóðprufum. í framhaldi af
þessari rannsókn var fylgst með 122 börnum í 27
mánuði (follow up). Niðurstöður benda til þess að
slík lágskammtameðferð geti komið í veg fyrir
áreynsluastma hjá börnum og valdið fækkun
eósínófíla í blóði án þess að valda alvarlegum
aukaverkunum, en þó var talið líklegt að greina
mætti nokkur vaxtarhömlunaráhrif hjá börnum
sem meðhöndluð voru með lyfinu.
í ritgerðinni er einnig sýnt fram á að meðferðar-
heldni (compliance) minnkar verulega við lang-
varandi astmameðferð og var einungis um 50% í
lok meðferðartímabilsins, en foreldrar/börn virtust
oft skýra frá mun betri meðferðarheldni en hægt
var að sannreyna með því að mæla magn
(ónotaðra) lyfja sem skilað var reglulega meðan á
rannsókninni stóð. Bent er á hve mikilvægt er að
mæla meðferðarheldni á hlutlægan hátt, þegar
ályktanir er dregnar af áhrifum lyfja í klínískum
rannsóknum.
Seretide Diskus, R 03 AK 06 R,B
GlaxoSmithKline - Þverholt 14 - sími 530 3700 - www.gsk.is
Innúðaduft (duft í afmældum skömmtum til innúðunar með Diskus-tæki). Hver afmældur skammtur
inniheldur: Salmeterolum INN, xínafóat 72,5 míkróg samsvarandi Salmeterolum INN 50 míkróg og Fluticasonum
INN, própiónat 100 míkróg, 250 mikróg eða 500 mikróg. Ábendingar: Seretide er ætlað til samfelldrar meöferðar
gegn teppu í öndunarvegi, sem getur gengið til baka, þ.m.t. astma hjá börnum og fullorðnum, þar sem samsett
meöferð (berkjuvíkkandi lyfs og barkstera til innöndunar) á við s.s.: Hjá sjúklingum sem svara viðhaldsmeöferö
með langvirkandi berkjuvíkkandi lyfjum og barksterum til innöndunar. Hjá sjúklingum sem hafa einkenni þrátt
fyrir að nota barkstera til innöndunar. Hjá sjúklingum á berkjuvikkandi meðferð, sem þurfa barkstera til
innöndunar. Skammtar og lyfjagjöf: Lyfið er eingöngu ætlað til innöndunar um munn. Ráólagöir skammtar
fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: Einn skammtur (50 míkróg+100 míkróg, 50 míkróg+250 míkróg eða 50
míkróg+500 mikróg) tvisvar á dag. Sérstakir sjúklingahópar. Ekki þarf að breyta skömmtum hjá öldruðum eða
sjúklingum meö skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi. Skammtastœrðirhanda börnum 4 ára og eldri: Einn skammtur
(50 míkróg salmeteról og 100 míkróg flútíkasónprópiónat) tvisvar á dag. Ekki eru til upplýsingar um notkun
lyfsins hjá börnum yngri en 4 ára. Frábendingar: Þekkt ofnæmi gegn einhverjum af innihaldsefnum lyfsins.
