Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2001, Side 26

Læknablaðið - 15.02.2001, Side 26
FRÆÐIGREINAR / BARNALÆKNISFRÆÐI Mynd 3. Mynd af röntgenfilmu með niðurstöðum EMD™. Sjöunda sýnið frá vinstri sker sig greinilega úr. Par sjást mjög greinilega bönd á tveimur stöðum sem ekki eru fyrir hendi á sama hátt og í hinum sýnunum. Hér œtti því að hafa orðið mikil og sértœk skerðing á erfðaefnisbútnum með ertsíminu T< endonucleasa VII. ut frá staðsetningu þessara banda, miðað við heildarlengd bútsins, mcetti áœtla að basabreytingin sem þessu otli sé um miðbik hans. Mynd 4. Raðgreining á bösum 344-424 í cDNA-röð PPA Ry2 með aðferð Sattgers. Á myndinni sést röntgenfilma með niðurstöðum raðgreiningar. Á vinstri helmingi myndarinnar má lesa basaröð hvers sýnis fyrir sig. Um er að rœða fimm mismunandi sýni og er röð basanna frá vinstri TCGA í öllum tilvikum. Á hægri hluta myndarinnar eru sams konar basar, úr öllum sýnum hlið við Idið. Hér er ekki að sjá neitt misrœmi milli sýnanna og eru basaraðir þeirra allra því eins. Útfrá vinstri helmingi myndarinnar má lesa basaröðina: AGAAGACTCAGCTCTACAATAAGCCTCATGAAGAGCCTTCCAACTCCCTCATG GCAATTGAATGTCGTGTCTGTGGAGA, íöllumfimm tilvikum. Pessi röð er eðlileg. 131 basapara bútarnir einangraðir úr agarósageli og síðan raðgreindur með aðferð Sangers. Til þess var notast við: Thermo Sequenase'™' cycle sequencing kit (Amersham). Niðurstöður Til að leita sérstaklega að stökkbreytingunni Proll5Gln var notast við skimun byggða á meltingu með skerðiensími, eins og lýst er í aðferðakaflanum. Við skoðun á agarósagelum þar sem fjölliðunar- hvarfsafurðin, melt með Hinc II, hafði verið rafdregin sást aðeins eitt band í öllum tilvikum. Staðsetning þessa bands kom heim og saman við 131 basapara lengd ef miðað er við það merkigen sem notað var (mynd 2). Stökkbreytingin Proll5Gln fannst því ekki hjá neinum þeirra 43 einstaklinga sem skoðaðir voru. Ferlið var tvítekið fyrir hvert sýni og voru niðurstöður eins í öllum tilvikum Til að leita að öðrum basabreytingum á þessum sama 131 bp bút var beitt EMD1™1, eins og lýst er í aðferðakaflanum. Þegar niðurstöður EMD(,1'I) voru skoðaðar komu í ljós nokkuð afgerandi jákvæðar niðurstöður hjá þremur einstaklingum og nokkuð veikari vísbendingar hjá fimm til viðbótar (mynd 3). Þau bönd sem fram komu voru svipuð í öllum þremur tilfellum og bentu til basabreytingar um miðbik bútsins. I hinum fimm tilfellunum var um að ræða mun óræðnara misræmi við niðurstöður annarra einstaklinga. Til þess að skoða betur þær vísbendingar sem fram komu við EMD var afurð þeirra einstaklinga raðgreind með aðferð Sangers. I öllum tilfellum voru basaraðir eðlilegar (mynd 4). Umræöa Offita stafar bæði af umhverfis- og erfðaþáttum sem stýra orkuinntöku og fitusöfnun. Mikil orkusöfnun leiðir hvoru tveggja til stækkunar á fitufrumum (hypertrophy) og fjölgunar þeirra (hyperplasia) (1). Fyrirrennarar fitufrumna eru lítt sérhæfðir og líkjast helst bandvefsfrumum (fibroblasts) í myndgerð sinni. Virkjun umritunarþáttarins PPAR72 er talin skipta miklu máli við sérhæfingu þessara frumna yfir í fitufrumur (adipocyte) (35,37). Eins og drepið var á í inngangi er stjómun PPARy2 í raun tvíþætt. í fyrsta lagi byggist hún á tengingu ýmissa efna og vaxtarþátta svo sem: frírra fitusýra, eicosanoíða og sykursýkilyfja af flokki thiazolidienodiones. í öðru lagi er virkni stýrt með fosfórýleringu (38-41) (mynd 5). Virkni umritunarþáttarins PPARý2 minnkar við tengingu fosfathóps við serín í stöðu 114 (40,41). Stökkbreyting á því svæði gæti því komið í veg fyrir fosfórýleringu og þannig valdið of mikilli starfsemi. í rannsókninni var leitað að stökkbreytingum á þessu svæði sem hugsanlega tengjast offitu (42). Enginn þeirra 43 einstaklinga sem athugaðir voru höfðu Proll5Gln stökkbreytinguna. Pví má álykta 122 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.