Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2001, Page 57

Læknablaðið - 15.02.2001, Page 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÚRSKURÐUR SIÐANEFNDAR upplifiinum. Umrædd fræðigrein geri greinarmun á endurvöktum minningum og minningum sem ekki séu endurvaktar. Álitsgerð kæranda dragi þennan mun ekki fram. í skýrslu sinni geri kærandi það sem höfundar greinarinnar vari sérstaklega við, þ.e. að nota fræðilegar upplýsingar um endurvaktar minningar til að rugla greiningu og meðferð á kynferðislegri misnotkun barna. Stúlkan sem um var fjallað í álitsgerð kæranda hafi aldrei gleymt neinu. Þannig eigi ekki við að styðjast við kenningar um endurvaktar minningar. Valgerður Baldursdóttir geðlæknir hafi tekið sérstaklega fram í skýrslu sinni að vandamál í sambandi við endurvaktar minningar eigi ekki við. Við skýrslugjöf fyrir dómi hafi hún einnig bent á að það séu engar forsendur fyrir því að tengja framburð stúlkunnar við falskar minningar. í málinu hafi spurningin staðið um það hvor sagði ósatt, faðir eða dóttir, og óeðlilegt sé að vekja upp kenningar um endurvaktar minningar eða aðrar tegundir af fölskum minningum, því hvorugt þeirra sagðist neinu hafa gleymt. Aðferð kæranda, að vísa til fræðigreinar sem bendi til að framburð stúlkunnar beri að skoða með meiri varkárni en gengur og gerist, þrátt fyrir að niðurstaða tilvitnaðrar greinar sé að slíkar minningar séu mjög traustar og aðeins ástæða til að vera á verði þegar slíkar minningar eru endurvaktar, telur kærði að feli í sér brot á 4. gr. Codex Ethicus. Jafnframt telur kærði kæranda hafa brotið 9. gr. læknalaga og 29. gr. Codex Ethicus með því að saka Valgerði Baldursdóttur lækni og Jón Fr. Sigurðsson sálfræðing ranglega um að hafa ekki metið stúlkuna með tilliti til þess möguleika að um sé að ræða falskar minningar. Með því að rýra hæfni þeirra hafi hann véfengt trúverðug- leika stúlkunnar óbeint og grafið undan réttlæti í samfélaginu. Kærði telur gagnrýni sína réttmæta og bendir á í því sambandi að greinin sem kærandi vitnaði til leggi einmitt áherslu á að í tilviki eins og þessu sé engin ástæða til að efast um meginatriði vitnisburðar á þeirri forsendu að minningar séu falskar. Sérstaklega sé varað við að láta vandamál við endurvaktar minningar rugla sönnunarfærslu í málum þar sem viðkomandi hefur engu gleymt. Hvergi í skýrslunni sem kærandi gerði fyrir Hæsta- rétt komi fram að hann sé eingöngu að styðjast við afmarkaðan hluta greinarinnar og að það sem sagt er um endurvaktar minningar í umræddri grein eigi alls ekki við í þessu tilviki. Þvert á móti tali kærandi stöðugt um greinina eða skýrsluna, en hvergi minnist hann á sérstakan kafla enda vitni hann í fleiri kafla greinarinnar. Eini kaflinn sem kærandi viðurkenni að hafa vitnað í gangi þvert á það sem hann haldi fram í skýrslu sinni að kaflinn gefi tilefni til að álykta. Kærði telur sannað að kærandi hafi stuðst við aðra kafla í framangreindri fræðigrein en þann eina sem hann kannist nú við. Jafnframt komi fram í vinnubrögðum hans grófur faglegur óheiðarleiki þar sem hann tengi höfunda fræðigreinar við niðurstöður sínar sem stangist í grundvallaratriðum á við álit þessara sömu fræðimanna. Kæruatriði A.3. Kærði telur rangt hjá kæranda að hann hafi ekkert fullyrt um að gægjuhneigð föður dragi úr líkum á að hann geti verið sekur um aðra kynferðislega hegðun. I geðheilbrigðisrannsókn á ákærða í umræddu Hæstaréttarmáli hafi Ásgeir Karlsson geðlæknir komist að þeirri niðurstöðu að ákærði væri haldinn gægjuhneigð F65.3 (voyeurism) og ljúki hann skýrslu sinni með þessum orðum: „Þeir karlmenn sem haldnir eru gægjuþörf, forðast að vekja á sér athygli þannig að eftir þeim verði tekið. Þeir verða sjaldan uppvísir af grófari kynferðislegri áreitni.“ í vitna- leiðslu hafi Ásgeir sagt skoðun þessa viðtekna skoðun innan geðlæknisfræðinnar. Þetta sé yfirleitt ekki hættulegt fólk kynferðislega. I vitnaleiðslu hafi Val- gerður Baldursdóttir barnageðlæknir verið spurð um þetta álit Ásgeirs Karlssonar. Hún hafi lýst yfir miklum efa að þetta stæðist nútímaþekkingu í geð- læknisfræði. í skýrslu sinni hafi kærandi fjallað um vitnaleiðslur sérfræðinga fyrir rétti og í samantekt segi hann: „í framburði Valgerðar Baldursdóttur geðlæknis kemur fram að þekking hennar á gægjuhneigð er ekki í samræmi við það sem nú er skrifað í kennslubækur." I skýrslu sinni gangi kærandi lengra en Ásgeir Karlsson í fullyrðingum sínum um þetta atriði því hann leggi áherslu á og undirstriki eftirfarandi tilvitnun úr kennslubók: „but does not attempt sexual activity with them.“ Kærði telur staðhæfingar geðlæknanna Ásgeirs Karlssonar og kæranda um gægjuhneigð vera í engu samræmi við nútímaþekkingu í geðlæknisfræði. Kærði telur athyglisvert að þessir geðlæknar, kærandi og Ásgeir Karlsson, skuli vitna í kennslubækur í geð- læknisfræði fyrir læknanema í máli fyrir Hæstarétti í stað þess að vitna beint í rannsóknarniðurstöður. Það sé rangt að gægjuhneigðarmenn verði sjaldan uppvísir að grófari kynferðislegri áreitni enda vitað að slíkir einstaklingar hafi háa tíðni af öðrum kynferðislegum frávikum (paraphilias), þar með talið pedophiliu. Með því að fara ranglega með fræðilega þekkingu um paraphilias eins og hún komi fyrir í kennslu- bókum og fræðigreinum, þar á meðal þeim kennslu- bókum sem kærandi hafi sjálfur lagt fram máli sínu til stuðnings, hafi kærandi brotið 4. gr. Codex Ethicus, 9. gr. læknalaga og 29. gr. Codex Ethicus. Sú forsenda kærunnar að kærði hafi gert lítið úr fagþekkingu kæranda með því að minnast á þekkingu almennings í sama viðtali og rætt var um störf kæranda fái ekki staðist. Kæruatriði A.4. Hér sé kærði að lýsa persónulegri skoðun um afleiðingar álitsgerðar kæranda. Tjáningarfrelsis- Læknablaðið 2001/87 153

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.