Læknablaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 34
FRÆÐIGREINAR / H J A R TA L Æ K N I N G A R
Ekki reyndist munur á tíðni eða tíma frá
kransæðastíflu að kransæðahjáveituaðgerð meðal
sjúklinga á Sjúkrahúsi Reykjavíkur annars vegar og
Landspítalanum hins vegar. Aftur á mótu reyndust
sjúklingar á Landspítalanum fara um þrisvar sinnum
oftar í kransæðavíkkun með blásningu en sjúklingar
á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og þurftu sjúklingar á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur að bíða að meðaltali 10
dögum lengur eftir aðgerð frá því kransæðastífla
gerði vart við sig. Þetta skýrist að hluta af aukinni
notkun hjartaþræðinga á Landspítalanum en gæti
einnig skýrst að hluta af þeint möguleika að gera
kransæðavíkkun strax í fyrstu hjartaþræðingu á
Landspítalanum en ekki á Sjúkrahúsi Reykjavíkur.
Þrátt fyrir þennan mun reyndist ekki vera munur
milli spítalanna á eins árs dánartíðni, samanlagðri
dánartíðni og tíðni endurtekinnar kransæðarstíflu,
ekki heldur á meðallegutíma sjúklinga eftir bráða
kransæðastíflu. Þó var í báðum tilvikum tilhneiging í
átt til betri útkomu sjúklinga á Landspítalanum.
Stærsti hluti skýringarinnar er líklega meiri notkun
asetýlsalisýlsýru og B-hamla á Landspítalanum eins
og áður var minnst á, en þessi lyf hafa bæði mjög
jákvæð áhrif á horfur (3,4,6). Ekki er hægt eftir þessa
rannsókn að segja til um hvort aukin notkun
kransæðavíkkana í hjartaþræðingu hafi áhrif á horfur
sjúklinga eftir bráða kransæðastíflu. Þó er ljóst að
þessi meðferð bætir verulega líðan þeirra og fækkar
innlögnum á sjúkrahús (12).
Samkvæmt íslenskum lögum um heilbrigðis-
þjónustu og réttindi sjúklinga eiga allir sjúklingar
jafnan rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem
völ er á hverju sinni. Það kom okkur því á óvart að
þrefaldur munur skuli vera milli Sjúkrahúss Reykja-
víkur og Landspítalans á hlutfalli sjúklinga sem fer í
kransæðavíkkun og að að meðaltali skuli biðtími eftir
kransæðavíkkun vera 10 dögum lengri meðal
sjúklinga á Sjúkrahúsi Reykjavíkur en á Land-
spítalanum. Hluti þessarar skýringar er aukin notkun
hjartaþræðinga á Landspítalanum en enn reyndist
munur þó einungis væri tekið mið af þeim sem fóru í
hjartaþræðingu. Ef til vill hækkar það þröskuld fyrir
aðgerð og seinkar framkvæmd hennar að þurfa að
flytja sjúkling milli stofnana.
Nauðsynlegt er að leiðrétta þennan mun. Það
mætti gera annað hvort með því að sameina hjarta-
deildir sjúkrahúsanna og efla um leið aðstöðu til
hjartaþræðinga á öðru hvoru sjúkrahúsinu þannig að
þær gætu sinnt auknum verkefnum eða með því að
byggja upp aðstöðu til kransæðavíkkana á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur, nú Landspítala Fossvogi.
Hinn mikli munur sem kom fram á notkun hjarta-
lyfja milli Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítalans
kallar á gerð klínískra leiðbeininga á hjartadeildum
sjúkrahúsanna í Reykjavík.
Heimildir
1. Kristjánsson JM, Andersen K. Samanburður á horfum
sjúklinga með bráða kransæðastíflu á íslandi 1986 og 1996.
Læknablaðið 1999; 85:691-8.
2. Kristjansson JM, Andersen K. Improved one-year survival
after acute myocardial infarction in Iceland between 1986 and
1996. Cardiology 1999; 91: 827-30.
3. Second International Study on Infarct Survival Collaborative
Group. Randomised trial of intravenous streptokinasi, oral
aspirin, both or neither among 17 187 cases of suspected
myocardial infarction. ISIS-2. Lancet 1988; 336: 827-30.