Varnaðarorð og varúöarreglur: Meðferð á teppu í öndunarvegi, sem getur gengið til baka, ætti venjulega að
fylgja áfangaáætlun og svörun sjúklings ætti að meta út frá klíniskum einkennum og lungnaprófum. Lyfið er
ekki ætlaö til meðhöndlunar á bráöum einkennum. í slíkum tilfellum ætti aö nota stuttverkandi berkjuvíkkandi
lyf (t.d. salbútamól) sem sjúklingar ættu ávallt að hafa við höndina. Milliverkanir: Jafnvel þótt lítiö finnist af
lyfinu i blóöi er ekki hægt að útiloka milliverkanir við önnur efni sem bindast CYP 3A4. Foröast ber notkun bæði
sérhæfðra og ósérhæfðra betablokka hjá sjúklingum með teppu i öndunarvegi, sem getur gengiö til baka, nema
að þörfin fyrir þá sé mjög brýn. Meðganga og brjóstagjöf: Notkun lyfja hjá þunguðum konum og hjá konum
með barn á brjósti ætti einungis aö ihuga þegar væntanlegur hagur fyrir móður er meiri en hugsanleg áhætta
fyrir fóstur eða barn. Það er takmörkuð reynsla af notkun á salmeterólxinafóati og flútíkasónprópíónati á
meðgöngu og við brjóstagjöf hjá konum. Við notkun hjá þunguöum konum skal ávallt nota minnsta virka
skammt. Aukaverkanir: Þar sem lyfiö inniheldur salmeteról og flútíkasónprópíónat má búast við aukaverkunum
af sömu gerð og vægi og af hvoru lyfinu fyrir sig. Ekki eru nein tilfelli frekari aukaverkana þegar lyfin eru gefin
samtimis. Hæsi/raddtruflun, erting í hálsi, höfuðverkur, sveppasýking í munni og hálsi og hjartsláttarónot sáust
hjá 1-2% sjúklinga viö klínískar rannsóknir. Eftirtaldar aukaverkanir hafa veriö tengdar notkun salmeteróls eöa
flútíkasón- própíónats: Salmeteról: Lyfjafræðilegar aukaverkanir beta-2-örvandi efna, svo sem skjálfti,
hjartsláttarónot og höfuðverkur hafa komiö fram, en hafa yflrleitt verið timabundnar og minnkaö viö áframhaldandi
meðferð. Algengar (>1%): Hjarta- og œðakerfi: Hjartsláttarónot, hraðtaktur. Miðtaugakerfí: Höfuðverkjur.
Stoðkerfí: Skjálfti, vöðvakrampi. Sj'aIdgæfar(<0,1 %): Almennar: Ofnæmisviðbrögö, þ.m.t., bjúgur og ofsabjúgur
(angioedema). Hjarta-og œðakerfí: Hjartsláttaróregla Ld. gáttatif (atrial fibrillation), gáttahraðtaktur og aukaslög.
Húð: Ofsakláöi, útbrot ffnosk/ft/: Kalíumskortur í blóöi. Sfoðkerfí. Liðverkjir, vöövaþrautir. Flútikasónprópíónat
Algengar(>1%): Almennar. Hæsi og sveppasýking i munni og hálsi. Sjaldgæfar(<0,1%): Húð: Ofnæmisviðbrögðum
í húð. Öndunarvegur. Berkjukrampi. Hægt er að minnka líkurnar á hæsi og sveppasýkingum meö því að skola
munninn með vatni eftir notkun lyfsins. Einkenni sveppasýkingar er hægt aö meðhöndla með staðbundinni
sveppalyfjameöferð samtímis notkun innöndunarlyfsins. Eins og hjá öðrum innöndunarlyfjum getur óvæntur
berkjusamdráttur átt sér stað með skyndilega auknu surgi eftir innöndun lyfsins. Þetta þarf að meðhöndla strax
með skjót- og stuttverkandi berkjuvíkkandi lyfi til innöndunar. Hætta verður notkun strax, ástand sjúklings skal
metið og hefja aöra meðferð, ef þörf krefur. Pakkningar og verð: Diskus - tæki. Innúðaduft 50 míkróg + 100
míkróg/skammt: 60 skammtar x 1, 60 skammtar x 3. Innúðaduft 50 míkróg + 250 mikróg/skammt: 60 skammtar
x 1, 60 skammtar x 3. Innúðaduft 50 mikróg + 500 míkróg/skammt: 60 skammtar x 1,60 skammtar x 3. Seretide
50/100: 6.008 krónur, Seretide 50/250: 7.532 krónur, Seretide 50/500:10.045 krónur. 25.09.00
Tilvitnun 1: KR Chapman, N Ringdal Et al. Can. Respir. J. 1999; 6 (1): 45-51.
Tilvitnun 2: G Shapiro Et al., Am. J, Respir. Crit.Care Med. 2000; 161: 527-534.
Læknablaðið 2001/87 133