Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2001, Page 68

Læknablaðið - 15.02.2001, Page 68
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SÉRFRÆÐINÁM í SVÍÞJÓÐ mánuði eða sem „dagpeningar" sem þá er mun lægri upphæð. íslendingar ganga inn í almannatrygg- ingakerfið um leið og þeir hafa skráð sig inn í Svíþjóð. Því gerist ekki þörf á sérstökum tryggingum fyrst eftir að komið er til Svíþjóðar. Heimilis- og bflatryggingar eru ódýrari í Sviþjóð en heima og oft færst afsláttur ef allt er tryggt hjá sama tryggingafélagi. Hægt er að fá bónus af bfla- tryggingum yfirfærðan og þarf vottorð frá við- komandi tryggingafélagi hér heima. Mikilvægt er að maka sé einnig getið á vottorðinu. Töluverðu getur munað á iðgjöldum ef bónus fæst yfirfærður en annars eru bifreiðatryggingar ódýrari í Svíþjóð en á íslandi. í flestum tilvikum dugar íslenskt ökuskírteini en þó eru dæmi þess að íslendingar hafi þurft að verða sér úti um sænskt ökuleyfi. Hægt er að sækja um sænskt ökuleyfi á grundvelli þess íslenska ef það er gert innan árs frá því að komið er til landsins. í sumum tilvikum er krafist vottorðs frá sjúkra- húsi um framhaldsnám. Slík vottorð fást á skrif- stofum spítalanna en þar kemur fram hversu lengi viðkomandi hefur unnið á stofnuninni og frá hvaða deild laun voru greidd. A sömu skrifstofum er hægt að fá vottorð sem sýnir tekjur síðastliðins árs en slíkt vottorð getur komið að góðum notum ef sótt er um bætur úr félagslega kerfinu, til dæmis fæðingarorlof. Ekki er lengur krafist sænskuvottorðs nema í algjörum undantekningartilvikum. Þá er staðfest af viðurkenndum sænskukennara að viðkomandi skilji bæði ritað og mælt mál og geti gert sig skiljanlegan á sænsku. Þó má benda á að tali fólk reiprennandi sænsku getur verið ávinningur í því að fá það staðfest, til dæmis af sænskukennara. Einnig er sjálfsagt að geta þess þegar sótt er um stöðu að umsækjandi tali góða sænsku. Húsnæöi Yfirleitt er talið ráðlegt að byrja í leiguhúsnæði. Húsaleiga á almennum markaði er mismunandi eftir stöðum og oft dýrari í stórborg en á minni stöðum á landsbyggðinni. I borgum er húsaleiga fyrir þriggja til Tafla II. Gagnleg vottorö. 1. Afrit af prófskírteini 2. Afrit af lækningaleyfi 3. Vottorö frá Læknafélagi íslands 4. Afrekaskrá (curriculum vitae) 5. Afrit af stúdentsprófsskírteini 6. Hjúskaparvottorð 7. Fæöingarvottorö 8. Samnorrænt flutningsvottorö 9. Flutningstilkynning frá sjúkrasamlagi 10. Vottorð frá tryggingafélagi vegna áunnins bónuss í tengslum viö bifreiöatryggingar 11. Vottorð frá sjúkrahúsi um framhaldsnám 12. Vottorö frá sjúkrahúsi um tekjur síðastliðins árs 13. Sænskuvottorð Lyfjaiðnaður skipar veigamikinn sess í sœnsku efnahagslífi ogfáar þjóðir veita meiru fé til rannsókna ef miðað er við höfðatölu. Mynd: Háskólasjúkrahúsið í Lundi. fjögurra herbergja íbúð oftast á bilinu 30-50 þúsund íslenskar krónur á mánuði og er þá innifalið bæði hiti og vatn. Kallast það varm hyra þegar hiti er innifalinn en ef það er ekki er talað um kall hyra en mikilvægt er að hafa þessi hugtök á hreinu þegar samið er um verð á leiguhúsnæði. Fyrir raðhús hækkar leigan í 55- 80 þúsund á mánuði. Leigusalar eru oftast sérstök fyrirtæki eða einkaaðilar. I flestum tilvikum fylgja íbúðunum raftæki, svo sem ísskápur, eldavél, þvotta- vél og þurrkari. Ef svo er ekki má benda á að verð á rafmagnstækjum er umtalsvert lægra en hér á landi. Oftast er ekki miklum vandkvæðum bundið að verða sér úti um húsnæði en best er að ganga frá þessum málum með nokkurra mánaða fyrirvara. Hægt er að leita til íslendinga í nágrenninu og þeir geta síðan grennslast fyrir um húsnæði eða sent inn auglýsingu í dagblöð. Oft er árangursríkt að hengja upp húsnæðisauglýsingu á þeim spítala þar sem fyrirhugað er að stunda nám. Þegar fólk hefur áttað sig betur á hlutunum kemur til greina að kaupa húsnæði. Verð á húsnæði er mjög breytilegt eftir stöðum. Hafa þarf í huga að erfitt getur verið að losna við húsnæði hafi fólk til dæmis í huga að færa sig um set innan Svíþjóðar eða til annarra landa. Ef kaupa á húsnæði er gott að fá vottorð frá stofnuninni sem maður er ráðinn á þess efnis að maður hafi ráðningu og þannig tekjur. Þetta hjálpar til ef farið er í banka og beðið um loforð til láns. Ekki er hægt að sækja formlega um lán fyrr en komið er með sænska kennitölu. Laun og skattar Á sjúkrahúsum eru byrjunarlaun aðstoðarlækna (underlákare) í kringum 210-250.000 íslenskar krónur (24-28.000 skr) á mánuði fyrir dagvinnu. í sumum tilfellum er hægt að semja um laun, ef skortur er á læknum í viðkomandi sérgrein. Heildarlaun ráðast svo af vaktaálagi en flestir eru á fjórum til fimm vöktum á mánuði og geta þá bæst við 40- 50.000 164 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.