Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 87

Læknablaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 87
S M A S J A I N Reglugerð um Orlofssjóð Læknafélags íslands I. Kafli Aðild, framlög og hlutverk 1. gr. Sjóðurinn heitir Orlofssjóður Læknafélags íslands (LÍ) og á heimili og vamarþing á starfsstöð LI. Rétt til aðildar að Orlofssjóðnum eiga allir félagar í Læknafélagi Islands. Aðild að sjóðnum og framlag í hann skal vera með þessum hætti: 1. Með samningum samtaka lækna við vinnuveitendur eða sjúkratryggingar um ákveðið framlag eða frádrátt af greiðslum, sem rennur í sjóðinn. Framlag sjóðfélaga fer eftir ákvæðum viðkomandi kjarasamninga, úrskurðum kjaranefndar og öðrum samningum. 2. Einstakir læknar, er gera sérstakan samning við Orlofssjóð. Framlag þeirra skal ákveðið af orlofsnefnd hverju sinni. Sjóðnum skal varið til þjónustu við félagsmenn í orlofi. Sjóðurinn á og rekur orlofshúsnæði og skapar á annan hátt aðstöðu til orlofsdvalar sjóðfélaga. II. Kafli Réttindi sjóðfélaga 2. gr. Rétt til afnota af sumarhúsum eða annarri þjónustu Orlofssjóðs hafa allir sjóðfélagar, sbr. 1. gr. Orlofsnefnd sbr. 3. gr., úthlutar skv. starfsreglum, sem hún setur í samráði við stjórn LÍ. Orlofsdvöl utan sumartíma verður Upphaflega samþykkt í september 1979. 4. gr. var breytt 1987.8. gr. var breytt 1995. Breyting var gerð hinn 12. desember 2000 á reglugerð Orlofssjóðs á sam- eiginlegum fundi stjórna LI/LR sam- kvæmt gildandi reglugerð. Var meðal annars nafni sjóðsins breytt úr Orlofs- heimilasjóður LI/ LR í Orlofssjóð LI og þannig staðfest í reglugerð Orlofssjóðs sú skipan að sjóðurinn er og hefur verið eignfærður í ársreikningi LÍ. úthlutað, eftir því sem óskir berast frá sjóðfélögum. Öllum sjóðfélögum skal tilkynnt fyrir 1. mars ár hvert, hvaða orlofsdvöl sjóðurinn bjóði upp á og skal sækja um leigu á sumarhúsum fyrir 1. apríl. Fyrir 15. apríl skal orlofsnefnd tilkynna hverjir hafa fengið oflofshús á leigu það sumarið. Einungis þeir, sem skuldlausir eru við LÍ og orlofssjóð, skulu hafa rétt til að taka orlofshús á leigu. III. Kafli Stjórn og rekstur sjóðsins 3. gr. Stjórn LI skipar fimm lækna í orlofsnefnd til tveggja ára í senn. Orlofsnefnd gerir tillögur til stjómar LI um meginákvarðanir varðandi uppbyggingu og rekstur orlofsheimila. Orlofsnefnd kynnir stjóm LÍ starfsáætlun, fjárhags- og fjárfestingaráætlun í lok hvers árs fyrir komandi ár. Læknafélag Islands annast daglegan rekstur sjóðsins. Reikningsár sjóðsins er almanaksárið. Kjörnir skoðunarmenn og löggiltir endurskoðendur LI endurskoða reikninga Orlofssjóðs, sem skulu lagðir fram til afgreiðslu á aðalfundi LÍ. Orlofsnefnd er heimilt að taka lán í nafni sjóðsins og undirgangast aðrar skuldbindingar að fengnu samþykki stjórnar LI. Óráðstafaður hluti sjóðsins skal ávaxtaður eins og best verður á kosið. Orlofsnefnd ákveður leigugjald fyrir orlofshús. IV. Kafli Almenn ákvæði 4. gr. Rísi ágreiningur um einstök atriði í reglugerð þessari, sker stjórn LÍ úr honum. 5. gr. Breytingar á reglugerð þessari em því aðeins gildar að þær hafi verið samþykktar af stjórn LI og aðalfundi LÍ. Tillaga um að leggja Orlofssjóð LÍ niður þarf samþykki tveggja þriðju kjörinna fulltrúa á aðalfundi LI. Liggi fyrir lögmæt ákvörðun um að leggja sjóðinn niður renna eignir hans til Læknafélags íslands. Rannsókn hafin á meintri líffærasölu Heilbrigðisráðherra ísraels hefur skipað nefnd til að kanna ásakanir ísraelsks dagblaðs á hendur Greenberg stofnunni í réttarlæknis- fræði í Tel Aviv. Stofnunin er sú eina á sínu sviði í ísrael. Blaðamennirnir Ronen Bergman og Gai Gavra á helgarútgáfu Yediot Aharonot dag- blaðsins slógu upp á forsíðu nýverið að stofnunin sé bendluð við líffærasölu. Meðal þess sem blaðamennirnir studdust við í frásögn sinni voru „verðlistar" fyrir tiltekin líf- færi og bein. Þessir líkamshlutar eru taldir hafa verið sendir til rannsóknastofnana við háskóla og til Iæknaskóla fyrir læknanema að æfa sig á. Erfitt er að nálgast líffæri til rann- sókna í Israel vegna þess að trúarbrögð setja slíku verulegar hömlur. Einungis hefur verið heimilt að fjarlægja líffæri í því skyni að bjarga mannslífum, en ekki til rannsókna. Talið er að þeir sem einkum hafa orðið fyrir barðinu á meintum líffærasölum séu erlent verkafólk sem átti enga ættingja í ísrael. Líkin voru síðan fyllt með öðru efni, meðal annars bómull, í stað líffæranna. Dr. Yitzhak Berlovich yfirmaður hjá ísraelska heilbrigðisráðuneytinu segir að fyrir tveimur árum hafi komið upp hliðstætt mál hjá réttarlæknisstofnuninni og þá hafi verið talið að skrúfað hafi verið fyrir þann leka. Hins vegar sé erfitt um vik að fá réttarlækna til að rannsaka slík mál því þeir séu allir tengdir stofnuninni á einn eða annan hátt þar sem hún sé sú eina sinnar tegundar í landinu. Almennt ber ástand stofnunarinnar vott um féleysi og niðurníðslu að mati greinarhöfunda. Flugur á sveimi og lasburða ísskápar, en hins vegar hafði heilbrigðisráðuneytið veitt fjármagni til að endurnýja skrifstofur starfsfólksins og kaffiteríuna myndarlega! Yfirmaður stofnunarinnar, prófessor Yehuda Hiss, neitar því að um líffærasölu hafi verið að ræða en kvartar hins vegar undan því að fjármagn vanti til endurnýjunar á rann- sóknaraðstöðu stofunarinnar. Það sé margfalt meira fjármagn en hafi verið varið til endur- bóta á aðstöðu starfsfólksins. Eftir að grein blaðsins birtist ákvað heil- brigðisráðuneytið að veita umtalsverðu fjarmagni (um einni milljón dollara) lil endur- bóta á rannsóknaraðstöðunni. BMJ 2001; 322:128. Læknablaðið 2001/87 183 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.