Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 54
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÚRSKURÐUR SIÐANEFNDAR á að fréttamaður hafi haft það rétt eftir Boga sem þar kemur fram. 1. Fréttamaður hefur eftir Boga Andersen: „Hann segir megintilgang skýrslu Högna vera að draga úr trúverðugleika stúlkunnar. Hann gerir það meðal annars með því að gefa í skyn að minningar fólks tengdar neikvæðri reynslu hefðu tilhneigingu til að breytast.“ Fyrri setning tilvitnunar sé í hróplegu ósamræmi við það sem standi í þeim þætti álitsgerðar kæranda, sem hann sé að vitna í. Þar segi kærandi á bls. 5: „Undirritaður er ekki með skrifum þessa kafla að kasta rýrð á framburð ... og hennar erfiðu stöðu, heldur aðeins að vekja athygli á þeim vanda sem kemur upp við það að meta áreiðanleika upprifjana á tilfinningalega erfiðum atburðum, þegar staðfesting annarra liggur ekki fyrir." Enginn vafi sé á því, enda megi styðja það fleiri tilvitnunum í vísindagreinar, að minningar fólks hafi tilhneigingu til að breytast með tímanum, og sé í engu hægt að nota þessa tilvitnun í álitsgerð kæranda til að staðhæfa að megintilgangur álitsgerðar kæranda hafi verið að draga úr trúverðugleika stúlkunnar. Þessi aðferð Boga Andersen, að draga ályktanir um vinnu kæranda sem séu í algjöru ósamræmi við það sem segi í álitsgerðinni sjálfri, sem hann noti síðan til að ófrægja kæranda, hljóti að teljast ósæmileg. Með þessu hafi Bogi Andersen brotið 16. og 29. gr., 1. mgr. 2. Fréttamaður vitnar í tengsl alvarleika kynferðis- legra afbrota gagnvart börnum og alvarleika afleiðinga. Bogi segir það vissulega rétt að tengsl séu þarna á milli, en að engar niðurstöður í þessum vísindagreinum, sem Högni vitni til, styðji niður- stöður Högna og að hann hafi hreinlega skáldað vísindalega þekkingu í þessu tilfelli. Staðhæfing Boga um að kærandi „hafi hreinlega skáldað vísindalega þekkingu í þessu tilfelli" sé ekki byggð neinum rökum. Þegar álitsgerð kæranda sé skoðuð komi í ljós að þar sem vitnað var til vísinda- greina hafi verið fjallað um líkur á að finna alvarlegar afleiðingar eða gefnar upp prósentutölur. Ekkert hafi verið fullyrt í niðurstöðum, en eins og fram hafi komið þá hafi kærandi gefið tvo mögulega valkosti, annan þann að minningar stúlkunnar hefðu um- breyst í áranna rás og tekið á sig dekkri mynd, eða þá að stúlkan hefði rétt fyrir sér í ákæruatriðunum, og að hún hefði þolað valdbeitinguna án þess að bíða þannig tjón af að það greindist við geðrannsóknina. Bogi Andersen gjörþekki álitsgerð og niðurstöður kæranda en kjósi engu að síður að saka kæranda um að beita falsrökum (skáldaðri vísindaþekkingu). Með þessu hafi Bogi Andersen brotið meginreglu V, 1. gr„ 3. mgr., 2. gr., 2. mgr„ 16. gr. og29. gr„ 1. mgr. 3. Að lokum greini Bogi Andersen rangt frá forsendum niðurstöðu Siðanefndar þegar hann segir, í endursögn fréttamanns, að „..Högni hafi bæði verið læknir ákærða og aðstoðað hann við málsvörn hans, og það hafi verið skylda hans að láta það koma fram í skýrslunni en Högni lét það ógert. Siðanefnd Læknafélagsins sýknaði Högna fyrr í mánuðnum af því að hafa brotið siðareglur félagsins og segir Bogi að það sé fordæmisgefandi að Högni komist upp með þessi vinnubrögð." Bogi: „Já auðvitað er það fordæmisgefandi. Það þýðir það að Siðanefnd Læknafélags íslands hefur í raun og veru gefið úrskurð um það að íslenskir læknar þurfi ekki að geta um hagsmunaárekstra þegar þeir gefa skýrslur, meðal annars fyrir Hæsta- rétti íslands." Gefi Bogi í skyn með þessu að kærandi hafi vísvitandi falið meðferðartengsl við ákærða fyrir Hæstarétti og að Siðanefnd hafi ekki talið það athugavert. Bogi Andersen líti fram hjá þeirri staðreynd, sem Siðanefnd hafi tekið tillit til í úrskurði sínum, að öllum aðilum málsins hafi verið kunnugt um með- ferðartengsl kæranda og kærða í framangreindu hæstaréttarmáli. Með þessu væni hann kæranda um óheiðarleg vinnubrögð um leið og hann vegi að Siða- nefnd Læknafélags Islands með ósæmilegum hætti. Með þessu hafi Bogi Andersen brotið 16. gr. og 29. gr„ 1. mgr. C. Óundirrituð greinargerð, lögð fyrir Siðanefnd þann 1. desember 1999. • í kæru á hendur kæranda hafi Sif Konráðsdóttir hrl. lagt fram 25 blaðsíðna greinargerð þann 1. desember 1999 til stuðnings kærunni. Hafi hún getið þess í fylgibréfi að kærandi hefði fengið færa sér- fræðinga til að fara yfir álitsgerð kæranda „til að sýna fram á brot læknisins“. Greinargerðin, sem hafi m.a. einkennst af illa ígrunduðum staðhæfingum, röngum tilvitnunum í texta kæranda og niðrandi ummælum um kæranda hafi verið óundirrituð. Kærandi kveðst hafa farið fram á það við formann Siðanefndar í bréfi þann 6. desember að lögmaðurinn skýrði frá því hver höfundur greinargerðarinnar væri til að ganga mætti úr skugga um að um „færa sérfræðinga" væri að ræða. Samkvæmt upplýsingum formanns hafi lög- maðurinn neitað þessari beiðni. Siðanefnd hafi því orðið að fella úrskurð sinn án þess að vita hver höfundur væri. Bogi Andersen hafi síðan gefið sig fram sem höfundur greinargerðarinnar í Ríkis- útvarpinu þann 28. desember og við stjórn Lækna- félags íslands seinna þann sama dag. A þennan hátt hafi Bogi Andersen ráðist með ærumeiðandi hætti á kæranda, kollega sinn, án þess að gerlegt væri að koma efnislegum vömum við í umfjöllun Siðanefndar. Það sé bæði skylda lækna, hefð og almenn háttvísi að menn auðkenni sérfræði- lega greinargerðir með nöfnum höfunda(r). Með þessu hafi Bogi Andersen brotið meginreglu VII og 29. gr„ 1. mgr. Viðbótarkæra kæranda er m.a. rökstudd með því 150 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.