4. First International Study on Survival Collaborative Group.
Randomised trial of intravenous atenolol among 16 027 cases
of suspected acute myocardial infarction: ISIS-1. Lancet 1986;
2:57-66.
5. The GUSTO investigators. An intemational randomised trial
comparing four thrombolytic strategies for acute myocardial
infarction. N Engl J Med 1993; 329: 673-82.
6. Gottlieb SS, McCarter RJ, Vogel RA. Effect of beta-blockade
on mortality among hign-risk and low-risk patients after
myocardial infarction. N Engl J Med 1998; 339:489-97.
7. The Acute Infarction Ramipril Efficiacy (AIRE) study
investigators. Effects of ramipril on mortality and morbidity of
survivors of acute myocardial infarction with clinical evidence
of heart failure. Lancet 1993; 342: 821-8
8. McGovern PG, Herlitz J, Pankow JS, Karlsson T, Dellborg M,
Shahar E, et al. Comparison of medical care and one- and 12-
month mortality of hospitalized patients with acute
myocardial infarction in Minneapolis-St. Paul, Minnesota,
United States of America and Goteborg, Sweden. Am J
Cardiol 1997; 80: 557-62.
9. SWIFT (Should We Intervene Following Thrombolysis?) Trial
Study Group. SWIFT trial of delayed elective intervention
versus conservative treatment after thrombolysis with
anistreplase in acute myocardial infarction. BMJ 1991; 302:
555-60.
10. Williams DO, Braunwald E, Knatterud G, Babb J, Bresnahan
J, Greenberg MA, et al. One-year results of the Thrombolysis
in Myocardial Infarction investigation (TIMI) Phase II Trial.
Circulation 1992; 85: 533-42.
11. Terrin ML, Williams DO, Kleiman NS, Willerson J, Mueller
HS, Desvigne-Nickens P, et al. Two- and three-year results of
the Thrombolysis in Myocardial Infarction (TIMI) Phase II
clinical trial. J Am Coll Cardiol 1993; 22:1763-72.
12. Madsen JK, Grande P, Saunamaki K, Thayssen P, Kassis E,
Eriksen U, et al. Danish multicenter randomized study of
invasive versus conservative treatment in patients with
inducible ischemia after thrombolysis in acute myocardial
infarction (DANAMI). DANish trial in Acute Myocardial
Infarction. Circulation 1997; 96: 748-55.
13. The TIMI study group. Comparison of invasive and
conservative strategies after treatment with intervenous tissue
plasminogen activator in acute myocardial infarction: results
of the thrombolysis in myocardial infarction (TIMI) phase II
trial. N Engl J Med. 1989; 320: 618-27.
14. Ellis SG, Mooney MR, George BS, da Silva EE, Talley JD,
Flanagan WH, et al. Randomized trial of late elective
angioplasty versus conservative management for patients with
residual stenoses after thrombolytic treatment of myocardial
infarction: Treatment of Post-Thrombolytic Stenoses (TOPS)
Study Group. Circulation 1992; 86:1400-6.
15. Baim DS, Diver DJ, Feit F, Greenberg MA, Holmes DR,
Weiner BH, et al. Coronary angioplasty performed within the
thrombolysis in Myocardial Infarction II study. Circulation
1992; 85: 93-105.
16. Kirklin JK, Akins CW, Blackstone EH, et al. Guidelines and
indications for coronary artery bypass graft surgery: a report
of the American College of Cardiology/American Heart
Association Task Forse on Assessment of Diagnostic and
Therapeutic Cardiovascular Procedures (Subcommittee on
Coronary Artery Bypass Graft Surgery). J Am Coll Cardiol
1991; 17: 543-89.
17. Ryan TJ, Antman EM, Brooks NH, Califf RM, Hillis LD,
Hiratzka LF, et al. 1999 Update: ACC/AHA Guidelines for
the Management og Patients With Acute Myocardial
Infarction: Executive Summary and Recommendations: A
Report of the American College of Cardiology/American
Heart Association Task Force on Practice Guideline
(Committee on Management of Acute Myocardial
Infarction). Circulation 1999; 100:1016-30.
130 Læknablaðið 2001/87