Læknablaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 60
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÚRSKURÐUR SIÐANEFNDAR
Þegar litið er til málsástæðna kærða vegna þessa
kæruliðar er það álit Siðanefndar að kærði hafi ekki
gerst brotlegur við siðareglur LI með ummælum
þeim sem kærð eru undir lið A.l.
A.2.
Alitsgerð kæranda var gerð að beiðni verjanda
ákærða í framangreindu hæstaréttarmáli.
Þegar litið er til þess sem fram kemur í
aðilaskýrslu kærða um vísanir kæranda í álitsgerð
hans í grein í British Journal of Psychiatry 1998 þá er
ekki óeðlilegt hjá kærða að álykta, að það hafi verið
gert að yfirlögðu ráði hjá kæranda að vísa í greinina í
heild án þess að tiltaka þann kafla sem kærandi
kveðst hafa stuðst við, þ.e. kaflann „The Psychology
of Memory“. Kærði hefur í aðilaskýrslu sinni bent á
þrjár tilvitnanir í nefnda grein sem styðja trúverðug-
leika X, t.d.: „The issue of false or recovered
memories should not be allowed to confuse the
recognition and treatment of sexually abused
children.“
Það er niðurstaða Siðanefndar að ummæli kærða
„Nú er þetta afskaplega lymskulega gert hjá
Högna...“ sé brot á 1. mgr. 29. gr. siðareglna LÍ. Aðrar
greinar siðareglna LÍ telst kærði ekki hafa brotið með
ummælum sem kærð eru undir lið þessum.
A.3.
Fram kemur í skjölum málsins að geðlæknarnir
Asgeir Karlsson og Valgerður Baldursdóttir hafa
ólíkar skoðanir á því hvort gægjuhneigðarmenn séu
líklegir eða ólíklegir til að fremja alvarleg kynferðis-
afbrot. Asgeir Karlsson taldi þessa menn ólíklega til
þess að fremja alvarleg kynferðisafbrot en Valgerður
Baldursdóttir var á annarri skoðun. í álitsgerð kær-
anda segir í sambandi við þetta álitamál: „Skoðun
Valgerðar á málinu má því telja ranga.“ í því
sambandi vísaði kærandi í álitsgerð sinni í Oxford
Textbook of Psychiatry, 3. útgáfu frá 1996. í
aðilaskýrslu kærða er vísað í sömu bók, bls. 497, en
þar komi fram að sumt fólk hafi meira en eina tegund
paraphilia. Jafnframt vísar kærði í ýmis önnur rit sem
styðja skoðun Valgerðar Baldursdóttur geðlæknis.
Telji kærði að kærandi hafi vísvitandi farið með
rangt mál í þessu sambandi, þá er það hans skoðun,
sem telja verður hann frjálsan að enda hefur hann
rökstutt þá skoðun sína nokkuð með ýmsum til-
vitnunum í aðilaskýrslu sinni.
Það, að kærði telji. að jafnvel almenningur geri sér
grein fyrir því að einstaklingar með gægjuhneigð geti
framkvæmt önnur kynferðisafbrot, telst ekki brot á
siðarreglum LÍ.
A.4.
Hér er um persónulega skoðun kærða á afleið-
ingum álitsgerðar kæranda að ræða og verður að telja
honum frjálst að hafa þá skoðun og tjá sig um hana.
Um leið telur Siðanefnd að kærði hafi ekki brotið 2.
mgr. 29. gr. siðreglna LÍ með þessum ummælum.
B.l.
Þegar verjandi ákærða í hæstaréttarmálinu nr.
286/1999 leitaði til kæranda og óskaði m.a. eftir
sérfræðilegum alhugasemdum um þá sönnunarfærslu
„um sekt ákærða sem felst í meðferð meirihluta
héraðsdómsins á skýrslum sérfræðinga sem til voru
kvaddir...“ eins og segir í álitsgerðinni, hafði ákærði
verið sakfelldur í héraðsdómi. Þrír sérfræðingar
höfðu komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri
ástæða til þess að efast um trúverðugleika stúlkunnar.
Eins og framangreint hæstaréttarmál er vaxið hlaut
það að vera meginviðgangsefni verjanda að reyna að
veikja trú dómsins á trúverðugleika stúlkunnar. Hver
sem tilgangur kæranda var með álitsgerðinni þá veikti
hún trúverðugleika stúlkunnar.
Það er álit nefndarinnar að með fullyrðingum
töldum undir þessum lið kærunnar hafi kærði ekki
brotið tilvitnaðar greinar siðareglna LI.
B.2.
í dómsendurriti héraðsdóms sem var undanfari
framangreinds hæstaréttarmáls kemur fram að
sérfræðingar sem gáfu skýrslur fyrir héraðsdómi
höfðu aðra skoðun en kærandi á því hvort ástand
stúlkunnar samræmdist því að hún hefði orðið fyrir
þeirri valdbeitingu sem ákært var fyrir.
I niðurstöðu álitsgerðar kæranda segir svo: „Það
er líka mat mitt að sönnunarfærsla héraðsdóms eins
og hún byggir á skýrslum sérfræðinganna hafi ekki
tekið tillit til veikleika og mótsagna í rannsóknar-
niðurstöðum þeirra, hafi ekki litið til veikleika í
framburði sérfræðinganna og hafi alls ekki tekið tillit
til þess að það er mikið misræmi milli þess hvernig
sérfræðingarnir lýsa persónuleika ..., sjálfsmati og
geðheilsu og þess, hversu sköðuð maður hefði getað
búist við að ... væri, hefði hún orðið fyrir jafn
hrottalegri misnotkun og felst í ákærunni.“
Ljóst er að hér er um mismunandi skoðanir á
viðkvæmu álitaefni að ræða. Kærða var frjálst að
véfengja niðurstöðu kæranda og jafnframt að tjá sig
um þetta málefni, en orðalagið „...að hann hafi
hreinlega skáldað vísindalega þekkingu í þessu
tilviki", telst brot á 1. mgr. 29. gr. siðareglna LÍ en
telst ekki brot á 16. gr. siðareglna, enda ekki annað
fram komið en kærði telji það sem eftir honum var
haft sér samboðið.
B. 3.
í álitsgerð kæranda sem lögð var fyrir Hæstarétt í
margnefndu máli eru engar upplýsingar um með-
ferðartengsl kæranda við ákærða í hæstaréttarmálinu.
Verður kærði því ekki talinn hafa brotið siðareglur
LÍ með því sem talið er undir þessum lið.
C.
Fallast ber á það með kærða að það sé við lög-
manninn, sem lagði greinargerðina fram óundirritaða
og neitaði að upplýsa um höfund, að sakast, en ekki
kærða.
156 Læknablaðið 2001/87